Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1935, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1935, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 195 er Valgerður hjet, og fór á sömu leið um hana, er hún varð gjaf- vaxta, að henni var rænt frá Helga felli af Sveini Sturlusyni í Hvammi. Jón Loftsson miðlaði þar málum sem fyr. — Eigi er ósenni- legt að mæðgur þessar hafi verið í einhverju um fram aðrar konur, er svo var eftir þeim sóst, sem raun ber vitni. Enda segir Sturl- unga um Hallgerði, „að hún hafi verið kvenna vænst og merkileg- ust og mestur skörungur að öllu“. Árið 1184 gerðist sá atburður að Helgafelli, er talinn mun allra merkastur, og má segja að með honum komi fram það, sem Gestur Oddleifsson hugði, er hann sagði: „Þangat hefi ek oft ljós sjet“. En þessi atburður var flutningur klaustursins frá Flatey til Helga- fells. Helgafellsklaustur heyrði til Ágústínusarreglunni og voru þar kanokamunkar. En sá var meðal annars munur á kanokanmnkum og öðrum, að þeir höfðu 'leyfi til að giftast og eignast börn. Sjálfur staðurinn að Helgafelli og kirkj- an voru helguð Maríu mey og Jóni postuia. Fyrstu fjögur árin, sem Helga- fellsklaustur starfaði var þar ábóti Ogmundur Kálfsson, sá hinn samí er stofnaði klaustrið í Flatey. Ogmundur var hinn mesti skör- ungur og má nokkuð marka á því, hversu hann var metinn, að hann er einn af þeim þremur, er nefnd- ur er til biskupskjörs, þegar Þór- lákur Þórhallsson var valinn til þess embættis. Helgafellsklaustur, gerðist ærið auðugt er fram liðu tímar. — Gaman er að bera saman, hversu klaustrinu hefir fleygt fram um efni, og birti jeg því skrá þá, sem Ogmundur ljet gera yfir eignir klaustursins 1186. Þá á klaustrið „fjögur lönd þau er fara saman með eyjum, kýr 20, yxn 2, 8 hross, 20 hundr. í búsgagni og húsbúnaði, kvörn og selnet. Tvö skip, annað áttræðt, en hitt sexræðt. Messuklæði og alt annað kirkjuskrúð. Klukkur 4 og skrín. Þau fje öll virði jeg til þrjú hundruð hundraða“, segir Ög- mundur að lokum. (D. I. bls. 282). Eigi leið á löngu áður en klaustr inu fór að berast gjafir, áheit og próventufje. Einn af þeim fyrstu stöðum, sem Helgafellsklaustur hlýtur að gjöf, munu vera Þránd- staðir í Neshreppi, utan Ennis, og er gefandinn Æsa hin auðga að Hólmlátri. Margt eldra fólk sótti í klaustrið, af því að þar þóttist það geta lifað hægu lífi og rólegu, síðustu æviárin, Fólk þetta gaf oft ast með sjer til klaustursins allar eignir sínar í próventu, Jafnan mátti próventufólk ekki halda neinu eftir af eignum sínum, nema einni kistu og sæng, og skyldi það þó einnig verða eign klaustursins eftir þess daga. Oftast áskildi pró- ventufólk sjer að fá á ári hverju tiltekna álnatölu af voð, svo og skæði og ýmislegt fleira. Mjög gat verið frjálslegt um próventufólk klaústursins. Það má.tti t. d. byggja sjerstofur, hafa sjerþjóna, ganga til máldrykkju á stærstu hátíðum, og hafa fæði sem bestu menn staðarins. Þess er meira að segja getið um próventukonuna, Ingveldi Helgadóttir, að hún á- skilji sjer meðal annars að mega láta brugga sjer öl á kostnað stað- arins, ef hún hafi malt tH. (D. í• VIII, bls. 332). All misjafnt var það hversu miklar þær eignir voru, er pró- ventufólk lagði á borð með sjer til klaustursins. Árið 1364 gefur t. d. Halldóra Loftsdóttir með sjer í próventu jarðirnar Hóla (Hóla- hóla), Garða og Þæfustein, allar í kringum Jökul. Tæpast verður sagt að þar hafi verið skorið við neglur. (D. 1. III, bls. 201). Oft bar það við að bændur gáfu klaustrinu jarðir, gegn því að sonum þeirra eða frændum væri kent þar til subdjákns (aðstoðar- présts). Þannig lætur Einar Þor- láksson árið 1362 klaustrinu í tje jarðirnar Botn og Þórustaði, gegn því að Þorbjörn frændi hans fái þar kost, ldæði og kenslu, þar til hann fái prestsvígslu. Einnig fái liann frá klaustrinu, þá er liann vígist, messuklæði, kaleik og 5 lindr, í bókum. (D. 1. VI, bls. 13). Árið 1488 gefur Loftur Jónsson klaustrinu jörðina Hraunhafnar- bakka í Staðarsveit, gegn því, að Narfa syni hans sje kent þar til subdjákns. (I). í. VI, bls. 613). Stundum gáfu menn klaustrinu heilar jarðir fyrir legstað sinn, en þó einkum, ef þeir voru í einhverju brotlegir við kirkjuna. Einar Þor- láksson, bróðir Ketils hirðstjóra, gaf klaustrinu jörðina Hrauns fjörð, gegn því að vera grafinn að Helgafelli. En svo átti og klaustrið einnig aftur á móti, að gefa þurfa mönnum að Helgafelli sex fjórð- unga smjörs á hverjum ártíðar- degi hans, og segja sálumessu og nefna hann til bænar hvern sunnu- dag. Ósjaldan bar það við að menn arfleiddu klaustrið að eign- um sínum, eða nokkrum hluta þeirra. Þegar Halldór prestur Loftsson á Möðruvöllum deyr, arf- leiðir hann Helgafellsklaustur að 300 vaðmála og auk þess 5 hndr. í lausu fje. (D. í. III, bls. 445 og D. I. III, bls. 675). Á þann veg sem að framan er lýst eignaðist klaustrið ógrynni fjár í lausum aurum, jörðum og fríðu. Samkvæmt máldaga Helga- fellsklausturs 1377 á klaustrið 47 jarðir auk ýmissa ítaka víða um land, En 20 árum síðar eru eignir klaustursins taldar 65 jarðir, 15 eyjar óbygðar, auk fjölmargs annars. Þá eru heima á staðnum og útibúinu (líklega Saurum) 30 kýr, 22 kálfar, 87 naut, 42 hross auk sauðfjár. Flestar klaustur- jarðirnar voru leigðar til ábúðar og fekk klaustrið eftir þær gild- an arð. Vel má marka af því hversu Helgafellsklaustur hefir auðgast af að leigja jarðir sínar, að Hraunskarðsjörð 20 hndr. að dýrleika er bygð fyrir 18 vætt- ir fiska. En hjér má geta þess til skýringar, að þá lá undir Hraun- skarð verstöð sú, sem nú er nefnd Hellissandur. Stundum Ijet klaustrið í tje fje til biskupa eða Skálholtsstaðar. Jón Egilsson segir frá því í Bisk- upsannál sínum, að Stefán Jóns- son biskup hafi riðið vestur undir Jökul 1511 og hafi í þeirri ferð dvalið viku að Helgafelli. Áður biskup riði í brott gaf klaustrið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.