Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1935, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1935, Qupperneq 6
278 LESB 'K MORGUNBLAÐSINS Svertingi verður hvítur. Eftir William J. Makin. A Hawai {íeGir hið ótrúlegasta skeð, jafnvel að svartir menn verði hvítir. I höfuðborginni Pirt au Prince er í bakgötu búð, sem kynblend- ingur á, og er hann kallaður Joe Christopher. Hann var einhver rík- asti maður á eyjunum. Hann hafði til sölu alt, sem negrar girnast tll þess að geta líkst hvítnm mönn- um sem mest. Joe seldi ósköp öll af meðali, sem hafði þau áhrif á hrokkin- hærða blökkumenn að þeir urðu sljetthærðir. Hann seldi líka svikkulaðiduft, sem blökkukonur notuðu sem andlitsfarða til að lýsa hörund sitt. Hvér blökkumað- ur, sem kom méð fulla vasa fjár úr kaupavinnu á kaffi og bóm- ullarekrunum, var viss um að eyða því öllu ef hann kom inn í búðina til Joe. ..Hefirðu nokkuð meðal til þess að gera blökkumann hvítan?“ spurði jeg Joe einu sinni. Hann ranghvoldi í sjer augun- um svo að hvítumataði í þau. „Jeg er oft beðinn um þá töfra- rót“, mælti hann á þeirri einkenni- legu frönsku, sem töluð er á þess- um slóðum. „En það er ekki altaf að jeg sel hana“, „En er slík töfrarót til?“ spurði jeg. Hann leit í kringum sig og kinkaði svo kolli. „Það er hægt að fá hana keypta — fvrir sæmilegt verð, herra minn“. Eini svertinginn, sem jeg sá livítan á Hawai, hafði verið dauð- ur í tvo daga. Jeg fór til Hkhúss- ins með lækni, sem átti að gefa út dánarvottorð. Líkið, sem lá þar, var öskugrátt. Það hefði vel getað verið af hvítum manni, ef það hefði ekki borið öll líkamseinkenni Svertingja. „Það kemur oft þessi litur á dauða Svertingja“, sagði læknir- inn kæruleysislega. En svo er til dagsönn saga um Svertingja á Haiti, að hann varð livítur. Hann heitir Ysmeond Dauphin og hann var áður jafn kolsvartur negri eins og hann er nú hvítur eins og Norður-Evrópu- maður. Að sleptu því undri, að hann skyldi verða hvítur, er liitt merkilegast, að fjölskylda hans vildi ekki trúa því' að hann væri hann sjálfur, heldur „zombie“ eða afturganga, af því að hann skifti um hörundslit. Dauphin átti heima í Jaemel á Haiti. Fæðingarvottorð hans sýn- ir að hann er kominn af óblönd- uðum Afríku-Svertingjum. Hann hafði lengi þjáðst af andarteppu og leitaði allra ráða gegn þeim sjúkdómi, en ekkert dugði. Hann var orðinn þrejdtur á þjáningum sínum og árangursleysi allra með- ala, svo að hann fór til töfra- læknisins (voodoo) sem kunni þær töfralækningaraðferðir, er Svert- ingjar höfðu flutt þangað frá Afríku, fyrir hundruðum ára. — Þessi töfralæknir ljet hann fá tíu „ouaris", sporöskjulagaðar baun- ir, sem þar vaxa, og eru rauðar og svartar á lit. Læknirinn sagði Dauphin að hann skyldi sjóða eina baun í potti af vatni og drekka svo seiðið. í fimm daga gerði Dauphin þetta, en lionum batnaði ekki, svo að sjötta daginn sauð hann tvær baunir í einum potti af vatni og drakk seiðið. Afleiðingin varð sú, að hann varð fárveikur og fekk geisi háan hita. Hann varð að leggjast í rúmið. Fimm dögum seinna livarf hitinn og hann hvítnaði all- ur upp. Tíu daga lá hann enn og varð þá blindur. Hann var blind- ur í viku- Mánuði eftir að hann hafði drukkið tvöfalt sterkari drykk en hann mátti, var hann albata, — að öðru leyti en því, að nú var hann orðinn hvítur. I ellefu mánuði reyndi hann að umgangast vini sína og kunningja eins og áður, en þeir forðuðust hann og höfðu andstygð á honum. Að lokum tókst honum þó að sann færa konu sína, börn og nánustu vandamenn um það, að hann væri liann sjálfur, og nvi ber hann jafn- an í vasa sínum vottorð frá öll- um yfirvöldum í Jacmel um það, að hvíti maðurinn Ysmeond Dauphin sje sami maðurinn og áður var Svertingi með sama nafni. Dauphin hefir lýst yfir því, að enginn læknir hafi stundað sig meðan hann var veikur, nema töfralæknirinn. Læknar þarna, sem hafa rannsakað hann, halda, að hann muni verða svartur aft- ur eftir nokkurn tíma. En augn- lækuir nokkur segir að litmyndun sú, sem sje sjerkennileg fyrir augu Svertingja, sje algerlega horfin úr augum hans. Og hör- undslitur hans sje ekki eins og á „albinos“, heldur miklu fremur eins og á þjóðunum í Norður- Evrópu- Og það sem merkilegast sje: hann verði ekki sólbrendur, heldur sje hann hvítari þar sem sól nær að skína á hörund hans, heldur en þar sem föt skýla hon- um. Hið eina, sem sýnir að hann er Svertingi, eru þykkar varir, flatt nef og hrokkið hár. Þessi hvíti Svertingi hefir verið skoðaður af sjerfræðingum frá North-Western University í Chi- cago. Þeir sýnast ráðþrota að gefa neina skýringu á því hvers vegna hann hafi orðið hvítur, lialda helst að ráðningarinnar á þeirri gátu sje' að leita til baunanna, sem hann drakk seyðið af. „Þegar jeg opnaði augun einn niorgun, var jeg alsjáandi“, segii; Ysemond Dauphin. „Jeg lyfti upp hendinni til þess að ganga úr skugga um, að mig væri ekki að dreyma, og þá sjá jeg að höndin var snjóhvít“. Eins og vita má, þykir amerísk- um vísindamönnum það mjög merkilegt hvernig fór um Svert- ingja þenna, sjerstaklega vegna þess, að nú eru margir Svertingj- ar að gera tilraunir um það, að verða hvítir. Þetta þarfnast vís- indalegrar rannsóknar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.