Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1934, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1934, Blaðsíða 4
284 bfiSBÓK MORGUNBLAÐSINS Loftfarasýning var haldin nýlega í Kaupmannahöfn. Vakti þar mesta athygli flugvjelin, sem sje st hjer á myindinni. Hún þr vængjalaus, en henni er haldið uppi með þríblaða skrúfunni, sem er á ofurlitlum turni ofan á henni. yfir aldamót) var ekki um svo mikinn mat að ræða fyrst á vorin, að veiðimenn gæti búið sig út, tíl lengri tíma en viku í senn. Svo var það vatnsleysið í eynni. Urðu flekamenn að flytja með sjer alt drykkjarvatn úr landi. Þegar leið á veiðitímann, 7—8 vikur af sumri, var annar bátur hverrar útgerðar jafnan látinn róa til fiska og á honum 6 menn, en 3 hugsuðu þá um fuglaveiðina. Engin beita var notuð nema slóg úr fugli. Skiftu menn svo jafnt milli sín fiski og fugli. Flekaveiðar byrjuðu aldrei fyr en undir varptímann, vanalega 4—5 vikur af sumri og stóðu þangað til 12 vikur voru af sumri. Þá töldu g'amlir menn vertíð lokið og þá byrjaði sláttur. Sumir heldu þó áfram lundaveiðum þangað til 14—15 vikur af sumri. Sigamenn byrja að veiða um sumarmál, því að þá fér fuglinn að setjast í björgin. Til þess að verða góður bjargmaður, þurfa menn að æfa rólukast og hliðar- köst meðan þeir eru ungir, og verður það lag sem á legst. Egg'jatakan byrjar undir eins og fuglinn fer að verpa, en í eggjatöku búa menn sig öðru vísi heldur en þegar þeir fara á^ fuglaveiðar. Eru þeir þá í hempu, sem þeir reira að sjer með festinni þannig, að hún myndar stóran poka á bakinu. Handvegir eru svo víðir, að smeygja má um þá eggj- unum aftur í pokann, og' getur sig- maður flutt í honum alt að 200* egg í einu. Og þeir fara ekki upp á brún fyr en pokinn er fullur, ef þeir eru á því svæði, þar sem nóg egg eru. 1 fyrra voru teknar um 25 þús- undir eggja í Drangey. Þau eru aðallega séld til Siglufjarðar, Ól- afsfjarðar og Akureyrar. En svo segja fróðir menn, að eg'gjataka og fuglaveiði fari stórum mink- andi. Er bæði kent um drepsótt, sem kom upp í fuglunum fyrir fyrir nokkrum árum, og eins hinu að fýlnum fjölgar altaf og hann /fælir svartfuglinn burtu, því að ekki getur svartfuglinn verið þektur fyrir að eiga neitt sam- neyti við jafn óþrifalegan fug'l og fýlinn. Fyrir svona 50 árum (1880—90) var það siður að fara skemti- för út í Drangey á hverju sumri. Var þá etið og drukkið, bæði uppi og niðri og oft glatt á hjalla. Bættist þá við enn eitt örnéfni þar - —Gleðsker, Louis Ferdinand prins, næst elsti sonur Vilhjáims ríkiserfingja í Þýskalandi, er starfsmaður við bílavérksmiðjurn- ar í Detroit í Bandaríkjnnum. Hann var nýlega á kynnisferð í Þýskalandi, en mynd þessi var tekin af honum fyrir utan toll- bviðina í New York, þegar hann kom vestur um haf aftur, og situr hann þar á ferðatöskum sínum. Venizelos, hinn nafnkunni gríski stjórn- málamaður, sem hefir haft meiri áhrif í landi sínu seinustu 20 árin, heldur en nokkur annar maður. Hann er nú í heimsókn í Englandi ásamt konu sinni og’ var myndin tekin af þeim í London.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.