Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1934, Blaðsíða 5
I
LBSBÓK MORGUNBLAÐSINS
285
Hið daglega brauð
Reykvíkinga.
Brauðgerðarhús bæjarins
baka úr þremur tonnum
af rúg og þremur og hálfu
tonni af hveiti á dag.
BakarameLstarar og' bakarasvein
nri.hafa nýleg’a haldið hátíðlega
liundrað ára minningu brauðgerð-
arinnar á Islandi.
Sýndu þeir með því ræktar-
semi við starf sitt og stjett, sem
lofsverð er. Hver sá, sem sýnir
það í verki, að hann virðir starf
sitt, og heldur því í heiðri, hann
verður um það færari, að inna
verk sitt vel af hendi, en hinn,
sem metur það lítt og' lítt vill við
það kannast.
Þá er það og góðs viti fyrir
bakarastjett og bakaraiðn bæjar-
ins, að samtök áttu um það meist-
arar og sveinar, að halda uppi
heiðri stjettarinnar.
í afmælisfagnaði þeim, sem
haldinn var á Hótel Borg þann
dag, kom það greinilega í ljós, að
samúð og vinátta er hin besta
milli vinnuveitenda og viunu-
manna þessarar stjettar, enda
munu flestir bakarameistarar hjer
í bæ daglega standa við lilið
sveina sinna að vinnunni.
Minningardagur bakaranna varð
til þess, að bæjarbúar hafa gefið
iðnstjett þessari meiri gaum en
áður.
Bók sú, er bakarar og brauð-
og kökugerðarmenn gáfu út,
eftir dr. Guðbrand Jónsson, um
brauðgerð á íslandi að fornu og
nýju, er og til þess fallin, að
vekja eftirtekt á brauðgerð.
Enda liggur í augum uppi, að
svi iðn, sem matbýr daglega fæðu
manna, er þess verð, að henni sje
veitt athyg'li hin mesta.Hún kemur
öllum við. Hún er þáttur í daglegu
lífi hvers manns.
Átján eru brauðgerðarhús starf-
andi í Reykjavík.
í þeiijj vinna auk bakarameistar-
anna, riimlega 42 sveinar. Svo alls
vinna að brauðgerð hjer í bæn-
um um 67 manns, fyrir utan stúlk-
ur við umbúðir og afgreiðslu og
sendisrciua og bíisijóra.
Hve mikil efnivara fer í gegnum
hendur þessara manna daglega?
Og hve mikið af brauðum er
hjer bakað á að g'iska á dag?
Þessar spumingar hefi jeg lagti
fyrir Stefán Sandholt bakarameist
ara.
Hann isvaraði því sem hjer
segir:
1 21 brauðgerðarhúsi bæjar-
íns eru á dag bökuð nálega:
2000 y2 rúgbrauð, alls 3000 kg.
1000 y2 normalbrauð, alls 1250 —
3500 franskbrauð, alls 1750 —
Samtals 6000 kg.
Reykvíkingar kaupa því úr
brauðgerðarhúsum 6 tonn af rúg-
brauði og franskbrauði á dag'.
1 rúgbrauðin fara tvö tonn af
rúg, 1 tonn af sigtimjöli (í normal-
brauð) ,30 kg'. af geri, og 50 kg.
f'eiti.
í franskbrauðin fer sem næst
1470 kg. af hveiti, 500 lítrar af
mjólk, 70 kg. sykur, 70 kg. smjör
og 35 kg. ger.
En þá er ótalinn bakstur á tví-
bökum, kring'lum, skonroki, vínar-
brauðum og kökum.
Eftir því, sem Stefán Sand-
holt komst næst, telur hann að
í þennan bakstur fari daglega:
í tvíbökur og annað hart brauð:
Hveiti 800 kg.
Mjólk 70 —
Smjör 25 —
Sykur 25 —
Ger 30 —
En í vínarbrauð og annað kaffi
brauð:
Hveiti 1200 kg.
Smjör 500 —
Sykur 500 —
Mjólk 500 ltr.
Ger 60 kg.
Eru þá taldar helstu efnivörur
sem telja má, að fari að jafnaði
gegnum hendur bakaranna á dag
hjer í bæum. Er þó ótalið alt
krydd, egg o. m. fl. Eru það sam-
tals af rúg 3 tonn og 3y2 tonn af
hveiti.
í brauðgerðarhúsi.
Þegar húsmæðurnar panta brauð
eða kökur í brauðsölubúðum,
hugleiða þær sjaldnast hvaða
vinna elr á undan gengin áður en
brauðvörarnar eru tilbúnar á af-
hendingarborðinu. Og þó er þetta
vinna, sem gera þarf og gerð er
dag'lega fyrir þær þúsundir heim-
ila, sem hjer eru í bænum.
Væru ekki brauðgerðarhúsin,
þyrftu heimilin hjer að annast
allan bakstur sinn, eins og enn
tíðkast í sveitum og smáþorpum.
Síðan vjelatækni varð við komið
við brauðgerð, hefir vinnan
þar auðveldast að mun.
í nýtísku brauðgerðarhúsi, sem
jeg heimsótti um daginn eru vjel-
ar og útbúnaður í stuttu máli,
sem hjer segir:
Eltiker, sem gengur fyrir raf-
magni. Er kerið áþekt stórum
þvottapotti í iög'un, nema heldur
niðurmjórra. 1 það gengur elti-
þvara íbogin sem sigð og' stnttar
tennur á, er vísa inn í bugðuna
Eltikerið vinnur þannig, að
kerið snýst, en þvaran snýst
jafnframt, <og er hreyfing hennar
andstæð snúning kersins. En brík
er á kerinu efst, sem er hreyfing-
arlaus, og ljettir það vinnu þess
manns sem við kerið stendur, því
þar hefir hann viðnám og' hand-
festi.
Rúgdeigseltivjel er þar og, er
spýtir deigstöngli er hefir þann
gildleika, að mátulegur er í brauð-
ið.
Þá er þar og skurðarvjel, til
nákvæmrar skiftingar á deigi, og
sker hún kringlótta deigsneið, sem
í hana er sett, í geira, af ákveðinni
stærð. í hverjum g'eira er t. d.
mátulegur deigsnúður í eina bollu
og kringlu eða annað „sjerbakað"
brauð.