Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1935, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1935, Blaðsíða 7
lesbAk morgunblaðsins 199 Kínverski múrinn. Fyrir skemstu rjeðust Japanar með herlið frá Munchuko suður í Kína og lögðu undir sig mikinn hluta landsins. Er nú talið svo, að kínverski múrinn sje ekki lengur landamæri Kína að norðan. Hjer á myndinni sjest kínverski múrinn og flutningalest japanska herliðsins, sem fór inn í Kína. að skrifa í minnisbækur vorar, taka ljósmyndir og — dást að náttúrunni. Að norðaustan, austan og sunn- an er Bárðargnýpa ávöl jökul- bunga, en að norðan, vestan og suðvestan eru hamrar og hengi- flug með hrynjandi skriðjöklum gengt Vonarskarði. Utsýnin er guðdómleg. Vjer sjáum Kverkfjallarana, hið mikla Odáðahraun með gígum og kletta- klungrum; við oss blasir Hofs- jökull og Sprengisandur; langt fyrir neðan oss er Tungnafells- jökull og Vonarskarð. þá koma eldf jöll og vötn — baksýn Sprengi sands td suðurs. I suðaustri gnæf- jr ÖræfajökuiH og Hvannadals- hnúkur — já, og lengst í austri þykjumst vjer geta eygt Snæfell. í virðingarskyni við Guðmund Einarsson settum vjer aðeins einn fána á hágnýpuna — íslenska fán- ann. Uppdrættir af landslagi og út- reikningar á mælingum vorum verða ekki til fyr en seinna. Þó þykjumst vjer með sanni geta sagt að Bárðargnýpa sje talsvert meira en 2000 metra há, og sje hún ekki hæsta fjall Islands, þá hið næst hæsta. Hinn 30. maí lögðum vjer á stað úr „Bárðarveri“ suðaustur yfir jökulinn, beina stefnu á Svía- gíg, því að þangað var förinni heitið. Það er oss mikið gleðiefni, að oss skyldi takast fyrstum manna að ganga á Bárðargnýpu. Og vjer vonum að athuganir vorar, land- fræðil-egar, jarðfræðilegar og jök- ulfræðilegar, muni auka þekkingu manna á þessu lítt kunna svæði Vatnajökuls. — Hefur þú heyrt að til eru vjelar, sem geta sagt frá hvenær þú segir ósatt. — Heyrt? já, jeg er sjálfur kvæntur einni slíkri. — Má jeg fá að sjá bílhanska. — Já, hvaða númer, — Númer 5966. Slyngur leynilögregluniatlur. Nýlega er látinn í London fyr- verandi leynilögregluþjónn hjá Seotland Yard, Herbert Trevor Fitch að nafni. Hafði hann ratað í margt um ævina og eru sumar frásagnir um það alveg eins og í hinum ótrúlegustu leynilögreglu- skáldsögum. Fyrir stríðið var honum falið að líta eftir rússneskum bylt- ingarmönnum í Englandi. Arið 1905 heldu þeir leynifund þar, en áður en fundurinn hófst ljet Fitch loka sig inni í skáp í herberginu og heyrði alt, sem fram fór. Á þessum fundi var Lenin og helt þar svæsna æsingaræðu. Seinna komst Fitch í kast við þá Lenin og Trotzky. Hann komst að því að þeir ætluðu að snæða miðdegisverð í einkaherbergi í veitingahúsi í Soho. Fitch klæddi sig þá í þjónsbúning og gekk um þeina hjá þeim. Ljet hann þá svo sem hann hrasaði á borðið hjá þeim, en við það duttu á gólfið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.