Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1935, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1935, Blaðsíða 8
200 LESBÓK MORGUN^LaDSINS Póst-hjól. Póststjórnin í Tokio hefir látið setja stóra póstkassa á reiðhjól. Er því ekið um göturnar og póst- maðurinn gerir mönnum aðvart um komu sína með köllun í lúð- urinn. ýms skjöl, sem þeir voru með. Fitch flýtti sjer að tína þau upp og gat hann þá laumað einu skjal- inu undir pentudúkinn, sem hann var með á handléggnum og komst á burt með það. I þessu skjali var sagt frá fyrirætlunum og stefnu- skrá byltingamanna. Það voru þessir leynifundir í London, sem komu á stað uppreisninni í rúss- neska flotanum 1905. Meðan á stríðinu stóð var Fitch falið að elta ýmsa 'hættulega njósn ara. Einn þeirra var fögur þýsk stúlka, sem sífelt var á ferðalagi milli London og Rosyth til þess að reyna að fá upplýsingar um breska flotann, og hafði náð í mann til þess að hjálpa sjer til þess. Hafði hún náð í mikilsverðar upplýsingar um herskipið „Tiger“, en þá var hún handtek- in og hjálparmaður hennar líka. Maðurinn kvaðst hafa útvegað henni upplýsingarnar vegna þess að hann elskaði hana. En það voru landráð og maðurinn var skotinn litlu seinna í Tower. Eftir ósk hans var þá bundið fyrir augu hans með ilmandi vasaklút, sem stúlkan átti. Fegurtlardrotning höfðar mál gegn lá- varði fyrir heitrof — en tapar því. Nýlega var kveðinn upp dóm- ur, sem hefir vakið mikið umtal í Englandi. Málavextir voru þeir, að Miss Angela Joyce, fyrverandi fegurð- ardrotning Englands og núveandi leikkona liafði kært Revelstoke lávarð fyrir heitrof og krafðist hárra skaðabóta. Til sanninda- merkis lagði hún fram í rjettin- um mörg ástarbrjef frá lávarðin- um. Hann var 19 ára en hún 24, þegar þau „trúlofuðust“. Ungfrúin tapaði málinu og í dómsforsendum segir meðal ann- ars: — Það er enginn maður skyld- ur til þess að giftast konu þótt hann segi um hana að hún sje yndislegasta, fegursta og „sæt- asta“ konan á jarðríki. Og það mun vera afar sjaldgæft að karl- maður giftist fyrstu stúlkunni, sem hann segist elska. Dómarinn lagði mikið upp úr aldursmun þeirra og sagði: — Það er öllum vitanlegt að á æskuárum er kvenfólk eldra en karlmenn að þroska. Gaf hann þar með í skyn að ungfrú Joyce hefði flekað lávarð- inn til ásta, og hann væri því alls ekki skaðabótaskyldur. Frá Ameríku: Hjer er kona í símanum, sem segist vera nýbviin að skjóta mann sinn, og spyr hvort við getum sett það í blaðið í fyrra málið. Kappsiglingar fara fram í Ameríku allan ársins hring. Hjer á myndinni sjest kappsiglingabátur, sem ekki er nema sex metra langur, en er nú hraðskreiðasti kappsiglingabátur- inn í Bandaríkjum. — Pabbi, jeg vil alls ekki sofa hjá Pjetri; hann liggur altaf í miðju rúminu og jeg verð að liggja fyrir framan hann og ofan hann. Kennari: Hvað á maður við með hinum „góðu, gömlu dög- um“| Nemandi: Það var áður en skólaskylda var lögleidd. — Jeg vildi að jeg græddi eina miljón. Þá skyldi jeg fara í bíó hvert kvöld. — Myndirðu bjóða mjer? — Nei, úr því að þú ert svo hugsunarlaus að óska þjer ekki peninga, þá geturðu setið heima.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.