Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1935, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1935, Blaðsíða 4
100 LESBÓK MORGUNBLAi)SIN8 Nokkrar óeirðir hafa að undanförnu verið í nýlendum Frakka í Norður-Afríku. — Ut af því fór Regnier, innanríkisráðherra Frakka til Algier til þess að kvnna sjer ástandið þar. Sjest hann hjer á myndinni þar sem hann er að heilsa nokkrum helstu höfð- ingjum þar í landi. Hrekkvísir gestir. Gamansaga eftír Emil Norlander. — Jeg hefi reynt sitt af hverju um ævina, en sá atburður, er jeg ætla að nú að segja frá, hafði svo mörg eftirköst að rjett er að hans sje minst. Við komum tveir fjelagar seint um kvöld til liótelsins í — nei, sleppum öllum nöfnum. Það var stórt og fínt hótel, en við komum svo seint, að þar var alt með kyrrum kjörum. Næturvörðurinn hafði farið upp á þriðju hæð til þess að vísa gesti til herbergis. Við höfðum pantað herbergi með nægiun fyrirvara, og nöfn okkar stóðu á svörtu gestatöflunni þegar við komum. Og meðan við stóðuni fyrir framan töfluna, datt fjelaga mínum nokkuð í hug: — Heyrðu, sagði hann, við skul- um rugla nöfnunum ofurlítið. Jeg var til í það. Við vorum báðir ungir og kærulausir þá. Við hjálpuðumst að því að rugla nöfn- unum. Við rugluðum þeim alveg eins og þegar maður stokkar spil rækilega. Og þegar næturvörður kom niður var þessu lokið. Ekkert nafn var á töflunni, þar sem það átti að vera. Næturvörður tók ekki eftir neinu — enda vissi hann ekki hvaða gestir voru á hótelinu. En uppistandið út af þessu byrjaði snemma morguninn eftir. Þá var byrjað að vekja þá, sem ætluðu sjer að fara með fyrstu járnbrautarlést. Næturvörður leit eftir í minnisbókinni og sá þar að Andersen verksmiðjueiganda átti að vekja klukkan 5.45. Hann leit á gestatöfluna og sá þar að Andersen var á herbergi nr. 83, og svo sendi hann þangað. En í þessu herbergi var umferðasali, sem ekki hafði sofið neitt nóttina áður og hafði einsett sjer að sofa nú vel út. Hann varð því fokvond- ur þegar hann var vakinn, og jeg skil ekkert í því að látúnshúnarn- ir á rúmstuðlunum skyldi ekki bráðna hreint og beint undan munnsöfnuði hans. Strákurinn tók til fótanna og fór til þess næsta, sem hann átti að vekja, en fekk þar sömu útreið og þannig gekk þetta koll af kolli. Þeir, sem átti að vekja, fengu að sofa áfram í friði. Og í her- bergjum þeirra varð ekki minna uppistand, en það byrjaði að vísu nokkuð seinna. Margir urðu að bíða heilan dag fyrir vikið. Rjett á eftir fyrstu ósköpun- um byrjaði landssíminn aðliringja. Framkvæmdarstjórinn í nr. 22 hafði pantáð samtal við Ósló, og þess vegna var auðvitað farið til herbergis nr. 112. Maðurinn, sem J>ar var, var drifinn upp úr rúm- inu, og varð að ganga í náttföt- um sínum eftir enddöngum gang- inum, Jiangað sem símaklefinn var, og hafði ekki annað upp úr því en heyra það, að hann væri „vitlaus maður“. Við frjettum þetta alt seinna. Þernan sagði okkur frá því. Hvin helt að hótelið hefði orðið fyrir gjörningum. Henni hafði verið skipað að fara með te til hinna og annara, sem ekki voru á hennar hæð, gestir höfðu komið að spyrja eftir fólki, -sem hún gat alls ekki fundið. Hún helt að dyravörðurinn væri orðinn geggjaður — hana hafði lengi grunað að svo mundi fara. Hún var ákveðin í því að segja upp vistinni um hádegið. Veslings stúlkan. Hún fekk góðan skilding hjá okkur, og áður en hádegi væri komið, hafði alt komist upp svo að hún hætti við að fara. En áreið- anlega leið henni ekki vel um morguninn. Meðal annars var henni fyrirskipað að fara með rak- vatn til herbergis nr. 73. En þar var þá fyrir gömul kerling og skapill. Og þegar henni var boðið rakvatn varð hún óð, og stúlkan kom æðandi þaðan viti sínu fjær af ótta. Veitingamaður feklí og sinn skerf af uppistandinu. Þjónustu- fólkið kom æðandi til hans með reikningana. Gesturinn á herbergi nr. 47 hafði aðeins gist þar um nóttina, en fekk reikning fyrir fjóra sólarhringa. Fátækur piltur uppi á hæsta lofti var krafinn um 16 krónur fyrir gistingu og bað. Hann sagðist ekki hafa farið í bað í mörg ár. Lakkskór, sem hers- höfðingjafrú X hafði pantað voru

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.