Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1935, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1935, Blaðsíða 7
LÉSBÓK MORGUNBLAÐSINS 103 Göring, varakanslari ætlar að gifta sig 11. apríl næstkomandi. Konuefnið er þýsk leikmær, Emmy Sonnemann að nafni. Mynd þessi var tekin af þeim, þegar þau höfðu opinberað trúlofun sína. Ekkert nýtt undir sólunni. Það er mesta vitleysa að halda það að nokkuð sje nýtt undir sól- unni, segir í dönsku blaði nýlega- Það var nú t. d. Eva sem fann upp „slagorðið“ : Borðið meiri á-- vexti! Hún sannaði öllu mann- kyni að það er nauðsynlegt heils- unnar vegna að borða eitt epli á dag. Alhr vita það að Herodes var fyrsti maður sem stóð fyrir barna- fækkunum. Nói fann upp flugpóst; það er á allra vitorði að hann fekk blað með flugpósti þegar hann strand- aði í örkinni á fjallinu Ararat. Paris prins var dómari við fyrstu fegurðarsamkeppnina, þegar þær Hera, Aþena og Afrodite keptu um hver ætti að vera fegurðar- drotning heimsins. Diogenes fann upp ný húsa- kynni, en hann kunni ekki fremur en byggingameistarar nú á dög- um að gera íbúð sína þannig að þangað heyrðist ækki hávaði. Það- an er komið orðtækið: í tómri tunnu bylur best! Sverðfiskar og hákarlar veiddir á stöng. Fjöldi Englendinga og Ameríku- manna fer árlega til eyjanna aust- an við Ástralíu og td Nýja Sjá- lands til þess að veiða þar á stöng. En það er ekki lax, sem þeir veiða þar ,heldur beinhákarlar og sverð- fiskar. Mr. H. Withe-Wickham sem á heima í Lonidon, fer þangað svo að segja á hverju ári. Fyrir 5 árum veiddi hann hákarl sem vóg 708 lbs. og er það stærsti hákarl, sem enn hefir veiðst á stöng. Mr. White-Wickham var í fullar tvær stundir að fást við hákarlinn. Annar enskur maður, Mitchell kapteinn, hefir veitt þann stærsta sverðfisk, sem veiðst hefir á stöng. Sá fiskur vóg 976 lbs. Fyrir sverðfisk er beitt söltum laxi. Það þarf bæði sterkar taug- ar og þolinmæði til þess að fást við sverðfiskana, að sitja í völtum bát og þurfa að hafa sig allan við að draga, eða gefa eftir á lín- iunni, eftir því hvernig svérðfisk- urinn tekur sprettinn. Oft ráðast sverðfiskar á bátana og þrátt fyr- ir það þótt bátarnir sje hraðskreið- ir og þeim vel stjórnað, keniur það oft fyrir að þessar ægilegu sjó- skepnur reka trjónuna, sem kall- ast sverð, í gegn nm vjelbátana og mölbrjóta þá. Djófgefnir draugar Það hefir kveðið allramt að draugagangi í safninu á Sönder- borgarhöll og hafa þeir ofsótt safnvörðinn. En jafnframt hefir það komið í ljós, að draugarnir hafa verið fingralangir, því að margir merkir munir hafa horfið, þar á meðal malaiskt sverð og mörg dýr héiðursmerki, sem voru á gömlum einkennisbúningum. — Konan mín er gull! Hún veit alt J —1 Mín er betri, hvin veit alt betur en nokkur annar. Barnaher. Eins og kunnugt er hefir Muss- olini skipað svo fyrir að allir drengir frá 6—8 ára skuli æfðir við herþjónustu. Þeir skipa sjer- staka deild í ítalska hernum og liafa fengið nafnið „Ylfingar“. Á það rót sína að rekja til þjóð- sögunnar um það að ulfynja hafi fætt þá bræðurna Romulus og Remus, sem bygðu Rómaborg. Það er talið að í þessari deild sje hálf önnur miljón drengja. Japanar fara að dæmi ítala.Á að koma þar á fót 15000 skólum, þar sem 2V2 miljón barna og unglinga eiga að nema hernaðarvísindi. — Hjer á myndinni sjást tveir dreng ir úr liernum. Er annar þeirra í herforingjabúningi, en liinn í sjó- liðsforingjabúningi. Ungur öldungur, Maður heitir Mujo Suljkano- vitch og á heima í Zwornik, skamt frá Belgrad. Hann helt nýlega upp á 100 ára afmæli sitt með því að gifta sig í fjórða sinn. Brúður- in er 60 ára gömul. í æsku gekk Mujo í skóla með móður hennar. — Tengdamóðir þín hafði ósk- að sjer þess að fá bíl í afmæbs- gjöf. Hversvegna gafstu henni þá perluhálsband, — Það er ekki hægt að fá óegta bíl.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.