Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1934, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1934, Blaðsíða 2
290 LESBÓK MORGLNBLAÐSINS þetta. Einnig á að taka klukk- urnar af stafni kirkjunnar og byggja klukknaport í sáluhliði. Er það vel farið að hlynt sje að þessari kirkju, því að það er ein- hver merkilegasta kirkja á land- inu, og stendur við þjóðbraut. Frá Víðimýri til Sauðárkróks er 30 km. vegur. Þjettbýlt er á þeirri leið, en yfirleitt eru bygg- ingar slæmar. Þar er liver torf- bærinn við annan, allir hlaðnir úr klömbruhnausum (þ. e. hnaus- um, sem Hggja skáhallir á röud sitt á hvað í hverju lagi). Þessir veggir gróa aldrei, og eru bæirn- ir því ljótir tilsýndar, en veggirn- ir standa von úr viti, einkum ef þeir eru bundnir með torfstreng milli laga. Höfuðborg Skagfirðinga. Sauðárkrók má kalla höfuðborg Skagfirðing'a, enda er hann aðal- verslunarstaðurinn þar. Á Sauð- árkrók eiga nú heima um 800 íbúar og er bærinn því ekki stór, en mikil verslun er þar, því að þangað sækja menn utan af Skaga, framan úr Goðdölum og austan úr Blönduhlíð og á ölhi svæðinu þar á milli. Sauðárkiókur stendur á dálít- illi eyri undir háum mel, inst við fjörðinn að vestanverðu. Ekki er staðurinn sjálfur fallegur, en fag- urt er útsýni þaðan. Bærinn hef- ir stækkað mikið seinusitu árin og vaxið suður á bóginn. Er þar nú komið nýtt hverfi af skipu- lega bygðum steinhúsum, en eldri hluti bæjarins er óskipulega bygð- ur eins og mörg önnur kauptún hjer á landi, og er þar hvað inn- an um annað bæir, smákofar og stórhýsi. Sildarverkun á Sauðárkróki. Stækkun bæjarins stafar af því, að fólk hefir þyrpst þangað úr sveitunum, enda þótt um litla at- vinnu hafi verið að ræða. En þar er ódýrt að byggja hús, ríkið á lóðirnar og leigir þær fyrir sania sem ekki neitt, efni til húsbygg- inga er rjett við hendina Og kaup- gjald hefir verið lágt, niiðað við kaupgjald hjer í Reykjavík. Fyrir nokkrum árum var bygð hafskipabryggja í Króknuni, og' eftir það var byrjað að salta síld þar. En ekki komst neirin skriður á það fyr en í sumar. Þá lögðu mörg skip þar upp afla sinn, og hafa verið saltaðar þar um 11.000 tunnur. Hefir því verið líf og fjör þar í sumar, ólíkt því, sem verið hefir á undanförnum árum. Þeg- ar sem mest barst að af síldinni voru allir, sem vetling gátu vald- ið og' ekki höfðu öðrum störfum að gegna, kallaðir í síldarvinnu, alt frá smástrákum og telpum að gömlum kerlingum og köiluni. Og' það var varla um annað talað þar en síld — síld — síld. Hafa þorpsbúar fengið mikið fje í vinnulaun og eru nú betur undir veturinn búnir en nokkru sinni áður. Og þessi síldarútgerð hefir hleypt fjöri í alt viðskiftalíf og gert menn stórhug'a. Nú vilja þeir fara að byggja höfn og gera Sauðárkrók að þeim síldarstað, sem kept geti við sjálfau SiglufjÖrS. Og víst BT uni það. að ýms skilyrði eru lil þess að þetta sje hægt. Bjett fyrir norö- an bæinn er dálítill tangi ðg síór. si.jett eyri upp af lionum vestur ao (íönguskarðsárósi. Eyrin liefir mymlast at' frainburði úr ánni. Nú er ætlunin að byggja heljar mik- iiin hafnargarð fram af tang'anuni Og láta hann sveigjast inn á við. En vegna þess að þarna er sand- botn, hefir mönnuin komið það snjallræði í hug að breyta ósi (íi'mguskarðsár og láta hana renna austur með tanganum. Ætlast menn til að grjót og möl, sem liún ber fram í stórum stíl, lilað- ist upp með hafnargarðinum að norðan og verði lionum hlíf og styrkur. A ejTrinni er landrými nóg fyrir marg'ar síldverkunar- stöðvar og síldarbræðslur, ef vill. Yatn fæst úr Gönguskarðsá og svo má líka virkja ána og fá nóg- an kraft til Ijósa, verksmiðju- rekstrar og hegra, ef vill .Er ekki að vita nema að innan fárra ára rísi þarna upp eitt hið stærsta síldarver hjer á landi, því að oftast er síld á Húnaflóa og Skagafirði og þykir sú síld bétri, stærri og feitari, heldur en síld. sem veiðist austar. Og þegar svo er komið, fer Sauðárkrókur að verða skæður keppinautur Siglufjarðar, Norðmenn hafa gert tilboð í hafnarbygginguna og' talsvert fje er þegar til þess að byrja á henni, og mun því bráðlega verða byrjað á framkvæmdum. Sauðárkróksmenn eru líka mikl ir búmenn, og er þar ræktun mikil, kálgarðar og tún. Þorpið er hrepp- ur 6t af fyrir sig, og keypti hann fyrir nokkrum árum jörðina Sauðá. Hefir hún verið brytjuð Eyrin hjá Göngu- skarðsárósi, þar sem á að rlsa upp hin nýja slldarstöð. Hafnar- garðinn á að byggja fram af tanganum bak uið húsið til hœgri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.