Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1935, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1935, Blaðsíða 6
Amsterdam. Mynd þessi er frá Amsterdam. Um elsta hluta borgarinnar liggja ótlejandi skipa- skurðir og er þar mikil bátaumferð. f baksýn á miðri myndinni, er Mint-turninn, sem bygður var meðan Amsterdam var aðeins dálítið fiskiþorp. Draugasaga. Saga þessi gerðist í gamalli höll í Englandi. Þangað kom gestur öllum að óvörum og beiddist gistingar. En þar eð margir gestir voru þarna fyrir, varð að láta hann sofa í herbergi, þar sem reimleikar mikl- ir voru. Honum var sagt frá þessu, en hann kvaðst hvergi smeikur við drauga. Þegar hann ætlaði að ganga til hvílu, rjett fyrir klukkan 24, bað liann þjón að láta sig fá rakvatn. Þjóninum hnykti sýnilega við og spurði hvort það mætti ekki bíða til morgunns. — Hvers vegna ? spurði gestur- inn. Þjóninn skýrði honum frá því að fyrverandi eigandi hallarinnar og faðir hans hefði báðir dáið í þessu herbergi kl. 24, er þeir voru að raka sig. Hefði þeir fundist morguninn eftir skornir á háls. Það hefði draugurinn gert. — Það gerir ekkert til, mælti gesturinn. Látið mig fá rakvatnið. Hann fekk það. Morgunin eftir fór þjónninn með hálfum huga til herbergisins — en hitti þar gestinn ljóslifandi. — Hafið þjer ekki orðið varir við neitt? spurði þjónninn. — Jú. Þegar jeg hafði sápað mig í gærkvöldi og ætlaði að fara að raka mig, sló klukkan 24. Og í sama vetfangi var þrifið um hönd mína og henni brugðið þann- ig eins og ætti að skera mig á háls. En það gerði ekkert til, því að jeg nota ekki rakhníf heldur rakvjel. Gullnámur Krösus. Tyrknesku blöðin fluttu nýlega þá fregn að fundnar væru gull- námur Krösus konungs hins ríka. Oullnámurnar eru í Lydíu, og hefir þeirra verið leitað í mörg ár. Samgöngumálaráðuheytið hefir nú tekið málið að sjer og hygst að láta byrja vinnu í námunum. Biskupinn af Exter í Englandi, William Cecil lávarð- ur, er nú 72 ára að aldri, en þó fer hann daglega á hjóli milli heimilis sins og dómkirkjunnar og kærir sig kollóttan um hina miklu umferð, sem er á leiðinni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.