Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1935, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1935, Blaðsíða 4
196 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS lionum svo mikil klæði óskorin, sem hestur gat borið. Þá var ábóti Halldór Ormsson. Skömmu síðar, eða 1514, gefur Narfi ábóti fyrir hönd Helgafellsklausturs til styrktar kirkjubvggingu á Skál- holti jarðirnar Mávaholt, Arnar- stapa og Stóra og Litla Kamb, ásamt tveim hundruðum í þarf- legum peningum (D. f. VIII, bls. 481). Arið 1425 riðu sveinar Hannesar Pálssonar heim að Helgafelli og gerðu þar mikinn usla. Brutu þeir fyrst upp klaustrið og saurguðu síðan kirkjuna og spiltu henni með öfundarblóði, segir í Lög- mannsannál. í kirkjugarðinum „skutu þeir mann í hel“. Spell- virkjar þessir voru síðan fangaðir í Vestmannaeyjum og fluttir til Englands. Eftir þetta var söng- laust á staðnum í nokkur ár. Var kirkjan, klaustrið og kirkjugarð- urinn eigi hreinsaður aftur fyr en 1429 og gerði það Jón Jónsson Hólabiskup. Eftir brjefi frá 1507 virðist Björn ríki hafa riðið heim að Helgafelli, ásamt Þorleifi syni sínum, og eytt fje klaustursins. (D. f. VIII, bls. 140). En eigi verður sjeð hversu þá hefir farið fram á annan hátt. Eigi væri að undra, ef um óaldaflokka hefir verið að ræða, að þeir rjeðust helst á klaustrin, af því að þar var um fram aðra staði eftir einhverju að slægjast, og oftast lítil vörn fyrir. Margir ágætismenn gerðust á- bótar að Helgafelli, þó hjer sje aðeins getið þeirra, er fremst skör- uðu. Ögmundur Kálfsson, stofn- andi klaustursins, hefir þegar ver- ið nefndur. Ólafur Hjörleifsson, bróðir Arons, sem kunnur er úr Sturlungu, var um langt skeið ábóti að Helgafelli og dó þar há- aldraður 1302. Haraldur Gissurar- son, mágur Hrafns á Eyri, var þar ábóti nokkum tíma, áður hann færi í Þykkvabæjarklaustur. Þá var og ábóti að Helgafelli Magnús biskup Eyjólfsson. En þeir ábótar, sem mestir virðast hafa verið athafnamenn og gjör- hugalastir um eignir klaustursins, voru Narfi ábóti og Halldór Orms son. Talið er víst að Narfi ábóti hafi haldið skóla að Helgafelli og hælir Stefáni biskup honum sem mjóg góðum læriföður. Einn af nemendum Narfa var Eyjólfur Gíslason mókollur. (D. 1. VIII, bls. 516). Eftir ábótatali Jóns Halldórssonar munu alls hafa ver- ið 28 ábótar að Helgafelli, en vel mega þeir hafa verið fleiri. Undir stjórn þessara manna, sem að of- an eru nefndir og fleiri, hefir þró- ast sii menningarstarfsemi og bók- iðja, sem var uppistaða hinna and- legu athafna klaustursins. Eflaust hefir einhver hluti af fornbók- mentum vorum orðið til í Helga- fellsklaustri, þótt nú veitist flest- um ofraun að færa óyggjandi rök að því, hverjar af sögum vorum hafi þar verið samdar, eða færðar í letur. Víst er um það, að hinn andlegi gróður, sem þróast hafði að Helgafelli, ber að einhverju leyti blöð og blóm í íslendingabók Ara hins fróða og ritum Snorra Sturlusonar. Þung raun er að vita til þess, hversu fór um hin bók- legu verðmæti, sem munkar Helgafellsklausturs höfðu skapað öldum saman, og að trúarákafi siðabótarinnar skyldi þar fá svo miklu áorkað, sem raun varð á. Arið 1543 gerist Pjetur Einars- son (gleraugna-Pjetur) til þess að fara heim að Helgafelli og taka klaustrið og eignir þess með valdi. — Rak hann á- bótann og bræðurna nauðuga í brott frá staðnum, berhöfðaða og berfætta. Þegar þeir komu þar, sem nú heita Munkaskörð er sagt að þeir hafi litið grátandi heim til Helgafells og óskað þeim ills, er tæki við. Ábótanum var boðið að velja svo margar jarðir af eign- um klaustursins, sem hann mætti vel fæða prest af. „En vegna þess að hann ann illa þeim, er við taki, og kaus því aðeins fjögur lökustu kotin þar í nánd“. (Espól. IV. d. bls. 12). Halldór Tyrfingsson var ábóti er hjer kom sögu, en bræður, Ólaf- ur, Jón bakki og Gunnar. Hafa til skamms tíma ]ifað sögur vestra um afdrif síðustu munkanna að Helgafelli, en allar eru þær mjög þjóðsagnakendar. Jón Halldórsson segir í Ábóta- tali sínu að Halldór ábóti Tyrfings son liafi farið til Guðmundar Er- lendssonar, bónda í Þingnesi í Borgarfirði, er hann hvarf frá Helgafelli. Hafði Halldór ábóti tekið Þórð son Guðmundar til upp fósturs í klaustrinu. Kunni hann manna glegst að segja frá ýmsu, er skeði í klaustrinu síðustu ár- in. Þórður gerðist sem kunnugt er, um langan aldur lögmaður sunnan og austan og varð liinn nýtasti maður í hvívetna. Löngu síðar, er Gísli sonur Þórðar vildi taka klausturjarðirnar að ljeni, afrjeð faðir hans honum það, þótt ábatasamt væri og mælti við hann á þessa leið: að liann myndi eigi fýsa til þess án nauðsynja, ef hann hefði heyrt fyrirbænir og yfirsöngva munkanna, er þeir hurfu berfættir, grátandi og ber- höfðaðir frá Helgafelli. Árið 1550 ljet Jón Arason reisa klaustrið aftur og setja inn Narfa gamla ábóta og bauð honum að halda forna siði. Eftir mjög skamman tíma var svo klaustrið lagt niður með öllu. Gissur biskup Einarsson var sem kunnugt er framsýnn umbóta- maður og hafði honum tekist að koma því til leiðar við konung, að á Helgafelli yrði stofnaður latínu- skóli. Kristján konungur III. skrif aði Halldóri ábóta Tyrfingssyni brjef þess efnis, að reistur yrði latínuskóli fyrir eignir klausturs- ins. En þetta fór þrátt fyrir það á annan veg, af því að allar eignir klaustursins gengu óskiftar til konungs. Talið er að Helgafells- klaustur hafi átt 100 jarðir, auk alls annars, er konungur lagði eign sína á það. Var það ríkasta klaustur landsins annað en Við- eyjarklaustur, en með því fekk konungur 116 jarðir. Daði Guðmundsson tók klaust- urjarðirnar að Helgafelli að ljeni 1554 og galt eftir þær 3 lestir fiska. Jarðir klaustursins voru upp frá því nefndar Arnarstapa og Skógarstrandarumboð. Jón Espó- lín segir „að Daði muni hafa tekið djarflega til sumra hluta, er að Helgafelli voru“, Nokkuð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.