Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1935, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1935, Blaðsíða 2
194 LESBÓR M0RGUNBLAÐSIN8 lagði á Helgafell. Hefðin í þjóð- trúnni á Helgafell á kannske e>n- hverjar rætur í því, að þar varð höfðingjasetur um langan aldur og að þar bjuggu ýmsir þeir menn, sem þjóðkunnir urðu. Saga Helgafells er löng og marg brotin, og verður því hjer aðeins stiklað á fám atriðum, er nokkru varða. Helgafell var eigi landnámsjörð og var svo um ýmis fleiri höfðingja setur í Vestfirðingafjórðungi, eins og t. d. Reykhóla, Hjarðarholt og Staðarhól. Þorsteinn Þorskabitur, sonur Þórólfs Mostrarskeggs, ljet fyrst- ur reisa bæ að Helgafelli um 935, eftir því, sem næst verður kom- ist. Þorsteinn Þorskabítur var höfðingi mikill og hafði um sig margt manna. Virtist hann líkleg- ur til þess að verða forvígismðaur hjeraðs síns og ættar. En hjer fór á annan veg. Hann druknaði við Höskuldsey haustið 938, hálf þrít- ugur að aldri. Kvöldið áður en frjettist um lát Þorsteins sá fjár- maður hans heima að Helgafelli, „at fjallit laukst upp norðan; hann sá inn í fjallit elda stóra ok heyrði þangat mikinn glaum ok hornaskvol, ok er hann hlýddi, ef hann næmi nökkur orðaskil, heyrði hann at þar var heilsat Þorsteini Þorskabít ok förunaut- um hans, ok mælt, at hann skal sitja í öndvegi gengt feðr sínum“, segir Eyrbyggja. Líklegt mætti þykja að trúin á Helgafell hefði styrkst mjög við sýn fjármannsins og helgi þess orðið kunnari en áður. Þorgrímur, sonur Þorsteins Þorskabíts, giftist vestur í fjörðu, þá er hann varð fulltíða maður og var veginn þar tuttugu og fimm ára gamall, af mági sínum. Þess fara menn eigi duldir að Þórsnesingar voru vitrir menn og gjörfulegir, en ekki voru þeir gæfu ríkir að sama skapi. Þegar hjer var komið átti ætt Þórólfs engan foringja, er veitt gæti goðorðinu forstöðu, með skörungsskap og rögg. Skömmu eftir fall Þorgríms fæddist ekkju hans sonur og gerð- ist hann mestur höfðingi Þórsnes- inga, er hann komst á fót. Snorri goði, en svo var sonur Þorgríms og Þórdísar jafnan nefndur, varð til þess að varpa bjarma á ætt sína og hjerað, og gera Helgafell að því höfðingjasetri, sem það jafnvel að einhverju leyti býr að enn í dag. Snorri goði var flestum mönn um spakari og ráðhollari, en ærið mun hann hafa virst blendinn og oft þótti kenna frá honum kulda. Snorri var athafnamaður mikill og á ýmsa lund. Finst mörgum dráp Arnkels goða og fjörráðin við Halla og Leikni vera skugga- kendustu atriðin úr lífi Snorra. A ýmsan hátt gerði Snorri Vel til Helgafells og ljet meðal ann- ars reisa þar kirkju og miklar mætur mun hann hafa haft á fell- inu og helgi þess. Eigi er ósenni- legt að Snorri hafi oft dvalist uppi á Helgafelli, er hann þurfti að leysa úr flóknum málum og erf- iðum, og benda til þess orð hans við Styr, er hann sagði: „Þá skulu vit ganga upp á Helgafell; þau ráð hafa síst at engu orðit, er þar hafa ráðin verit“. Átta árum eftir aldamótin þús- und hafði Snorri jarðaskifti við Guðrúnu Ósvífursdóttir og flutt- ist hann að Sælingsdalstungu, en hún að Helgafelli. Virðist sumum þessi jarðaskifti nokkuð einkenni- leg, en ýmsar eðlilegar ástæður liggja þó þar til grunna, að ó- gleymdri vináttu þeirra Snorra og Guðrúnar. Þorkell Eyjólfsson giftist Guðrúnu að Helgafelli og rjeði Snorri þeim ráðahag að nokkru, er hann mælti: „Þeirrar konu skaltu biðja, er bestur kost- ur er, en þat er Guðrún Ósvífurs- dóttir“. Laxdæla segir að Þor- kell hafi setið vel bæ sinn. Ljet hann gera öll hús að Helgafelli stór og ramleg og einnig marka grundvöll til kirkju. Guðrún hafði mikinn laukagarð að Helgafelli, og í þeim garði frýði hún sonum sínum hugar td föðurhefndanna. Á nóttum dvaldist hún í kirkju með Herdísi son- ardóttur sinni og gerði bænir sínar. Einmitt í einni slíkri kirkju ferð var það, að Guðrún sá Þorkel bónda sinn og skipverja hans hold vota. En þá um daginn hafði Þor. kell „drepið skeggi sínu í Breiða- fjörð“, og druknað ásamt skip- verjum sínum við kirkjuviðar- flutning út fjörðinn. Kirkjuvið þann hafði Þorkell fengið hjá Ólafi konungi helga og ætlaði að reisa úr honum stærstu kirkju hjer á landi. Ekkert að Helga- felli minnir nú á kirkjuviðarflutn- inginn, nema einn af Helgafells- töngum, er Stafnes heitir. Sagt er að einn staf kirkjuviðarins hafi borið þar upp. Guðrún lifði nokkur ár eftir druknun Þorkels. Hún gerðist trúkona mikil og varð nunna eða einsetukona síðustu æviár sín, Þættirnir í skapgerði Guðrúnar voru margir og breytilegir, enda var það almæla, að hún hafi verið „göfugust jafnborinna kvenna hjer á landi“. Guðrún var jörðuð að Helgafelli og sjer enn leiði hennar fyrir utan kirkjugarðinn að ofan. Gellir Þorkelsson, sonur Guð- rúnar, en afi Ara fróða, bjó rausn arbúi að Helgafélli eftir móður sína. Eftir það eiga ýmsir mætir menn heima að Helgafelli, þótt eigi sjeu hjer greindir. Ólafur prestur Sölvason, bróðir síra Páls í Reykholti, býr að Helga felli á ofanverðri Sturlungaöld. Kona Ólafs var Hallgerður, dóttir Runólfs prests Dálkssonar. Páll sonarsonur Þorvalds Vatnsfirðings lagði hug á konu þessa. Vetur nokkurn leggur Páll af stað við marga menn suður, yfir heiði, yfir Breiðafjörð og beint til Helgafells. Kemur hann þar að næturlagi, veður inn í skálann og lætur taka Hallgerði úr hvílu sinni og bera í brott, en halda þeim Runólfi presti og Ólafi mannt hennar. — Var Hallgerður síðan flutt alla vegu norður í Vatnsfjörð, og dvaldist hún þar með Páli fram td Alþingis, en þá fekk Ólafur mað- ur hennar hana aftur og gerðist það fyrir atbeina Jóns Loftssonar í Odda. Virðast mætti af frásögn Sturlungu, að Hallgerður hafi eigi verið ófús fararinnar norður, og að henni muni hafa lyndað þar vel. Hallgerður þessi eignaðist dóttur,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.