Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1935, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1935, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 197 má marka af því hversu konungi hafi orðið tekjuríkar klausturs- eignirnar að Helgafelli, þar sem Eggert Hannesson hirðstjóri leigir klaustrið 1559 fyrir 10 lestir fiska. En í einni lest fiska voru tólf hundruð tólfræð af skreið. Eftir að klaustrið lagðist niður breyttust flestir siður og venjur að Helgafelli. Jafnvel örnefnin fengu á sig annan svip. Nú mátti ekki lengur nefna Munkahóla og Munkaskörð, svo að eigi þætti vansi að, vegna hins nýja siðar. Orðið múki þótti verka þægilegra á siðabótamennina, heidur en munkur. Gömul vísa frá Helgafelli er á þessa leið: Maðurinn í Múkahólum, mælti svo við prestinn sinn: Guð gefi þjer góðan daginn, karlinn minn. Sennilegt er að eignir klausturs- ins heima að Helgafelli hafi að einhverju leyti verið vanhirtar, þegar konungur hafði eignast þær. Bækur munkanna munu þá ef laust hafa þótt lítds virði, og því ýmsir farið ver með þær en skyldi, eða jafnvel eyðilagt. Jón Guð- mundsson lærði gefur til kynna í riti sínu Tíðsfordríf, að síra Kristján Villadsson hafi farið eyð- andi hendi um hm andlegu verð- mæti klausfursins. Meðan Sigurð- ur prestur Jónsson (d. 1625) hélt Helgafell, brendi hann öllum bók- um klaustursins, á tveim eða þrem stórum bálum. Áður en bókabrun- inn varð gat hver maður, sem skildi latínu, fundið þar margt fróðlegt og fáheyrt, og ýms gömul fræði, segir í Tíðsfordríf. Loksins segir Jón lærði á þessa leið: „Nú er alt í aleyðing komið, sem hníg- ur að því, er nokkuð þykir gamal- kent“. Slík urðu afdrif þeirra handrita, sem Helgafellsmunkar höfðu unnið að í margar aldir. Mannleg hönd og mölur tímans urðu þar eigi nógu fljóttæk til verka, heldur urðu snarkandi eld- tungur Surts að ljá lið. Síðan Helgafellsklaustur var lagt niður hefir verið prestssetur þar til skamms tíma, og enn er þar kirkjustaður. Þótti það eút af hinum betri brauðum hjerlend- is. Ymsir mætir menn hafa verið prestar að Helgafelli, þótt hjer verði eigi taldir nema fáir. Laust fyrir 1600 var prestur þar, dansk- ur maður, Kristján Villadsson sá, er fyr er nefndur. Var hann góður náttúrufræðingur, en þó fór mest orð af honum hvílíkur ágætis læknir hann var. Gísli Einarsson gerðist þar prestur 1661, en hann var talinn lærðastur allra Islend- inga í stærðfræði og stjörnufræði. Hann lagði fyrstur íslendinga stund á þessi fræði við Kaup- mannahafnarháskóla og kendi þau fyrstur manna hjer á landi. Meðan Gísli var í Höfn gaf hann út tvö almanök og þótti það ný bóla í þann tíma. Um 1700 var Vigfús Guðbrandsson prestur að Helga- felli og var hann á sínum tíma nafntogaður læknir. Sigurður Stefánsson, seinasti biskup að Hól- um, var þar líka prestur. Sæmund- ur Holm gerðist þar og einnig prestur, en hann var allmerkilegur maður, þótt undarlegir þættu ýms ir hættir hans. Loks ber að geta Pjeturs Pjeturssonar biskups, þótt hann væri þar aðeins skamman tíma. Skömmu eftir 1880 fór svo að Helgafellsstaður lagðist í auðn og þótti flestum vansæmd að. En þegar svo var komið kvað Hannes stutti: Landsins prýði prísum vjer, presta aðgjörð holla. Helgafell í eyði er eins og gjarðlaus kolla. Helgafell var þó eigi í eyði, nema stuttan tíma. Vænn bóndi reisti þar bygð aftur og helt stað- inn með ágætum, eins og gert er enn í dag. Mjög er fagurt að Helgafelli, og virðist ýmsum að þar sje eitt af fegurstu bæjarstæðum á íslandi. Aldrei er þó jafn fagurt af Helga- felli sjálfu, sem við sólarlag um miðsumar. Fjöll sveitarinnar blasa við í hálfhring til suðurs og spegilsljett Helgafellsvatnið í túnfætinum. Ljósufjöll og Hel- grindur ber hæst í Snæfellsnes- fjallgarðinum, en alt frá Bjarg- töngum og í Dalinn teygir sig samfeldur fjallaarmur, breytiieg- ur og heillandi með sólroða kvöldsins yfir Skor og Sjöunda- árhlíð, Breiðafjörður býður faðm sinn vinhýr og svipfagur með ótelj andi eyjum og hólmum, en yst vakir Höskuldsey í ládeyðunni og minnir á druknun þess manns, er fvrstur reisti bygð að Helgafelli. Selili syislur sína fyrir 200 dinara. í þorpinu Moscauica í Bosníu hefir tvítug stúlka, Dcdina Ticic að nafni, nýlega selt systur sína fyrir 200 dinara. Hún er tveimur árum yngri. Kaupandinn var gamall ekkjumaður, Buljubasic að nafni. Dedina hafði gert samning við gamla manninn um það að skilja systur sína eftir á fáförnum vegi. Og þar rjeðist Buljubasic á hana, batt hana á höndum og dró hana heim til sín. En stúlkunni tókst að flýja þaðan og fela sig hjá nágranna hans. Nú hefir þeim Dedina og Buljubasic verið varp- að í fangelsi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.