Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1935, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1935, Blaðsíða 2
98 þegaskip hafa legið lengi á höfn um hjer við land, var talsverður gleðskapur um borð í „Laura“ þetta kvöld. Skröfuðu menn og skeggræddu hverir við aðra, ó- kunnugir jafnt sem kunnugir; aðrir settust að spilum og nokkr- ir tóku lagið. Flestir virtust hafa kastað af sjer hversdags- legum áhyggjum, og ekki vera kvíðafullir út af morgundegin- um. — Samt minnist jeg eins manns, nokkuð við aldur, er dró sig út úr gleðskapnum. Hafði hann, eftir því, sem hann skýrði frá, verið á sínum yngri árum í há- karlalegum, með Jörundi gamla í Hrísey, kunnum sjógarpi. Voru þær eigi fáar svaðilfarirnar, er maður þessi hafði lent í, en það þótti mjer merkilegast, að hann skyldi ekki vera orðinn ör- kumlamaður; svo oft hafði hann kalið og beinbrotnað. — Vildi hann ekki að menn væru með galsa, er hann væri að hlaupa upp á norðan, því að ekki væri að vita, hvað morgundagurinn hefði að færa, og gæti þá farið svo, að kátínan færi af fólkinu. En engum datt í hug að taka mark á karli. Nokkru eftir miðnætti, var kyrð komin á í skipinu, en þá mátti heyra, að vindinn var tek- ið að herða. ,,Laura“ strandar. Með birtu, miðvikudagsmorg- uninn 16. mars, var akkerum ljett, stefna tekin út Skaga- fjörð, og skyldi Höfðakaupstað- ur (Skagaströnd) vera næsti við komustaður. En nú var skollin á norðan stórhríð. Siglingin út fjörðinn er mjer enn vel minnisstæð, eins og raun ar öll þessi för. Helt jeg mig allmikið ofanþilja til þess að njpta þess fáa, sem sjeð varð í gegnum hríðina. — Aldrei hefir mjer virst Drangey jafn stór- skorin og hrikaleg og þegar jeg sá hana gnæfa út úr hríðar- mökkvanum þennan óveðurs- morgun. Undan Ketubjörgum færðust sjóarnir í aukana, og urðu þeir þó mestir, er farið var fyrir Skaga. Stóð vindur þá á hlið LESBÓK MOl. SUNBLAÐSINS skipsins, og tók það miklar velt- ur, en vel varði ,,Laura“ sig þá fyrir sjóunum, eins og fyr. Helst jeg nú eigi lengur við á þiljum uppi, enda lítið að sjá frá skipinu, nema hríðarvegg- inn og freyðandi stórsjóa. Fór jeg því niður í klefa minn, en er jeg gekk í gegnum salinn, er nokkurir farþeganna lágu í, var heldur óvistlegt þar um að lit- ast, vegna sjóveikinnar, er mjög ágerðist meðal farþeganna. Eitthvað um ellefu leytið fór jeg aftur upp á þilfar. Var þá skipið á leið inn með Skagan- um, vestanverðum. Veðrið hafði heldur lægt eftir því sem lengra var haldið inn með Skaga, en altaf snjóaði jafnt og þjett. — Rofaði samt til lands öðru hvoru. Fátt var af mönnum á þiljum uppi, og hypjaði jeg mig því fljótt niður aftur. Þegar jeg var staddur í miðj- um stiga á niðurleið, tekur skip- ið alt í einu snöggan kipp; var hann svo harður, að þótt jeg þrifi um handriðið af alefli, slöngvaðist jeg niður allan stig- ann, eða öllu heldur rann á handriðinu niður á gólf, og hjelt mjer þar föstum. Á meðan tók skipið tvo eða þrjá aðra harða kippi, og var síðan kyrt; lyftist aðeins öðru hvoru, hafið af helj- arafli, og fjell siðan niður með öllum sínum mikla þunga, en varð þá fyrir hrottalegum á- rekstri, eins óg það steytti á klöppum, og fell þá út á hlið- ina um leið. Er þessu fór fram, brakaði og brast í skipinu, á- kafur titringur fór um það, og gat hver og einn ímyndað sjer, að slík feikna átök þyldi það ekki, heldur mætti eins búast við, að það liðaðist sundur þá og þegar. Eitt augnablik stóð jeg agn- dofa og vissi naumast hvað var að gerast. En eigi leið á löngu áður en stigagangurinn fyltist af hálfklæddu fólki, sem æddi fram og aftur, karlar, konur og börn, hvað innan um annað. — Alstaðar heyrðust hróp og köll; uppsöluhljóðin breyttust í ang- istaróp og vein. Öllum varð nú ljóst, hvað um var að v,era. „Laura“, skipið, sem aldrei hafði hlekst á, og enginn gat hugsað sjer, að gæti hlekst á, var strandað. Nú smeygðu þeir fáklæddustu sjer í einhverja leppa. — Allir þyrptust að stiganum og upp á þiljur, eins og hleypt væri úr fjárrjett. Allir vildu fá vissu sína fyrir því, hvort hættan væri mikil eða lítil. Er upp á þiljur kom, blasti við geigvænleg sjón. Alt í kring um skipið voru fossandi brim- boðar, að framan voru þeir svo háir, að skvettur gengu yfir framstafninn, og teygðu sig aft- ur eftir borðstokkunum og þeyttu brimlöðrinu um þilfarið. — Grár og drungalegur hríðar- veggurinn luktist um skipið á alla vegu, nema öðru hvoru rof- aði til lands. — Hafnarhöfði gnæfði upp úr snjókafinu, dökk- ur og draugalegur, eins og ill- vættur, sem hefði seitt skipið til sín, og væri reiðubúinn að grípa það með klóm sínum. „Laura“ hafði steytt á flúð í víkinni innan við Finnsstaða- nes, en það er spölkorn fyrir Utan Hafnarhöfða, sem Höfða- kaupstaður er kendur við. Var þá klukkan um 1114 f. h. Strax og skipið kendi grunns, var vjelin látin taka fulla ferð aftur á bak, en ekki dugði það, „Laura“ stóð föst. Síðan var mælt dýpið í kringum skipið, við afturenda þess var nóg dýpi, en grynningar fyrir stafni. Þá var smábát skotið á flot, og lagði hann varpakkeri skamt fyrir aftan skipið. Vjelin var nú aftur látin taka fulla f,erð aftur á bak, og samtímis var halað í varpakkerið á afturlestarspil- inu, en ekki hjálpaði þetta, „Laura“ stóð enn föst. Var nú hætt við að reyna að ná henni af skerinu, enda var lækkandi sjór, en eimpípan þeytt um stund, ef ske kynni, að einhver á landi heyrði hljóðið, og þann- ig verða strandsins var. Er fyrsti felmturinn, sem grip- ið hafði farþega, var liðinn hjá, og allir höfðu áttað sig á því, er gerst hafði, færðist nokkur ró yfir menn, og virtist mjer sem farþegar þá yfirleitt tæki strandinu með mikilli stillingu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.