Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1934, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1934, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGTJNBLAÐSINS 293 n MóðurHirkjan" í Boston. Þegar maður nálgtost Boston, Massachusetts, sjest gnæfa yfir þök og turna borgarinnar, hinn mikli hvolfturn á ..The Pirst Chureh of Christ Seientist". Á kirkju þessari liafa þeir svo mikl- ar mætur, að þeir kalla hana „The. Mother Church". „Christian Scien- ce" hreyfingin var fyrst stofnsett í Boston og stjórn hennar situr þar. Kirkjur, sem tilheyra „Móð- ur kirkjunni", eru næstum um allan liinn mentaða heim. Hin upprunalega „Móður kirkja", sem var vígð 1895 og hafði sæti fyrir hjer um bil þús- und manns, varð brátt of lítil til að rúma alla þá, sem óskuðu að vera við guðsþjónusturnar. Tíu árum seinna, var því bætt við hana, Og á þessum viðbæti er þessi fagri hvolfturn, sem er 224 fdt. frá jörðu, að þvermáli 82 fet. í áheyrendasalnum eru sæti fyrir lijer um bil fimm þúsund manns. Tvö ár var verið að bygg.ja þennan viðbæti og kostaði hann tvær miljónir dollara. Þessi hluti kirkjunnar var vígður í júní 1906, .og skuldaði kirkjan þá ekki cent, því að „Christian Scientistar" vestan hafs og austan höfðu með gleði lagt fram, það sem hún kostaði. Þegar ársfundur Móðurkirkj- unnar er haldinn í júní, er kirkj- an oft þröngt skipuð, því að marg- ar þúsundir af meðlimum henn- ar sækja fundinn. í þessum við- bæti við Móðurkirkjuna eru guðsþjónustur haldnar á sunnu- döguni og fundir á miðvikudags- kvöldum, þar sem gefin eru vott- orð um lækningar með „Christian Science"; einnig eru þar lialdnir ..Clii-istian Science" fyrirlestrar. En<rar jarðarfarir, eða <riftin<rar fara þar fram og heldur ekki neinar veislur, eða skemtanir, t: að safna fje fyrir kirkjuna. Kirkjunni er aðallega haldið uppi með frjálsum tillögom, Viðbætirinn er bj'gður úr kalk- steini frá Indíana o<r jrranit frá New Hampshire. En í New Hampshire er höfundur og stofn- andi Christian Science, Mary Baker Eddy, fædd. Veggirnir í áheyrendasalnum eru úr kalk- steini, en sætin úr mahogliitrje frá Domingo. Orgelið er mjög stórt og eftirtektarvert, og sjást hinar gjdtu pípur ]>ess á bak við hinn veglepa ræðustól. en á honum standa tvö lesborð, fyrir þá, sem stýra <ruðsþjónustunni. Mjiig er áberandi, live þarna er bjart og rúmgott. Bæði innra og ytra er kirkjan eftirtektarverð Og fögUr, enda er hún ein af stærstu kirkj- um heimsins. (Anna Ó. þýddi). —-----*tfim>------- Krosagátan í „Times". Englendingar hafa ynd: af smá- nmnum Og allskonar képni. Það er nú t. d. það hver snjallasíui' er að ráða krossgáturnar í „Times". Helstu menn landsins sendt blað- inu greinif um iive lengi þ*ir hafi verið að leysa gáturnar og einn kemur öðrum meiri. Sir Jos'uri St^onp, einn aí for- stjórunum ! Ivi^landsbanka skríf- aði nýlega, að hann hefði ráðið tilnefnda krossgátu „með — cNa þrátt fyrir — afskiftasemi fjöl- skyldunnar. á 50 mínútum". Svo kom sir Louis Jackson, g'eneralmajor og kvaðst liafa leyst gátuna á 49 mínútum og það þótti honum vel af sjer vikið. Þá kom eftirfarandi brjef: — Sir, — Sir Josiah Stamps verður að reyna aftur. Fimtíu mínvitur (með eða án hjálpar) duga ekki. Jeg athugaði hve lengi jeg var að leysa þessa krossgátu, og það voru 41 mínúta og átti jeg þó lengi að stríða við eitt orð. En spyrjið prófastinn í Eton. Mjer hafa sagt sannsöglir menn, að hann ráði hverja krossg'átu á meðan morguneggið hans er að soðna — og hann vill ekki sjá harðsoðið egg. Yður einlægur Austin Chamberlain. Brjefritarinn áttti ekki metið í ])ví, að ráða þessa krossgátu. Margir höfðu ráðið hana á styttri tíma, t. d. Russel lávarður af Killowen á 12 mín. og 59 sek.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.