Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1936, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1936, Blaðsíða 1
29. tölublað. Sunnudagínn 19. júlí 1936. XI. árgangur. U+Jolé+ryr—ttmie)* k.f. Besta greín bíaðamannsíns. Horace Greeley, ritstj. „Tri- bune“ í New York, var fyrir rúmum áratug álitinn mikilhæfasti blaðamaður í heimi, ásamt De- lane, ritstjóra The Times, En rithönd Greeleys var jafn- fræg — eða alræmd, fyrir það, hversu slæm hún var, og hann var sjálfur frægur blaðamaður. Hún var svo slæm, að fæstir gátu lesið hana. Einkum voru setjararnir, sem settu Tribune, hræddir við hana, og sá þeirra, sem hlaut greinar Greeleys til setningar, leit svo á, að hann væri sjerstaklega grátt leikinn af forlögunum. Einn maður, setjari að nafni Palmer, átti þó ekki eins örðugt með að lesa hana eins og aðrir, og að lok- um krafðist Greeley þess, að hon- um yrði falið það starf að setja leiðara ritstjórans á hverjum degi. Greeley var orðinn þreyttur á því að svara spurningum fórn- ardýra sinna og skýra fyrir þeim orð, sem þeir gátu ekki lesið. Tímar liðu ag Palmer var bii- inn að koma því svo fyrir, að hann gerði ekkert annað en að setja kvöldgrein hins mikla blaða- manns og neitaði eindregið að gera annað. Hann var, sá maður- inn, sem blaðið gat síst án verið, og Greeley hlúði að og ýtti undir þessa sjervisku hans. Svo var það dag nokkurn, að einum af setjurunum datt í hug snjallræði. Palmer var óþolandi. Það var nauðsynlegt að lækkað yrði á honum risið. Þessvegna gerðu allir í setjarasalnum, sextíu til sjötíu manns, samsæri gegn honum. Þeir náðu í nokkrar stór- ar hvítar arkir og breiddu þær á gólfið eins og veggfóður. Þvínæst náðu þeir í tvo smáfugla, ljetu þá hoppa á prentsvertuplötunni og hleyptu þeim síðan á arkirnar á gólfinu, þar til þær voru allar orðnar krassaðar og út krotaðar eftir klær fuglanna. Ekki leið á löngu áður en arkirnar voru orðn- ar fuilar af ólæsilegu liieroglyfri. Samsærismennirnir tóku ])á upp arkirnar, kliptu þær sundur í venjulega handritapappírsstærð, tölusettu þær og settu þær á hand- ritakrók Pahners, þar sem leiðar inn var vanur að vera, þegar Palmer kom klukkan sex. Síðan fór hver á sinn stað og nú var beðið eftir Palmer. Hann kom of seint eins og venjulega; hengdi upp hattinn sinn; ljet á sig svunt- una; setti upp gleraugun; fylti pípuna sína; kveykti í henni við gaslogann fyrir ofan „kassann" sinn; tók upp „hakann“ og tók handritið af króknum. Allra augu mændu á Palmer. Augun ætl- uðu vít úr þeim, því að — hann byrjaði að setja! Hann helt áfram línu eftir línu, án þess að hika, blað eftir blað, haka eftir haka. Einu sinni eða tvisvar þurkaði hann af gleraugum sínum, en helt síðan áfram. Samsærismennirnir náðu varla andanum. Það var furðulegt að horfa á þetta. Alt í einu hætti Palmer. Hann einblíndi lengi á „handritið11. Síðan gekk hann burtu frá kassanum, sneri aftur og leit á það aftur. Hann lyfti hend- inni, eins og hann ætlaði að halda áfram, en hikaði. Síðan klóraði hann sjer í hnakkanum og vand- ræðasvipur kom á ellihrumt and- lit hans. Hann reyndi og reyndi hvað eftir annað, en hann komst ekki lengra. Hann sat fastur, í fyrsta skifti í mörg ár! Hann var of stoltur til þess að leita á náðir nágranna síns. Pjw hefði hann gengið í dauðann; en hann vissi hins vegar, að liann varð að ljúka verki sínu. Að lokum kyngdi gamli maðurinn stærilæti sínu, gekk rakleiðis út úr setjarasaln- um, með allra augu á eftir sjer og fór niður í ritstjórans heilagasta. „Sælir, Palmer!“ sagði Greeley. „Það eru mörg ár síðan að þjer voruð hjer síðast á ferðinni. Er eitthvað í ólagif' bætti hann við, er hann sá vandræðasvipinn á gainla manninum. „Já, herra Greeley“, sagði Palm- er. „Jeg bið yður mikillega að af- saka. Jeg sit fastur. Jeg get ekki lesið úr þessu orði“. Hann rjetti fram blaðið, sem hafði leikið hann svo grátt. Gree- ley tók við því, setti upp gleraug- un og sagði: „Hvað ? Þetta hjerna ?“ „Já, herra“. „Hvað þá, hvað gengur að yð- ur, flónið yðar! Þetta orð er „ólög- legt“. Það hlýtur hver asni að sjá“. Með þetta sneri veslings Palmer aftur og setti það; og síðar meir var sagt, að þetta hafi verið besti leiðarinn, sem Horaee Greeley hafi nokkru sinni skrifað.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.