Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1935, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1935, Blaðsíða 6
198 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Gengið á Bárðargnýpu í fyrsta sinn. Eftir dr. Rudolf Leutelt. Fyrir nokkru komu hingað útlendu vísindamennirn- ir dr. Rudolf Leutelt landfræðingur frá Innsbrúck í Austurríki, dr. Andrea Pollitzer frá Triest og Karl Schmid frá Stuttgart í Þýskalandi. Var erindi þeirra að ganga á Vatnajökul og gera þar ýmsar rann- sóknir. — Hefir dr. Rudolf Leutelt skrifað nokkrar greinar fyrir Lesbók um ferðalagið og árangur þess, og er þetta fyrsta greinin. Þar er sagt frá því, þeg- ar þeir gengu á Bárðargnýpu, sem sennilega er hæsti fjalltindur á íslandi. Það eru allmörg ár síðan, að þeir, sem Vatnajökli voru kunn- ugastir, vissu, að á vesturbrún norðvesturhluta jökulsins var há bungumynduð jökulgnýpa, senni- lega hærri lieldur en Hvanndala- hnúkur, og þá um leið hæsta fjall á Islandi, því að talið var að Snæfell væri ekki nema 1800 metra hátt. Fjall þetta heitir Bárðar- gnýpa og hafði enginn maður gengið á hana. Fyrstu tilraunirnar til þess að ganga á Bárðargnýpu, gerði Guð- mundur Einarsson málari, sem ó- tvírætt þekkir Vatnajökul allra ferðamanna best. Á einu og sama ári reyndi hann að komast upp að Bárðargnýpu á fjórum stöðum, en tókst ekki að ganga á hana. Nú í vor ætluðum vjer að reyna í fjelagi að ganga á fjallið. — Reynsla þeirra útlendinga, sem áður hafa gengið á Vatnajökul, benti til þess að vjer yrðum að leggja nokkuð snemma vors á jökubnn, áður en hlákurnar byrja. Því miður gat Guðmund- ur Einarsson ekki tekið þátt í för- inn vegna veikinda. En vjer vitum vel, að án aðstoðar hans og ráð- legginga hefðum vjer ekki getað farið þéssa för. Hinn 21. maí lögðum vjer á stað frá Reykjavík til Víkur í Mýrdal. Áður höfðum vjer sent farangur vorn með bílum austur að Kálfafelli. Hinn 22. maí komum vjer að Kálfafelli, og 23, maí fórum vjer þaðan með 15 hesta og fjóra fylgdarmenn upp eftir dalnum, sem Djúpá rennur eftir, og upp að jökulbrún hjá Rauðagíg, aust- anvert við Hágöngur. Þar gerðum vjer aðalbækistöðvar vorar og síð- an fóru fylgdarmenn vorir heim- leiðis með hestana, Eftir þetta vorum vjer einir. Utbúnaður vor var þessi: Tveir sleðar gerðir úr stálpípum og með þykku pjátri undir meiðun um, þrjú tjöld, vindsængur og svefnpokar, skíði, jökulstafir,mann broddar og bönd til að binda sig saman, primus-suðuvjelar, stein- olía, matvæli til þriggja vikna, fjallgönguföt og auk þess gummi- stígvjel og olíuföt, Af áhöldum til vísindalegra rannsókna höfð- .um vjer með oss loftvog, Bézard- Bussolen áttavita, sólmæli (sex- tant), Abþé-sjónauka og mælinga- borð með sigti. Auk þess hafði hver myndavjel, og á sleðana voru festir vegmælar. Hinn 24. maí lögðum vjer á stað á skíðum. Farangurinn höfð- um vjer á sleðum. Þennan dag komumst vjer að klettahrygg nokkrum skamt frá Tjaldfelli og tjölduðum þar. 25. maí: Niðdimm þoka og stormur, svo rigning. Vjer getum ekki haldið áfram, og þess vegna reistum vjer annað tjald til þess að láta fara betur um oss á meðan vjer yrðum að bíða þarna. Það var ekki fyr en undir kvöld næsta dag að upp birti. Þá biðum vjer ekki boðanna, heldur lögðum þeg- ar á stað aftur til aðaláfangans, til þess að sækja meiri matvæli heldur en vjer gátum komist með fyrst. Sóttum vjer sinn 30 punda baggann hver og bárum á bakinu. Komum vjer um mið- nætti aftur að tjaldstaðnum, en settumst þar ekki að, heldur held- um áfram að Tjaldfelli og gerðum þar þriðju bækistöð og birgðastöð vora. Daginn eftir sóttum vjer far- angurinn, sem skilinn var eftir í tjaldstaðnum undir klettahryggn um. Næsta morgun er nístandi storm ur, en þokan hefir rjenað svo, að oft sjer í heiðan heimin. Vjer leggjuin á stað með þunghlaðna sleða, og höldum í VNV-átt yfir hinn feiknamikla jökul. Nú fór sól að skína og birtan af henni og jökl- inum var svo mikil að oss sveið í augun. Auk þess stokk- bólgnuðu hendur vorar og eldheit- ur sviði kom í allar sprungur og hruflur á þeim, hversu smáar sem voru. Um hádegi var óþolandi hiti á jöklinum, en um kvöldið nístandi kuldastormur. Allir vorum vjer með þunga bakpoka, og vorum því sárþreytt- ir um kvöldið. Þegar vjer höfðum réist tjald, soðið mat og etið, var gengið til hvíldar og sváfum vjer allir ágætlega. Vjer lærðum brátt að betra var að ferðast á nóttunni, þegar hitinn pínir mann ekki, snjórinn er frosinn og sleðarnir renna ljett- ar. Úr seinustu bækistöð, sem vjer nefndum „Bárðarver“, lögðum vjer upp sleðalausir — aðeins með bagga á bakinu. Bárðargnýpa sýndist nú rjett hjá oss, en það var sjónhverfing. Þangað var enn 15 kílómetra leið. Þetta geng- um vjer rösklega í einum áfanga, án þess að livíla oss nje borða. Þar sem vjer komum að fjallinu er aflíðandi halli upp á find — þrjár brekkur h-ver upp af ann- ari. Þar gengum vjer upp á tind- inn og dvöldumst þar margar klukkustundir aðfaranótt 30. maí, og eyddum tímanum við mælingar,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.