Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1936, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1936, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 159 Kum Kalesi eitt af hinum gömlu vígjum við Dardanellasund. Nú vilja Tyrkir fá leyfi til Jiess að byggja nýtísku vígi við sundin. — Molar — Hvers vegna? Því meira, sem þú lœrir, því meira kantu; pví meira, sem þú kant, því meira hefirðu að gleyma; því meira, sem þú getur gleymt því meira gleymirðu; því meira, sem þú gleymir, því minna kantu. Hvers vegna ertu að læra? Hvað er sannleikur? Ef þú segir um sjálfan þig „Jeg lýg því“ og segir það satt, þá lýgur þú. Ef þii segir „Jeg lýg því“ og lýgur, þá segir þú satt. í dönsku bfaði stóð nýlega eft- irfarandi auglýsing: — Markaðsdaginn 16. þessa mánaðar seljast reyktir makrílar af undirrituðum Hansen fisksala, sem er nýkominn frá Skagen í glænýreyktu ásigkomulagi. Lif- andi rauðsprettur- má panta og jýerðq þær spndar um allan bæ í síma 66. Hinar heiðruðu húsmæður bið jeg >að minnast þess að je'g sker af þeim hausana og flæ þær ókeypis. Kolsýra og fiskgeymsla. Bandaríkjamenn liafa gert til- raunir með geymslu á nýjum fiski í kolsýru, (sömu lofttegund og notuð er við sódavatnsgerð), sjer- staklega ýsu. Borið var saman geymsLa á fiskinum í muldum ís, með og án kolsýru. Eftir viku- tíma kom það skýrt í ljós að fisk- urinn geymdist betur í ísi og kol- sýru, einkantega fiskur' sem var orðinn það gamall að stirðnun var horfin er hann var lagður í geymslu. Kolsýran hindrar mjög bakteríuvöxt og ýldu. Ráðgert er að búa fiskiskip út með tækjum til að nota kolsýru auk þess sem hún verður einnig notuð í geymslu- liúsum og flutningavögnum. (Journ. of Amer. Medical Ass. 8/2) Langur ddsvcfn. í einu af úhverfum Chicago- borgar á heima ung stúlka, sem heitir Patricia Mc. Guire. Hefir hún legið í nokkurskonar sve'fn- móki á fimta ár. Hin unga stúlka gengur venjulega undir nafninu „Svefnmærin fagra í Oakpark". I febrúarmánuði 1932 varð hún skyndilega meðvitundarlaus og hefir síðan le'gið fyrir dauðanum, að því er læknar telja. Tímunum saman hefir varla sjest lífsmark með henni, en stundum hefir hún getað lireyft fingur til merkis um það, að hún heyri það, sem við hana er sagt. En allan tímann hefir hún verið máttlaus að öðru leyti og ekki getað sagt eitt ein- asta orð. Bridge. S: D, 10, 9,8. H:6,5. T: 4. L: ekkert. S: enginn. B S: G. H: D, 10, 4. C D H: 9,8. T: 9. T: 8,7. L: K, D,6. fl L: 9, 5. S: enginn. H: Ás, G. T: 10,5. L: 10,8, 7. Spaði er tromp. A slær út. A og B eiga að fá alla slagina. Stóri Hallgrímur var að lýsa vatnsmyllu. Hann komst svo að orði: Það er ugla upp og ugla niður, ugla út og ugla suður, og svo er nú steinn og svo er nú spýta, og svo er malað með þessu, maður!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.