Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1934, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1934, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS 295 Rannsóknir haföjúpanna. fi Suðureyjum í fiugkúlu Stálkúlan, sem Beebe var f Hafrannsóknamaðurinn dr. Beebe fór nýlega í stálkúlu nið- ur í 3000 feta dýpi skamt frá Bermudaeyjum. Hann var um 3 klukkustundir í kafi, en aðeins 5 mínútur þar sem dýpst var. Hann ætlaði að fara dýpra, en skipstjórinn á skipinu, sem með honum var, þorði ekki að eiga undir því. Hann áleit að festin í túlunni mundi slitna, ef kúlunni væri sökt dýpra. Þar sem dýpst var sá dr. Beebe furðuskepnu nokkra, sem áður var óþekt. Var það 3 metra langur fiskur og glóði allur af miljónum smáljósa, og var á að sjá eins og glitrandi gimsteina- djásn. Hyggur dr. Beebe að þetta stafi af sjálflýsandi sníkju dýrum, sem hafi bitið sig föst á fiskinn. Yfirleitt fældust sjávarkindur stálkúluna, eða hina sterku ljós- kastara hennar. En það segir dr. Beebe að dýralífið í sjónum hafi orðið því fjölskrúðugra því dýpra sem dró, og því bjartara af sjálflýsandi kvikindum. Vatnsþrýstingurinn á kúlunni var talinn y% smálest á hvern f erþumlung þar sem dýpst var. er búskapurinn eins og hann var fyrir 1000 árum. I sumar fóru tveir Svíar um Suðureyjar, Orkneyjar og Hjaltland til þess að rannsaka hve mikið lifði þar enn af forn- norrænni menningu og siðum. Fóru þeir hjólandi frá Leith þvert yfir Skotland og síðan á hjólum um allar eyjarnar. Ann- ar þeirra, Sven T. Kjellström, segir svo frá: — Þegar maður kemur til Suð ureyja og sjer elstu þorpin þar, finst manni sem maður sje horf- inn 1000 ár aftur í tímann. En þegar maður kynnist betur, kemst maður að raun um, að þar er margra alda bragur á. Sums staðar býr fólkið í moldarkofum og eru hlóðir á miðju gólfi, en sumsstaðar eru nýtískuhús. — Þau hefir heilbrigðisráðið látið byggja. En yfirleitt er óhætt að fullyrða að hvergi í Evrópu búa menn fátæklegar og fornlegar heldur en á Suðureyjum. íbúarn- ir lifa á landbúnaði eingöngu, enda þótt nógur fiskur sje í sjón- um umhverfis eyjarnar. Kunn- ust framleiðsla þar er hið svo- nefnda Harris tveed, fyrirtaks dúkur, sem notaður er í sport- fatnað. I hverju koti er spunnið á rokk og það er daglegur við- burður að mæta konum með vef j arstranga á bakinu. Eru þær á leið til kaupmannsins með hann. Fólkið er skrafhreyfið, en það kann ekki nema graut í ensku, og margt af eldra fólkinu talar ekki annað en írsku. Margt í þjóðlífi þess svipar til þjóðlífs Færeyinga. Á Orkneyjum er alt með öðr- um svip. Þar eru ekki sjálfseign- arbændur, heldur eru það nokkr ir óðalseigendur sem eiga allar eyjarnar. Þar er þó almenn vel- líðan og menning. Allir lifa á landbúnaði. En á Hjaltlandi stunda menn aðallega útveg. frá. Belgíu til Júgóslavíu. ^w^ Cosyns stendur á flugkúlunni en van der Elst stendur til hliðar við hana. Myndin var tekin rjett áður en þeir lögðu á stað. Cosyns, aðstoðarmaður Piccards og Van der Elst stúdent. lögðu á stað í háflug að morgni 18. ágúst í Dinant í Belgíu. Um kvöldií lentu þeir í jugoslafneska þorpinu Zenowlje, skamt frá landamærum Austurríkis og Ungverjalands. Þeir lentu þar á akri og' tóku þorpsbúar á móti þeim, en frjettin um það barst ekki úit fyr en á sunnudag. Orsökin til þess var sú, að enginn sími er í þorpinu. Varð Cosyns því að senda hraðboða til næstu símastöðvar og var langan veg að fara. Símaþjónninn vildi þó ekki afgreiða skeytið, vegna þess að Cosyns hafði ekki annað en belgíska peninga til þess að borga með. Og það var ekki fyr enskeyti kom frá Belgíu til yfirsímastjór- ans í Jugoslafíu, með beiðni um það að greiða fyrir Cosyns ef hann skyldi hafa orðið að lenda þar, að skeytið var sent. Cosyns ség'ir svo um ferðalag sitt: — Jeg er ánægður með árang-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.