Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1936, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1936, Blaðsíða 6
158 ítök þau, er hann hafði keypt. Fór hann nú þess á leit við Yilhjálm bónda Arnason á Hjartarstöðuin, að hann innleysti Gullteigana fyr- ir sama verð og Brynjólfur hafði greitt fyrir þá, en Vilhjálmur tók því fjarri, þeir væru sjer einkis virði. Skildu þeir að því. Litlu síð- ar frjetti Vilhjálmur að á næsta vori ætti að byggja nýbýli á Gull- teigum og það ætlaði að gera mað- ur, sem Vilhjálmur vildi alls ekki hafa í nágrenni við sig. Brá hann J)á við, skrifaði Gísla og bauðst til að kaupa Gullteiga. Var það auðsótt, enda var byggingarsagan að mestu eða öllu lýgi. Því næst fann Gísli Fellnamenn að máli og bauð þeim Spanarhól fyrir 30 spesíur. En þeir hlógu að lionum og sögðu að honum væri tkki of gott að hafa öll þau not, er hann gæti haft af þessari fast- eign sinni. Svo leið og beið þar til Gísli var farinn að búa á Brekku- seli. Þá bauð hann nágrönnum sínum hagagöngu fyrir lömb sín og geldfje í Fellnaheiðinni, með mjög góðum kjörum, en þeim skilmála, að þeir yrði að reka fjeð upp í sjálfan Spanarhól. Þetta gekk eins og í sögu. Nú frjetta LESBÓK MORGUNBijAf)SINS Fellnabændur að Tungumenn reki lömb sín og geldfje í Fellnaheið- ina, án þeirra vilja eða vitundar. Þótti þeim það ad undarlegt og óvanalegt tiltæki og leituðu eftir hvernig á þessu stæði. Svöruðu all- ir, að þeir hefði rekið í Spánarhól með leyfi Gísla. Sáu Fellnamenu þá sinn kost vænstan að kaupa hólinn, heldur en verða fyrir slík- um búsifjum á hverju ári. Þannig gat Gísli með klókindum selt bæði Gullteigana og Spanarhól, en það sagði hann mjer, að fyrir Kríu- hólmann liefði hann ekkert fengið. Um Evert afa sinn kvað Gísli vísu þessa : Embætti sjer aldrei kaus, eða hepni stóra, oftast var hann iðjulaus eins og kengilóra. Kona kom til Guttorms prófasts Þorsteinssonar á Hofi í Vopna- firði og sagði: „Sælir veri þjer höfuðsóttargemlingur góður, bölv- aður fóðrar prófasturinn drapst í gær og lje't jeg þó ekki sólina út fyr en gemlingarnir voru komnir hátt á loft“. Hvcrnig varQutcn- bcrg í hdtt? Fjölda margir listamenn hafa spreytt sig á því að gei'a mvnd at’ J. Gutenberg, höfundi prentlist- arinnar, eins og þeir halda að hann hafi verið í hátt, því að engin mynd er til af honum. Með- al þeirra listamanna er Albert Thorvaldsen, og var líkneskið af Gutenberg, gert eftir frummynd hans, reist árið 1837 í Mainz, þar sem Gutenberg fæddist. — A öllum myndum er Gutenberg með heljarmikið tjúguskegg, og þannig stendur hann flestum fyrir sjónum. Enginn veit nú hvernig Gutenberg var í hátt. En þýskur prentari, Karl Mahr, hefir gert af honum mynd, og þar er hann skegglaus. Segir Mahr, að á þeim tímum, sem Gutenberg var uppi, hafi það verið óhugsandi að lærður maður og ,,patricier“ liafi verið með skegg. Tískan krafðist þess þá strengilega, að menn væri skegglausir. Hjer <er mynd Mahrs af honum. Á hábrautarstöð í London rakst ung kona fyrir nokkru óvænt á mann sinn og varð svo glöð, að hún rauk á hann og rak að hon- um rembingskoss. Manninum brá mjög, því að hann átti ekki á þessu von. Hörfaði hann aftur á bak, fell niður af stöðvarpallinum og lenti undir eimreið. Beið hann þar skjótan bana. Konán var te'kin föst og ákærð fyrir að vera völd að dauða hans. | ..................................................... s Vorljóð. Lóan er komin, kvöldljóðin óma, kveða nú fuglar um vorið í hlíð, altaf er söngljúft að heyra þá hljóma hlusta á ljóðin svo töfrandi blíð. Rósmildu strengina blómgyðjur bæra í brjóstum sem unna og vængina þrá. Brosandi svífur nú sumarið kæra, sólríkt og fagurt um vorloftin blá. Lífið er fagurt, fuglarnir syngja fagnandi kveða þau sólglöðu ljóð, sumarsins gestir sem gleðina yngja gullhörpur stilla um vorkvöldin hljóð. Ómarnir berast um bláheiða geima, brosandi heiðin í sólfaðmi skín. Æskunnar sumar er sælast að dreyma, syngjandi vorfugl í blómlundum þín. Kjartan ólafsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.