Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1936, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1936, Blaðsíða 8
160 LESBÓK MORGtJNBLAÐSINS Hið fa"i-a finska skip, ..Herzop-in Ceeilie“, sem var stærsta seglskip lieimsins, strandaði fyrir skömmu við Devonsliireströnd í Englandi. Myndin er tekin af skipinu þar sem það er komið hliðflatt alveg upp í landsteina. 5mœlki. Hann: Hvers vegna kaupirðu altaf of stórar skyrtur handa mjer? Hún: Heldurðu að jeg vilji láta verslunarmanninn vita að jeg sje gift öðrum eins væskli og þu ert! * Sigmundur Long segir frá því að hann hafi verið á gangi nærri brjefaskrínu. Kom þá karl með brjef og stakk í skrínuna, en svo illa vildi til að frímerkið datt af og fell á götuna! Karl ljet sjer ekki bylt við verða, tók frímerkið og límdi það utan á brjefaskrínuna. — Haldið þjer máske að jeg sje fullkominn asnif — Nei, enginn er fullkominn. Hún: Nú vona jeg að þjer hafið tekið fallega mynd af mjer. Ljósmyndari; Já, hún skal verða svo falleg að þjer þekkið yður ekki á henni. — Hvers vegna ertu svona sorg- mæddurf — Hún Elín hryggbraut mig í gærkvöldi. — Veistu ekki að „jörðin er af konum kvik, og kveðji þig ein er það skaði þjer engi“? — Jú, en ósköp vorkenni jeg henni! * Cunardlínu-fjelagið keypti hjá einu firma í Liverpool handa skipinu „Que'en Mary“ 25.000 diska, 16.500 vatnsglös, 14.000 bollapör, 10.000 sósuskálar og 7.500 kaffikönnur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.