Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1936, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1936, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 157 Olympleikvangurinn í Berlín. Myndin er tekin ur loftfárinu ,,Húidenburg‘‘ er það flaug þar yf'r. CCIIOPENHAUEIÍ sagði: „Það ^ fer um snillingana eins og fíkjurnar; þeir eru ■ þá fyrst ein- hvers metnir þegar ])eir hafa verið þurkaðir“. Stundum fá snilling- arnir viðurkenningu ]i;;;ar ]>eir eru dauðir, stundum ekki fyr en mörgum öldum seinna. Það er alt undir því komið hvenær aldarand- inn kann að meta þá. En ])á kem- ur aftur hið sorglega: Hver heimskingi segir, að það, sem þeir hafa haldið fram, „liggi í augum uppi“. EGAR talað er um það hverj- um það sje að kenna að af- burðiamennirnir eru ekki þiegar viðurkendir, skjöplast mönnum yf- irleitt hrapallega í dómum sínum. Versti óvinur þeirra hefir ekki verið ómentaður og sauðsvartur almúginn, heldur stjett liinna „lærðu“ manna, og þeir þar fremst- ir í flokki, er mest álit hafa á sjer liaft. Slíkir menn eru alla jafna verstu óvinir snillinganna. Og þetta verður skiljanlegt, ef maður hugs- ar sig dálítið um. Það hefir enga þýðingu hv.að Pjetur eða Páll segir; þeir geta aldrei felt neinn úrskurð um gáfur manna, enda viðurkenna þeir oftast að ,,þeir hafi ekkert vit á þessU“. En „vitru mennirnir“, standa á milli þeirra og snillinganna, þeir eru hinn óyfirstíga nlegi þröskuldur fvrir aimenningsálitið. Þeir mega ekki láta skyggja á sig, og þetta er svo f jarska mannlegt! Mönnum er ]>að yfirleitt í blóð borið, að unna ekki öðrum þess að vera sjer fremri, þeim mun fremur sem þeir finna til þess að þeir eru betri» gáfum gæddir, en aðrir. Þá gei’a þeir sig að dómur- um og segja afburðamönnunum til syndanna. Einn slíkur maður sagði um tónsmíðar Richards Wagners: „Hundar spangóla þeg- ar þeir heyra lögin hans“. Því frumstæðari sem nýjar hug- sjónir eða uppgötvanir eru, því meiri mótspyrnu sæta þær af sam- tíð sinni, því rækilegar vara gáf- aðir og lærðir menn almúgann við þeim. Alt er þetta gert af bestu sannfæringu. Og þar með er sögð sorgarsaga gáfumanna og snill- inga. Ymsar sagnir. (Eftir handrit.i Sigm. M. Long í I.andsbókasafni). Brynjólfur Wíum og Gísli Wíum. Brynjólfur Wíum var sonur Everts sterka, sonar Hans Wíums sýslumanns. Hann var sjerstakur starfs- og nytsemdarmaður og í fumum atriðum langt á undan sínum samtíðarmönnum á Austur- landi. Gerði liann miklar jarða- bætur, svo sem túngarða bæði á heimajörðum og beitarhúsum, og vatnsyeitur á tún og engjar. Var hann snillingur í vatnsveitum og sagði sjálfur að hann gæti teymt vatnið eins og taumgóða skepnu. Fyrir jarðabætur sínar fekk hann heiðurspening úr silfri frá Land- búnaðarfjelaginu danska. Gfísli Wíum erfði peninginn og lj|et smíða úr honum matskeið. Brynjólfur var einkennilegur í háttum, t. d. keypti hann ítök á ýmsum stöðum og galt fyrir pen- inga, þó engin líkindi væri til ]>ess, að hann hefði hin minstu not af þeim. í Fellnaheiðinni upp af Fljótsdalshjeraði stendur ein- stakur stuðlabergsklettur, afar ein- kennilegur, nefndur Spanarhóll. Fyrir hann borgaði Brynjólfur 30 spesíur. Á Hjartarstöðum í Eiðaþinghá keypti hann blett, sem kallaður er Guhteigar, sennilega í skopi, því að þeir eru einkis virði. Þeir eru áfastir við túnið á Hjartarstöðum. varla meira en dagslátta að stærð. Það eru smáhryggir, sums staðar flatar klappir berar og mýrasund í milli. í Lagarfljóti undan Ketilsstöð- um á Völlum var lítilf hólmi viði- vaxinn, nefndur Kríuhólmi. Hann keypti Brynjólfur. 1 seinni tíð ,er hólminn að mestu horfinn. Brynjólfur ] jet eftir sig tals- verðar eignir, mikið af bókum en mest í peningpm. Gísli Gíslason Wíum (þróðursonur hans) erfði þelming eigna hans, þar á meðal

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.