Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1936, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1936, Blaðsíða 4
22« IÆSBÓK MORGUNBLAÐSINS Skemtileg't sendibrjef frá DRAUMA-JÓA Jóhannes Jónsson, öðru nafni Drauma-Jói, átti 75 ára afmseli 2i. apríl þ. á. Reit jeg honum þá brjef og er þetta skemtilega brjef svar við því. Eins og menn sjá, er Jói enn hress í anda og segir skemtilega frá, þrátt fyrir hinn háa aldur sinn; og enn getur hann brugðið fyrir sig góð- látlegu gamni bæði um sjálfan sig og aðra. Og sýnilegt er, að honum hefir Uðið mun betur hin síðari ár xfi sinnar. Óska jeg þess eins honum til handa, að hann megi fá friðsælt og gott æfikvöld. Á. H. B. Þórshöfn 5. júní 1936. Háttvirti prófessor Ágúst H. Bjamason. Kæri vinur! \ STARÞAKKIR fyrir þitt á- gæta brjef, og gladdist jeg niikið yfir því, að prófessorinn skyldi ekki vera búinn að gleyma gamla Drauma-Jóa, þótt 22 ár sjeu nú liðin, síðan fundum okk- ar bar saman. í flestum greinum er jeg líkur því, sem jeg var 1914, en þó get jeg ekki sagt annað, en að stór munur sje á heilsu minni nú og þá, og þakka jeg það því, að æfi mín er nú miklu betri en í fyrri daga. Jeg lifi nú áhyggju- lausu lífi og er mjer óhætt að fullyrða, að allir Þórshafnarbúar sjeu vinir mínir og kunningjar, sem rífast um að gefa mjer að borða, og hafa mig með á flestum tyllidögum, þar sem eitthvað er um að vera fyrir utan liið hvers- dagslega líf og strit. Sálin í gamla Jóa hefir nú víst aldrei verið stór, eftir hans eigin mælikvarða, en þó má segja þar, að lengi geti lítið minkað, því nú man jeg lítið af því, sem skeður á yfirstandandi tímum, en það sem skeði í bernsku og æsku minni, man jeg vel og get sagt börnum og þeim, sem á mig vilja hlusta, ýmislegt frá þeim tímum. Ú segir, að sjera Jlelgi frá Grenjaðarstað hafi sagt þjer, að draumgáfa mín væri að glæð- ast á ný. Ekki veit jeg, hvað jeg á að segja um það. Eitthvað dreymir mig enn. En mjer hættir við að gleyma því draumarugli svo fljótt, þar sem jeg hefi aldrei verið svo ritfær um æfina. að jeg hafi treyst mjer að rita drauma mína jafnóðum. Oft hefi jeg ósk- að þess, að mjer hefði verið kent að draga vel til stafs í stað þess að láta mig þylja langa kverið án þess að mega anda, spjaldanna á millum. Það skilur með okkur Hermanni Jónassyni, að hann var svo vel mentaður maður, að geta fært alla sína drauma og fyrir- brigði sjálfur í letur, og margt hefði orðið öðruvísi í bókinni „Drauma-Jói“, ef alt liefði verið tekið eftir mínu eigin handriti, það, sem í henni er skráð.*) Jæja. góði vinur, jeg er að hugsa um að setja eitthvað hjer af draumum mínum. Þú fvrirgef- ur, þótt það verði lítils virði: ETURINN 19.31 dreymdi mig eftirfarandi draum. Mjer fanst jeg vera staddur á liæð nokkurri (sjónarhæð), og fór jeg 'að skygnast um, hvort jeg þekti inig á þessum drauma-stað. En ]iað var ekki. Jeg horfði lengi yf- ir umhverfið, og gat að líta hið neðra velli fagra og sljetta, prýdda þeim gróðri, er mjer virt- ist fullkomnari en jeg og við Norðlendingar eigum að venjast. Hið efra var að líta heiðan him- in og í fjarska hafið bjart og' töfrandí. í draumnum leið mjer ekki sem best í fyrstu, vegna þess að jeg hafði áhyggjur af því að vera á ókunnum stað, þar sem ekki gat að líta nein vegsum- merki mannabygða. Þegar jeg er biiinn að litast um þarna æði- lengi, finst mjer alt í einu, að jeg verða laus frá hæðinni og svífa upp í loftið blátt og unaðslegt, án vængja, og skildi jeg ekkert, hversvegna hinn j:arðbundni lík- ami minn væri nú alt í einu orð- *) Satt er það, að ólíku merk- ari hefði bókin orðið, ef Jói hefði sjálfur ritað drauma þá, sem hann dreymdi, jafnóðum og hann dreymdi þá, og látið vottfesfca frá- sögn sína, áður en þeir komu fram. Annars gerði jeg mjer alt það far. sem jeg gat, til þess að fá bæði þá og öll atvik vottfest, en það var alt löngu eftir á og því fremur ljeleg sönnunargögn fyrir draumspeki Jóa þessi vottorð, sem jeg gat náð saman. Á. H. B. inn svo ljettur. Umhverfið víkkaði stöðugt og sjóndeildarhringurinn varð víðsýnni. Jeg sá báta og skip á hafinu, og altaf fanst mjer leið mín Hggja lengra og lengra upp í loftið, og svo langt var jeg kominn, að jeg eygði ekki lengur neitt hjer á jörðunni. Þá þótti mjer loftið svalara. Áður en jeg áttaði mig, var jeg kominn að stafni húss nokkurs, er mjer virtist vera bygt úr gleri, og fanst mjer húsið standa í loft- inu. Áleit jeg, að hús þetta væri bygt úr hugarafli, því í svefnin- um mundi jeg eftir ýmsum bók- um, er jeg hefi lesið um andleg efni. Stærð hússins virtist mjer svo mikil, að jeg sá ekki, livar það tók enda. Þegar jeg var búinn að stanza þarna dálitla stund, fanst mjer hlið hússins lyftast upp og fólks- fjöldi streyma inn, svo mikill, að nær mundi óteljandi. Ekkert þekti jeg af þessu fólki. En mjer fanst þetta fólk svífa án vængja eins og jeg sjálfur á þessu augna- bliki. Fólk þetta stóð í mörgum röðum. Mjer fanst jeg altaf standa í sömu sporum. 1 sal þess- um sá jeg tvö borð stór. Að borð- um þessum gengu 2 menn og báru sína bókina hvor. Bækur þessar voru stórar, sem mundu vera á stærð við Flateyjarbók hina nýju. í bókum þessum voru gylt- ir stafir, og menn þeir tveir, er jeg gat um, fanst mjer að mundu bera af öllum þeim hóp. Fólkið talaði ekki orð, en margir gengu til þeirra manna, sem höfðu bæk- urnar, og þá flettu þeir bókunum, og var að sjá sem hver ætti þar sína opnu í bókinni. Síðan voru borðin tekin og mennirnir 2 fóru, og þá fanst mjer hlið hússins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.