Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1936, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1936, Qupperneq 6
230 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Flokkað er eftir lúsum - eða „gístíhúsíð“ í Genua. Smásaga. Það er allskonar fólk, sem safn- ast saman kl. 7 að kvöldi fyrir framan fátækra-gistihúsið í Ge- núa. þar sem menn geta fengið 6- keypis næturgreiða. Þar eru hafn- flækingar með skítugar húfur niður um eyru, og tötralegir betl- arar, sem hafa vafið tuskum um fætur sjer, í staðinn fyrir venju- legan skófatnað. Þar eru negrar, sem ekki er hægt að giska á hvað hafa fjTÍr stafni. Og þar var í þetta skifti sem jeg var með í hópnum, rakarasveinn einn, sem sýnilega hafði þekt betri daga. Hann var á niðurleið í þjóð- fjelaginu. Smvrslin, sem liann hafði í hárinu, voru það eina, sem bar vott um, að hann hefði ný- lega átt heima annarsstaðar. Þar er sem sagt misjafn sauður í mörgu fje — og enginn tekur til þess þótt jeg sje með í hópnum aftastur í röðinni. Á slaginu klukkan sjö eru dyrn ar opnaðar. Fvrst þurfa tveir lög- regluþjónar að skoða okkur, sem svipast eftir „gömlum kunningj- um“ í hópnum. Og síðan eigum við að segja dyraverði til nafns okkar. Um heimilisfang er ekki spurt, enda væri það í flestum til- fellum tilgangslaust. En um ann- að er hægt að spyrja, t. d. föður- nafn og nafn móður. Margir hafa aldrei heyrt getið um föður sinn, og sumir geta ekki nafngreint móðurina heldur. Þá eru menn spurðir hvort þeir sjeu giftir. Og þó þeirri spumingu sje svarað neitandi, kemur sú næsta: hve mörg börn menn eigi innan 16 ára. Þá kemur í ljós, að sumir hinna ógiftu eiga á annan tug barna. Þegar allir hafa gefið skýrslu er þeim hleypt inn í borðstofuna, þar sem hver maður fær súpuskál, þ. e. a. s. rjettu nafni er það heitt vatn með brauðmolum í. Flestir hafa ekki bragðað mat lengi, svo súpan hverfur fljótt. Að máltíð lokinni byrjar merki- legasti þátturinn á dagskránni. Þá er öllum skift í flokka, ekki eftir aldri nje stjett, heldur eftir mis- munandi stigbreytingu í óþrifum. Mönnum er skift í þrjá flokka. Þeir sem alls ekki eru lúsugi'r fara í sjerstakan flokk; þeir sem eru í meðallagi lúsugir fara í miðflokk, og þeir sem eru morandi í lús, fara í þriðja flokkinn. Einn af starfsmönnunum brett- ir upp ermarnar og skiftir í flokka eftir þessum reglum. Hann liefir æfinguna og er því ótrúlega fljótur að kveða upp iirskurðina. Menn eiga að hneppa upp skyrt- unni í hálsmálinu, ef þeir eru í skyrtu. Með því að styðja lófan- um á brjóstið getur bann sain- stundis kveðið upp úrskurð um, hvort maðurinn eigi heima í 1., 2. eða 3. flokki. Við komum 4 í fyrsta flokk — hreina flokkinn. Hinir lentu í 2. og 3. flokki — og miklu flestir í morandi flokknum. Þá kemur baðið. Þeir sem' í „hreinu“ eru þurfa ekki annað en skola sig í köldu vatni. En hinir ern leiddir inn í annað baðiierbergi. Eftir ó- hljóðunum, sem þaðan berast, gengur þar mikið á. Einn af fjelögum mínum, sem eitt sinn hafði lent í 3. flokki. lýs- ir því fyrir mjer með skelfingu, hvernig farið sje með merin. Þeir eru reknir niður í baðker og tveir baðverðir þrífa þá hátt og lágt. Hár og skegg er klipt af mönnum, og allur skrokkurinn burstaður úr sápuvatni. Hann segir frá því, að eitt sinn í fyrra hafi baðverðir haft negra milli handanna, en haldið bann vera kolamokara og ætlað að þrífa af honum svarta litinn. Maðurinn var nær dauða en lífi er þeir átt- uðu sig á því, hver hinn eðlilegi litarháttur hans var. Umsjónarmenn taka við öllum fötum manna, og hver fær sína hreinu náttskyrtu, og getur síðan lagst til hvílu. Herbergin eru ekki stór, 30 sentímetrar til veggjia sitt hvoru megin við rúmið. En vegg- irnir eru úr vírneti. Rúmin eru góð, og þeir sem eru lúsalausir, fá hrein lök, þeir úr miðflokki fá lök, sem hafa verið notuð einu sinni, en þeir úr þriðja flokki verða að liggja á vaxdúkslökum. Hurðunum í hvert „herbergi" er nú lokað af, svo menn komast ekki út. En menn geta talað sam- an gegnum vírnetin. Lengi eftir að við úr 1. flokki erum lagstir fyr- ir, eru hinir að koma úr baðinu. Þeir eru óþekkjanlegir, hreinir, rakaðir og hárlubbalausir. Rakarasveinninn litli var með þeim síðustu. Hann hefir alt á hornum sjer. Hann lenti í mið- flokki. Baðverðirnir höfðu ekkert tillit tekið til þess, hvernig hár hans var greitt. Og nú voru hár- smjrsl öll farin. Klukkan 10 eru ljósin slökt, og þá eiga menn að þagna. En lengi heyri jeg tvo úr þriðja flokki pískra saman um, að þetta skuli þeir aldrei gera aftur. Þeir skuli aldrei stíga sínum fæti á þennan stað, þar sem menn sjeu settir í vatn og farið svo hranalega með menn. Þá sje betra að liggja úti. Nú fari að hlýna í veðri. Og að lokum mæla þeir sjer mót næsta kvöld á afviknum stað. þar sera þeir ætla að sofa undir berum himni. — Hamingjan hjálpi þjer kona, fanst þjer nú íbúðin ekki nógu rök áður! * — Hana, ertu nú aftur farinn að lesa ástarsögu. — Nei, mamma, þessi bók er um hjón.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.