Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1935, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1935, Blaðsíða 5
settir inn í herbergi verkfræðings og þar lágu þeir allan daginn. Að lokuin varð hershöfðingjafrúin að fara í venjulegum stígvjelum í heimboð hjá fylkisstjóranum. — Þvottur mannsins á nr. 113 — slit- in inanchetskyrta nr. 46 og nær- buxur með eldgömlu sniði — var drifinn upp á unga spanska stúlku í herbergi nr. Ió8. Hún tók við þvottinum og henti honurn af hendi niður í lyftuganginn. En þetta var ekki alt. Út af baðpöntunum varð hin mesta reki- stefna. Bað er nú í sjálfu sjer ágætt, en fólk vill helst sjálft ákveða hvénær það fer í það, en láta ekki hótelþernu skipa sjer það þegar henni finst tími til kom- inn. Gamall og nauðsköllóttur prófessor fekk heimsókn af rak- ara, sem endilega vildi þvo hár hans og setja í það ,,permanent“- liðun. Já, það mætti skrifa heila bók um alt það, sem skeði í hótel- inu þennan dag. Við sluppum, eins og rjett var. Hugvitssemi skal launa, en ekki refsa fyrir hana. Þó var reynt að skella skuldinni á okkur. Yörður- inn komst að því hvernig í öllu lá. Og hann var svo klókur að hann bar saman rithöndina á gestatöfl- unni og í gestabókinni. Og þá sá hann undir eins að fjelagi minn hafði skrifað á gestatöfluna. Og svo fór hann, veitingamaður, þern- an og vikadrengurinn öll í hóp rakleitt upp í herbergi nr. 41. Það átti svo sem að taka í lurginn á fjelaga mínum! Það var barið og lamið á hurð- ina, hótað að kalla á lögregluna, en alt kom fyrir ekki. Hurðin var læst. Þá var gripið til varalykl- anna og hópurinn ruddist inn í herbergi nr. 41. Þar bjó heyrnar- laus maður. Hann varð afar reið- ur og hótaði að skrifa í helsta blaðið í borginni um þessa dæma- lausu ósvífni. Hann kvaðst þekkja ritstjórann. Og svo fleygði liann veitingamanni og öllum hinum iit og tvílæsti hurðinni. Meðan þessu fór fram borguð- um við reikninga okkar í skrifstof unni og vorum að enda við það þegar hersingin kom niðpr aftur. Okkur var óhætt. Við höfðum auð- vitað flutt nöfn okkar á gestatöfl- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ís og snjór. Haldið þið að ís geti fram- leitt tóna? Jú, menn rákust á það af tilviljun fyrir nokkru. Vísindamaður, sem helt á gló- andi stáli kom snöggvast með það við ísklump— og þá kvað við hár tónn? Hvernig stóð á honum? Það hafa menn brotið heilann um, en geta enn enga lausn á því fundið. Það er talað um ,,drepandi“ kulda og margri skepnu verður frost að bana. En sumar þola frost, hve mikið sem það er eins og t. d. maðkar. Það er kunnugt um Mývetninga að á vetrum brjóta þeir upp freðna maðka og hafa með sjer út á vatn til silungsveiða. Áður en möðkunum er beitt þíða veiði- menn þá uppi í sjer og við það lifna maðkarnir. Er til „heitur ís“? Jú, vís- indunum hefir tekist að fram- leiða heitan ís. Það er hægt að hita ís upp í 80 gráður á Celsí- us án þess að hann bráðni, eða gera hann svo heitan, að menn þyldi ekki að snerta á honum. En til þessa þarf að setja ísinn undir svo þungt farg að 21.000 kílógramma þungi komi á hvern tenings-centimetra. I rannsóknastofum hefir tek- ist að framleiða 272.92 stiga frost, og er flestum óskiljan- legt hvernig það má verða. Við slíkan kulda er hægt að gera gas fljótandi, loft fljótandi og súrefni fljótandi. Sje hárfínum blýþræði brugðið í fljótandi loft, getur hann orðið 1 kg. að þyngd. Togleður má ekki koma nærri fljótandi lofti. Það missir alla þenslu sína gjörsamlega unni, eins og annara. Á töflunni stóð að við værum í herbergjum nr. 41 og 42, en við bjuggum nú samt sem áður á herbergjum nr. 76 og 77. 101 við 55 stiga frost. Næmleiki ljósmyndaplata minkar og stór- kostlega við m'kinn kulda. Frost getur haft margskonar áhrif. Þegar kuldarnir voru sem mestir í Bandaríkjunum í vet- ur, herptist járnbrúin yfir Hud- son-fljótið svo mjög saman að hún kipti upp 268.000 vætta steinstöpli við annan endann og lyfti honum um meter frá .jörðu. Brúna sjálfa sakaði ekki. Allir vita hvað snjór er: Smákrystallar af frosinni gufu, sem falla úr lofti til jarðar. Snjó er hægt að framleiða með því móti að kæla vatn niður að frostmarki og hræra út í það dálitlu af sápufroðu. Sleðar og skíði renna ekki á snjónum sjálfum og skautar ekki á svellinu sjálfu, þótt und- arlegt kunni að virðast. Vegna þrýstings myndast á snjó og ís nokkurskonar „sviti“, og af honum verða skautar og skíði hál. Síams konungur. Eins og kunnugt er sagði Síams- konungur nýlega af sjer, en til konungs var tekinn drengur, sem Auanda heitir. Hann á heima í Lausanne, ásamt móður sinni og gengur þar í barnaskóla. Er mynd þessi tekin af honum á skóla- bekknum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.