Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1935, Page 2
2§8
LESB^K MORGUNPrAPStN§
inn í upplýst göng, það voru „efri
hæðirnar“ í þessu völundarhúsi.
Von bráðar vorum við komn-
ir alla leið niður, rúmlega 600
metra, og stigum út. Lágu þar
göng í margar áttir, hve löng var
ekki hægt að sjá, en af næstu
„hæð“ fyrir ofan, á rúmlega 500
metra dýpi, náðu göngin saman
við göngin frá hinum brunnun-
um, og mátti fara þar á milli og
upp um fjarlægasta brunninn,
sem er 12 km. í burttí.
Við brunninn, þar sem göngin
kvíslast út í allar áttir, er eins og
víður og hár salur, og er rept
með stálbogum rauðmáluðum, og
svo var fremst í göngunum, en
þegar innar dregur og göngin
þrengjast og lækka, er rept yfir
með trje.
Fremsti hlutinn í einum göng-
unum var talsvert hærri og víð-
ari en hin göngin, og hafði þar
verið útbúinn kvikmyndasalur
með stólum og tjaldi, eins og í
hverju öðru kvikmyndahúsi. Eini
munurinn var sá, að sýningar-
vjelin var á bak við tjaldið og
sáum við myndina í gegn. Og nú
var okkur boðið í bíó. Var sýnt á
myndinni, hvernig kolavinslan fer
fram. Við sáum námumennina,
Þetta eru hinir
svonefndu há-
ofnar, sem get-
ið er um í grein-
inni.
vopnaða borum, sem reknir eru
með samanþjöppuðu lofti, vinna
bergið, koma fyrir stoðum og röft-
um, tU þess að verjast grjóthruni.
Síðan sáum við þá losa kolin, og
hvernig kolin voru flutt á bandi,
sem rann fram hjá námumannin-
um, að kolavögnunum, sem renna
á spori um göngin. Sást greini-
lega, að þetta er erfið vinna og
óskemtileg, þó að ólíku sje saman
að jafna og þá er kolin voru los-
uð með venjulegu jarðhöggi og
engin tök voru á loftræstingu
svo langt niðri. En loftræsting
var svo ágæt, þar sem við sát-
um, að jeg hef aldrei komið í
bíó, þar sem loft hefir verið jafn
gott.
Eftir myndasýninguna Htuðumst
við um og skoðuðum námugöngin.
Á einum stað sást í mannhæð yf-
ir gólfi í kolaæð, en hún var of
þunn til þess að gerlegt væri að
vinna hana. Þá sáum við farveg
þann, sem neðanjarðarvatnið (því
þarna er talsverður vatnsagi) er
leitt í niður i brunn, en þaðan er
því dælt upp á yfirborð jarðar.
Er dælan gríðarstór og látin vinna
í 13 klst. á sólarhring, en önnur
dæla er til vara, ef þessi bilaði, til
þess að eiga ekki á hættu, að vatn.
flœddi upp í göngin, svo sem
verða mundi, ef dælan stöðvaðist
í 36 klst.
Þegar upp úr námunni kom,
vorum við leiddir inn í stóran
sal. Þar voru á veggjum upp-
drættir af námusvæðinu, og sýnt
á þeim, hvernig kolaæðirnar
liggja í jörðu og hvernig göngin
liggja. Þá sáum við sýnishorn af
kolum, sem þar eru grafin úr
jörðu; þau eru fernskonar: gas-
logakol, gaskol, fitukol og ant-
hrazitkol. Þrjár fyrstnefndu teg-
undirnar eru notaðar til koks- og
tjöruframleiðslu, en dýpstu kol-
in eru ljelegust, og eru þau mul-
in og pressuð í töflur. Þar var og
sýnd koitjara, fjöldi tegunda, og
hvað úr henni er unnið, en það er
svo ótrúlega margvíslegt, að of
langt yrði upp að telja.
í öðrum sýningarsal var sýnt
ýmislegt af framleiðslu stálsmiðj-
unnar, bæði á myndum og sýnis-
horn af smíðisgripunum. Hefir
fyrirtæki þetta viðskifti um allan
heim og smíðar jafnt stærstu
hengibrýr, flotkvíar, skip og vjel-
ar, hverju nafni sem nefnast, og
hinn mjósta stálþráð, gaddavír,
hnoðsaum og þessháttar.
Kolanámugöng.
Hin tröllslegu stóriðjufyrirtæki
úti í löndum eru svo gersamlega
frábrugðin íslenskum framleiðslu-
háttum, að því verður ekki með
orðum lýst. Þau eru heill heimur
út af fyrir sig, sem venjulegir
ferðalangar eiga engan kost á að
kynnast. Þetta litla sýnishom, sem
við fengum í Oberhausen og í
einni af verksmiðjum Siemens og
Halske í Berlín, af vinnuháttum
vjelamenningarinnar, þótti mjer
einna merkilegast af því, sem fyr-
ir augun bar í þessari ferð.