Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1935, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1935, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAöSINS 99 Munu og sumir skipverjar strax hafa reynt að frlða farþegana, og telja þeim trú um, að engin hætta væri á ferðum, og enginn þyrfti að óttast um líf og limu. f þessu sambandi minnist jeg eins atviks. Eitt sinn, er mjer varð reikað fram hjá eldhúsinu, litlu eftir að strandið varð, rak jeg mig þar á skipstjóra og 1. vjelstjóra. Stóðu þeir við eld- húsdyrnar, drukku kaffi úr krús um og sneiddu vænar brauð- sneiðar í mestu makindum, að því er mjer virtist. Þótti mjer þetta kynlegt þá, en vel má vera að þeir hafi með þessu verið að sannfæra þá, er fram hjá fóru, um það, að ekki væri ástæða til að æðrast, og máske hafa þeir verið orðnir matarþurfi. í bátunum. Nú var ekkert aðhafst um stund, en ráð tekin saman um það, hvað gera skyldi. Veður hafði nokkuð lægt frá því er skipið strandaði, og einn- ig dregið úr briminu, er sjór lækkaði. Var og líka ekki eins dimt af hríðinni og áður. Varð þetta strandmönnum til happs, því að ekki er að vita, hvað annars hefði skeð. Höfðu nú menn í landi orð- ið skipsins varir, og voru nokkr ir komnir niður í víkina, skamt fyrir innan strandstaðinn, en ekki freistuðu þeir að brjótast út í skipið, enda hefði tilraun í þá átt vafalaust orðið að slysi. Er tímabært þótti að reyna að ná einhvers staðar landi, áður en náttmyrkrið færðist yfir, var fyrsta björgunarbát skipsins skotið á flot, en ekki gerði það aðstöðuna hægari, að nú var ,,Laura“ farin að hallast töfu- vert, sökum sjávarútfallsins, og nokkuð var hún orðin yfirísuð. Voru nú allir komnir í skjól- föt sín, og eins vel fataðir og hver og einn átti kost á. Allir voru rólegir, enginn nöldraði — heldur var auðsjeð, að hver og einn var tilbúinn að mæta því, er verða vildi. Það fór því alt mjög skipulega fram, og algjörlega slysalaust, að koma fólkinu niður í bátinn, þótt illa Ijeti hann við skips- hliðlna. Meðal margra annara lenti jeg í þessum bát, móðir mín og systkini. Man jeg það enn, hvað móðir mín gladdist yfir því, að við skyldum öll fá að vera sam- an. — Nú var lagt af stað frá skip- inu, og stýrimaður skipsins tók við stjórn bátsins. Þegar báturinn var kominn spölkorn frá „Laura“, veifuðu bátsverjar í kveðjuskyni til þeirra, er eftir voru í skipinu, og guldu þeir í sömu mynt. Nú var tekinn barningur og róið djúpt af strandstaðnum, síðan stýrt fyrir Hafnarhöfða í áttina á Hólanes, því að þar skyldi reynt að ná landi. Eins og að líkum lætur, sóttist róðurinn frekar seint, og þótt lítið gæfi á bátinn, sem fór ágætlega i sjó, þá sótti kuldi að þeim, er ekki gátu hitað sjer við árarnar. Sumum leið því sárilla, sjerstak- lega þeim, er harðast höfðu ver- ið leiknir af sjóveiki um nótt- ina, og voru því illa fyrir kallað- ir i ofanálag að takast á hendur ferð á opnum smábát í slæmu veðri um hávetur, en aðdáunar- vert var það, hvað þeir gerðu sjer far um að láta lítið á þján- ingum sínum bera. Er komið var að Hólanesi, var dokað við um stund til þess að sjá, hvort gerlegt væri að lenda þar. Ókyrt var við ströndina, og varð því að sæta lagi. Var nú hamlað aftur á bak upp í kvik- una á meðan beðið var og snúið stefni að landi. Eftir drykk- langa stund kallar stýrimaður: „Verið viðbúnir“. Og augnabliki síðar hrópar hann: „Róið fram“ Tóku nú ræðarar þjett í árarn- ar, og reru brimróðurinn þar til er báturinn stóð í fjörunni. En þá var líka lagið búið, fyrsta ó- lagið ná'ði bátnum, er hann tók niðri, og kastaði honum flötum í flæðarmálinu, og þótt margar hendur væru viðbúnar í fjör- unni til að taka á móti bátnum, er hann lenti, og veita strand- mönnum alla aðstoð sína, blotn- uðu samt flestir þeirra, er í bátnum voru, og rennvotir urðu þeir, er best gengu fram í því 2500 ára Smurlingur í einu af söfnum Lundúna var nýlega Ijósmyndaður með Rönt gengeislum. Hjer á myndinni sjest safnvörðurinn, smurlingur- inn og myndin af honum. Sjást beinin greinilega á ljósmynd- inni. að varna þess, að báturinn hall- aðist fram í kvikuna. Tókst það giftusamlega, og komust skip- brotsmenn óskaddaðir á land upp. Eftir atvikum má því segja, að ferðin til lands í björgunarbátn- um hafi farið betur en áhorfðist í fyrstu, og svo varð einnig með alla bátana frá „Laura“. Lentu hinir bátarnir hjá Höfðakaup- stað og skiluðu öllum heilum á land um kvöldið. Talið var, að farþegarnir hefðu verið alls um fjörutíu. Og er skipverjar voru meðtaldir, voru það eitthvað milli 60 og 70 manns, ,er bjargast höfðu á land. Meira. — Á hverju kvöldi, þegar jeg fer að hátta grípur mig óstjórn- leg hræðsla um það að innbrots- þjófar hafi falið sig undir rúm- inu. Hvað á jeg að gera? — Saga lappirnar undan rúm- inu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.