Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1935, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
299
«•
Þrælasalan I Abyssiníu.
Eftir
William J. Makin
Þrælasalan í Abyssiniu þarf að
hverfa úr sögunni. Þessi krafa
keyrist víða. Og keisarinn blakki
hefir margoft gefið út um það
fyrirskipanir. En þrælasalan held-
ur áfram alt fyrir það. Og nú er
sagt að þrælar í Abyssiniu sjeu um
tvær miljónir.
Hvernig ná þrælasalar í bráð
sína ? Um það er þessi saga:
Áður en dagur rennur, læðast
hálfnaktir ræningjar að negra-
þorpi í Súdan og umkringja það.
Þeir eru vopnaðir byssum. Alla
hunda þorpsins hafa þeir hænt
að sjer með nýju Zebrakjöti.
Rakkarnir eru mettir og rólegir.
Engin liundgá heyrist.
Ræningjarnir hvíslast á í
myrkrinu, og áður en varir er á-
rásin byrjuð. Þeir ryðjast inn í
negrahreysin. Óp kvenna og ösk-
ur karlmanna heyrist gegnum
skothríðina. Fyrsti kofinn stendur
strax í björtu báli. Negrarnir sem
fyrir eru þreifa eftir spjótum
sínum og skiöldum. En alt er um
seinann. Árásin hefir verið svo
vel undirbúin, að þe'ir koma
engri vöm við.
Við bjarmann frá logandi hreys-
um eru íbúar þorpsins reknir sam-
an í hnapp. Nokkur lík liggja
eftir á vígvellinum — lík þeirra,
sem heldur vildu daxiða sinn en
þrældóminn.
Áður en dagur rís, eru þorps-
búar komnir á leið til Abyssiniu,
reknir áfram ,eft.ir gömlum
þræiaslóðum, inn yfir landamæri,
sem enginn veit greinilega hvar
eru.
Þannig er undirstaða þræla-
verslunarinnar. Og Haile Salisié
keisari fullyrðir, að hann geri ah
sem í hans valdi stendur til þess
að stemma stigu fyrir villimensku
þessari. En það kemur fyrir ekki.
Jeg var eitt sinn á ferð nálægt
landamærum Súdan og Abyssiniu
Jeg gisti í ljelegu hóteli í þorpi
einu. Jeg gat ekki sofið fyrir
hávaða í Aröbum sem voru í
næsta herbergi, sveipaði um mig
kápu minni og gekk út. Þegar
jeg komst undir bert loft, heyrði
jeg undarlega draugalegan til-
breytingalausan trumbuslátt í
fjarska. Jeg gekk á hljóðið, og
var að vörmu spori kominn út úr
þorpinu.
Tunglskin var á. Úti í sljettu
rjóðri, utan við þorpið, sá jeg
dansa hóp svartra þræla. Þeir
slógu trumbur með hnefunum,
konur og karlar og dönsuðu sinn
ömurlega vilhmannadans, þung-
lamalegan dans, svo sandrykið
þyrlaðist upp, en svitalækir
runnu niður eftir berum Hkama
þeirra. Var þetta draugaleg sjón.
Þeir sveifluðu handleggjunum
eftir trumbuslættinum, og skældu
sig í framan eins og bavíanar. f
sv’p þeirra var iitmálaður ótti og
kvíði.
Þama í rjóðrinu sátu tveir
menn og reyktu. Þeir geispuðu
við og við, þeim leiddist auðsjá-
anlega- En þeir máttu ekki hafa
augun af þrælunum. Þetta voru
auðsjáanlega „eigendurnir11.
Fyrir dögun skyldu þeir halda
af stað méð hópinn, áleiðis til
strandar, þar sem skip frá Arabíu
bíða eftir þessum flutningi.
Við og við heyrðust ýlfur
sjakala, sem ýlfmðust á í tungl-
skinsnóttinni. Það var engu líkara
en ýlfur þessi kæmi frá hinum
dansandi hóp, að svertingjar þess-
ir væru á þann hátt að senda
frá sjer angistarvein til himins
yfir illri meðferð og örlögum sín-
um.
Þrælaveiðar? Hinn breski stjórn
arfulltrúi í Khartum varð þung-
búinn á svipinn, er jeg spurði hann
hvort slíkur ófögnuður ætti sjer
stað enn.
Jeg er hræddur um, sagði hann,
að þetta þekkist. Við eigum í
vandræðum með kynflokkana í
landamærahjeruðum Abyssiniu,
sagði hann. En jeg vil ekkert um
það segja frekar, sagði hann, og
sneri á brott, rjett eins og hann
væri að gefa til kynna, að hann
hefði þegar sagt of mikið.
Jeg borðaði sama kvöld með
nokkrum breskum flugmönnum.
Þeir hafa reynst besta lögreglan
á þessum strjálbýlu slóðum.
Nú hverfum við frá menning-
unni í bili, varð einum flugfor-
ingja að orði. Á morgun erum
við á bak og burt.
— Hvert er ferðinni heitið?
spurði jeg.
— Við þurfum að líta dálítið
yfir landamærin, sagði hann.
— Svipast um eftir þrælaræn-
ingjum kannske ?
En þá var eins og rekið væri
upp í flugmanninn. Hann mælti
ekki orð af vörum.
Þá vissi jeg eins vel og liann
hvert erindið var. Því nokkrum
vikum áður hafði jeg verið í ara-
bisku hafnarborginni Hodeldah
við Rauðahafið. Þar hafði jeg sjeð
hinn leynilega þrælamarkað. Þar
sá jeg hópa af þrælum, skeggj-
aðir Arabar gættu þeirra. Meðal
liins hernumda fólks voru margir
frá Siidan.
Daginn eftir að flugmennirnir
lögðu upp í leiðangur sinn, heim-
sótti jeg arabiskan kaupmann.
Verslun í Siidan barst í tal.
Jeg sagði svona við hann.
— Og þar viðgengst þrælaversl-
un enn?
Arabinn þagnaði við, og fór að
horfa á veggmyndir frá Mekka.
— Ef þjer einhverntíma kom-
ið til Dinka-Iands, þá getið þjer
enn sjeð gömlu þrælaslóðirnar,
sem kallaðar eru Arabavegurinn.
Og þjer kunnið að verða varir
við mannaferð þar enn. En lofts-
lagið er óholt þar, sagði hann —
og beindi samtalinu að öðrum
efnum.
Þannig komst jeg á snoðir um
þrælaveiðarnar í Súdan og Kenya.