Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1936, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1936, Blaðsíða 4
156 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hlutskifti gáfumanna. eftir annað fyrir |iað. Ekki vildi nú Björn meðg;anga þetta. Kvaðst aðeins einu sinni eða tvisvar hafa stolið smjöri í fangaklefa Jóns Snorrasonar! Þegar Jón Laxdal kom til bæj- arins Gg var yfirheyrður, virðist svo sem liann haii viljað gera sem minst vtr þjófnaðinum og spjöllum á húsinu. Kvaðst hann hvorki hafa saknað skonroks, kringla nje brennivíns, en eitthvað af smápen- ingnm. sem voru á glámbekk. hefði horfið. Hinn 27. febrúar var Bj örn dæmdur fyrir þennan inn- brotsþjófnað að hýðast við staur og þrælka æfílangt á Brimarhó'-mi. Framh. Mýr amtmaður í Færeyjum. Færeyingar hafa fengið nýjan amtmann. Hann lieitir Hilbert og var áður dómari í Danmörku. Hann sjest hjer á myndinni ásamt korni sinni og dóttur. Einu íúnni kom inaður i bæ og liafði með sjer byssu. Fer kerl- ing að skoða byssuna. rekur fing- ur ofan í hlaupið og segir: — Þetta hlýtur að vera góð byssa, hún er helvíti djúp. p.VRÍSARBLAÐ. sem gefið var út árið 1610, segir frá ein- kennilegum atburði: Einn góðan veðurdag hljóp maður fram og attur um stræti borgarinnar, og á eftir honum kom stór hópur öskrandi og hlæjandi fólks, og hrópaði það að honum smánarorðum og kersknis- orðum, þeim sárustu, er frönsk tunga á í fómm sínum, og er þá mikið sagt. Þessi maður var liædd- ur 0g fyrirlitinn af öllum. Hvers vegna ! Vegna þess að hann helt staf á loft. Á efri enda þess stafs voru útspentir jámþræðir og yfir þá þakið með dúki. Voru þræðirnir þannig, að leggja mátti þá og dúkinn niður með stafnum. en þegar þeir voru útspentir, átti dúk- urinn að hlífa manni við regni. I ’et ta var fyrsta regnhlífin, sem sögur fara af. ()g þess vegna varð upphlaup, öskur og háðsglósur á giitum Parísarborgar! Bagan endurtekur sig altaf á hverri öld þegar upp kemur eitt- livað nýtt, sem menn eiga ekki að venjast. Áður en þessi atburður skeði höfðu menn notað „regn- dúka“, nokkurskonar sjöl, sem þeir breiddu yfir höfuð sjer. Eng- inn minsti efi er á því, að .það var mikil framför að fá regnhlífar í þeirra stað. En þetta litla dæmi nægir til að sanna hvað alt nýtt á erfitt uppdráttar, og hvað gáfu- menn, hugvitsmennirnir, em oftast lítils virtir. Á (’ampo de Fiori, blómatorg- inu í Róm, stendur minnismerki Giordano Bruno, gáfumannsins mikla, sem skóp nýa héimsskoðun. Hann skar fyrstur manna upp úr með það, að heimurinn væri tak- markalaus, hann fullyrti það fyrst- ur manna að stjörnumar, sem menn höfðu haldið að væri aðeins ljósdeplar til prýði á festingunni, væri risavaxnir linettir, og að í himinhvelinu mundu óteljandi slík- ir hnettir bygðii' lifandi og skyn- emi gæddum verum. Hver vom laun hans fyrir það að koma fram ineð þessa skoðun? Hann var brendur á báli fyrir það í febrú- ar árið 1600, einmitt á þeim sama stað, þar sem nú stendur minnis- merki hans, uinfaðmað dýrlegu blómskrúði. Hann var gáfusnill- ingur, niörgum öldum á undan samtíð sinni. UNDAN SAMTÍÐINNÍ. Það er dauðasvnd hugvitsmann- anna! Það er auðveit að ámæla þeim, sem ekki hafa kunnað að meta snillingana, hafa ofsótt þá og líflátið. En það sorglegasta við þetta er ekki það. að snillingamir hafa verið ofsóttir, heldur hitt, að almenningur liefir gert það eftir bestu sannfæringu. Sá, seni heldur, að það sje að- eins heimslringjar, sem ofsækja gáfumenn og hugvitssnillinga. honum skjöplast. Þegar Koper- nicus kom fram með heimsskoðan sína, hneyksluðust á henni hvorki verri nje ininni menn en þeir Marteinn Lúter 0g- Filip Melanch- ton. Lúter sagði: „Þessi asni ætlar að umhverfa himninum, en kenn- ingar biblíunnar eru gagnstæðar því, sem hann heldur fram“. En um mikilmennið Lúter segir annar eins vitmaður og Nietzsche, að hann sje „heimskur sveitamaður“. Napóleon mikli átti í stríði við Englendinga, og gat ekki náð sjer niðri á þeim, vegna þess að Bret- ar höfðu yfirráðin á hafinu. Þrátt fyrir það gat honum ekki skilist hverja þýðingu gufuskip mundu haf'a, og hundsaði snillinginn Ful- ton, sem fyrstur fann þau upp og reyndi að sýna keisaranum fram á hverja yfirburði þau hefði yfir seglskip. Og stórskáldið Shakespeare varð að þola það að vera kallaður „versti leirbullari“ — ekki af ó- mentuðum mönnum, heldur af fremstu inönnum bresku þjóðar- innar á þeim tíma.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.