Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1936, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1936, Blaðsíða 1
hék 20. tölublað. JWoír^MJiMaSsijiö Sunnudaginn 17. maí 1936. XI. árgangur. I*»r«í4«r»r..t»miðj» k.f. ARNI OLA: Kaflar úr sögu HEGNINGARHUSSINS T JPP úr aldamótunum 1800 *-^ fer föngum sífelt fjölg- andi hjer í hegningarhúsinu, svo að til vandræða horfir um það að láta þá fá nógan mat, og gæta þeirra. Hinn 3. mars 1804 eru taldir þar 19 fangar fyrir utan sakafólk, en það var 7 karlmenn og 7 konur, eða alls 33 fangar, en í nóvember sama ár, eru fangarnir 40. Eru jafnan taldir margir sjúklingar á meðal þeirra, og eru konur þær, sem hraustar eru, látn- ar hjúkra þeim, en annars stunda þær tóskap, ræsta fangaklefana og íbúð fanga- varðar; eru í eldhúsinu, látn- ar fara í þangfjöru, vinna að mó og garðrækt o. s. frv. En karlmennirnir eru látn- ir stunda allskonar úti- vinnu hjá hinum og öðrum, kom jafnvel fyrir að þeir voru lánaðir suður til Kefla- víkur. Á vertíðinni eru þeir, sem hraustir eru, látnir róa og í apríl hafa þeir flestir róið 6—12 daga, en sumir verið í beitifjöru. Er nógu fróðlegt að taka lítinn kafla upp úr vinnuskýrslum fanga varðar. í aprílskýrslunni fyrir árið 1804 segir svo: — Jón Jónsson stóri 11 daga við útróðra, Jón Helga- son einnig, Guðm. Nikulás- í REYKJAVIK son 12 daga við sjóróðra, 3 daga í beitufjöru. Hannes Hannesson 12 daga við sjó- róðra, 3 daga í beituf jöru, 1 dag að sækja skipið, \{< dag bjá Frydensbergbæjarfógeta 1 dag hjá Wetlesen, 2 daga í apótekinu, 1 dag að höggva brenni. Jón Runólfsson 11 daga í beitufjöru, 1 dag hjá Wetlesen, 1 dag hjá Knud- sen, 1 dag að sækja lækni t'l að skoða lík eins fangans. Tveir voru 17 og 19 daga að vinna út í bæ. Þuríður Niku- lásdóttir gerði hreint í 23 daga, Kristín Vigfúsdóttir var við hjúkrun allan mán- uðinn. Helga Jónsdóttir var ýmist við hjúkrun eða í fiski. Jón Snorrason var um- sjónarmaður hússins. Af sakafólkinu voru allir veikir, nema einn sem dó! Konurn- ar voru og flestar vákar. Má nú gera ráð fyrir að sumir hafi slegið á sig skrópasótt, en aðrir hafi verið veikir af slæmri að- búð og illri meðferð. Munu sjást rök til þess í því sem fylgir hjer á eftir. Vegna þess að fangarnir ljeku nokkuð lausum hala, varð gæsla þeirra erfiðari, og voru þeir stundum að strjúka, eða fóru ferða sinna að fangaverði forspurðum og kynokuðu sjer jafnvei ekki við að fremja allskon- ar þjófnað innan veggja hegningarhússins. Verða nú talin ýmis slík atvik, eftir því sem frá þeim er skýrt í fundabók hegningarhús- stjórnarinnar og öðrum skjölum. TJ ÍNN 23. áfrúst 1804 helt hegn- * " ingarhússtjórnin fund í hegn- ingarhúrinu. Fundarofnið var það, að halda yfirheyrslnr yfiv nokk- iinim föngum, srm Waldbohm fangavÖrBur hafði tilkynt að tek- ið hefði sio- saman uái þaí að strjúka ár fangahiísinu. V"«ri fóringi þoirra Bjarni Bjarnason. morðinginn frá Sjöundá. Haf'ði hami longi verið haf'ður í járnnm. en slept úr þeim að læknisráði. vegna þess hvað honum var orð- ið ilt í fótunum. Kagði Waldbohm í kem sinni. að fangarnir hefði Útvegað sjer ýmis verkt'æri, svo sem öxi, tvo knífa. sax Og heykis- kníf.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.