Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1936, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1936, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 155 en lifði eingöngu á harðfiski þeim og smjöri, sem mjer hafði verið út- hlutað á laugardaginn í hegning- arhúsinu, svo og berjum og vatni. Þegar jeg kom yfi.r Hvítá, kom jeg fyrst að Neðranesi. Bóndinn þar, Guðmundur Guðmundsson, þekti mig þegar, tók mig fastan og fór með mig til Guðmundar sýslumanns Ketilssonar, sem síð- an ljet flytja mig hingað suður. Á þeirri leið svaf jeg fyrst undir þaki, frá því jeg strauk.----- Það eru sagnir, að Guðmundur í Neðranesi hafi áður verið kunn- ingi Bjarna, og hafi Bjami því leitað þangað fyrst trausts og húsaskjóls, er hann ætlaði að reyna að forða lífi sínu, en það tókst nú eins og að framan segir. Fangi brýst út úr hegning- arhúsinu, fremur innbrot í verslun, og kemur svo heim í fan^ahúsið aftur. Næst er nú frá því að segja, að rjett fyrir jóhn 1804 (20. des.) kærir Waldbohm fangavörður það, að einn fanginn, 18 ára piltur, Bjöm Gíslason að nafni, hafi um nóttina strokið úr hegningarhús- inu og komið heim aftur sömu nótt, en ekki verið iðjulaus á með- an hann var burtu. Björn þessi var ættaður af Kjal- arnesi og hafði verið dæmdur í tveggja ára hegningarhúsvist 28. júní 1804, fyrir ýmsa smáþjófn- aði. Sóknarprestur hans gaf honum þá þann vitnisburð, að hann sje „óhlýðinn, ótrúr og ófyrirleitinn“. Fangelsisstjórnin bregður við og setur rjett yfir Birni, og hefir hann einkennilega sögu að segja, að hann hafi brotist út úr hegningar- húsinu til þess að fremja innbrots- þjófnað niðri í bæ. Saga hans var á þessa leið: — Jeg opnaði eldhúsgluggann og fór út um hann. Hafði jeg með mjer pál úr hegningarhúsinu. Síð- an helt jeg rakleitt niður að húsi Jóns kaupmanns Laxdals og braust þar inn í búðina á þann hátt, að jeg losaði gluggaskeiðarn- ar frá með pálnum, braut svo tvær neðstu rúðurnar og rimann milli þeirra, og skreið þar inn í kram- búðina. Þar tók jeg smápeninga í skúffu, 32 skildinga, einnig 6—7 skonrokskökur, borðaði 5 af þeim, en fór með tvær heim. — — — Waldbohm fangavörður lagði nú fvam í rjettinum þýfi það, sem hann hafði tekið af drengnum. Var það ein skonrokskaka, ein kringla, 32 skildingar og einir vetlingar. Þegar Björn var spurður að því hvar hann hefði fengið þessa vetl- inga, sagði hann að Helga Jóns- dóttir, fangi í hegningarhúsinu hefði látið sig fá þá. Nú var Helga kölluð fyrir rjett- inn og bar hún það að þetta væri satt. Hún hefði látið Björn fá vetlingana í staðinn fyrir leirkrús, sem hann hefði sagt sjer að hann hefði keypt af Jóni í Melshúsum fyrir 4 skildinga, en þá peninga hefði hann fengið hjá Jóni Gísla- syni fanga fyrir það, að selja honum nokkuð af miatarskamti sínum. Hvort þessi matsala Björns hef- ir orðið þess valdandi að hann hafi verið orðinn svangur og þess vegna þurft að stela til matar sjer, verður ekki sjeð. En sagan sýnir — eins og margar aðvar frá þ-ss- um árum — að fangarnir í hegn- ingarhúsinu hafa verslað hver við annan, og við menn utan hegn- ingarhiissins, eins og síðar irun sagt verða. Jón Laxdal kaupmaður bjó einn í húsi sínu, en um þessar mundir var hann ekki hei.ua. Hann var uppi á Skaga í ein hverjum erindagerðum, og var húsið því mannlaust. Sennilega hefir Björn Gíslason frjett það, eða haft eitthvert veður af því, e>i stjórn hegningarhússins læst ekk- ert um það vita, og spyr hann hvað hann mundi hafa til bragðs tekið, ef hann hefði rekist á ein hvern mann í Laxdalshiisi. — Þá hefði jeg undir eins tekið til fótanna og hlaupið beina leið heim í tugthúsið aftur, svaraði Björn. Fansíavörður grefur skýrslu. Nú var tekin skýrsla af Wald- bohm fangaverði og er skýrsla sú að mörgu leyti fróðleg um það hver bragur hefir þá verið innan veggja í stofnuninni. Hann skýrði frá því. að klukk- an nær eitt um nóttina hefði fanginn Jón Helgáson vakið sig og sagt sjer að nú væri Björn Gíslason strokinn. Kveðst hann þá hafa farið á fætur og leitað að Birni eins og saumnál alls staðar um húsið en hvergi getað fundið hann. Nú voru góð ráð dýr, en þá kom leynilögreglumannseðlið upp í Waldbohm. Hann tók þá ákvörð- un að bíða þangað til þrællinn kæmi aftur! Slökti hann nú öll Ijós í fangahúsinu og sat inni í stofu í 1%—2 klukkustundir. Þá heyrir hann eitthvert þrusk, og er nú Björn að koma heim. Hann hafði reist handbörur upp að eld- húsglugganum og kleif upp eftir þeim og inn um gluggann. Jú, Waldbohm hafði ekki skjöplast! Og nú var hann ekki lengi að bregða við. Hann þreif refsivönd í hönd sjer, kveikti ljós og æddi að Birni og heimtaði að hann með- gengi hvar hann hefði verið. Strákur varð hvergi hvumsa við og laug einhverju, sem honum þótti líklegast. Þá skipaði Wald- bohm tveimur föngum að leysa of- an um hann og ætlaði nú að hýða hann til sagna. Þá gugnaði Björn og meðgekk alt. Afhenti hann nú þýfið og auk þess svuntu, sem hann hafði utan um það. Sagði haitn að Þrúður Dagsdóttir hefði ljeð sjer þessa svuntu til þess að hafa utan um vikuskamt sinn, svo að íottur kæmist ekki í hann. Sjest á þessu að þá þegar hefir rottu- plágan verið byrjuð í Reykjavik. Að þessari yfirlýsingu Björns fenginni segist Waldbohm hafa farið með honum og tveimur öðr- um föngum, þeim Jóni Snorrasyni og Guðmundi Nikulássyni niður að húsi Jóns Laxdals og sjeð þar verksummerki. Kvaðst hann hafa fengið menn til þess að halda vörð um húsið, og verður tæplega annað sjeð en að varðmennirnir hafi verið þeir fangarnir Jón og Guðmundur. En með Bjöm fór hann heim í hegnmgarhúsið og ljet setja háhri‘í járn. ii j . Þann vitnisburð gaf Waldbohm Birni, að meðan hann hefði verið í hegningarhúsinu, hefði hann reynst mjög þjófgefinn og kvaðst hafa orðið að berja hann hvað

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.