Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1936, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1936, Blaðsíða 2
226 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Draugaskipið „Girl Pat“ og F]ÁRS]ÓÐUR STÓRMÓGÚLSINS. •- * • ' *■ * ' \ í leit að löngu týndum fjársjóði árið 1936. Enn á ný hefir hinn leyndar- dómsfulli „stórmógúls-f jársjóður“ vakið umtal út um allan heim. Enskt fiskiskip lagði frá heima- landi sínu fyrir 4 mánuðum í leit að þessum fjársjóði. Nafn þess var „Girl Pat“. Nýlega barst sú fregn, að eyjaskeggjar á Inagua hefðu fundið skip þetta strandað á eyði- ey í Exema-sundi. Það fylgdi sög- unni, að í skipinu hefðu fundist lík þriggja skipverja, sem lögðu út í þetta æfintýralega ferðalag. En skipstjórinn, aftur á móti, var horfinn, og því ókunnugt um af- drif hans. Nú var gerður út leiðangur til þess að grenslast nánar fyrir um þetta og kom þá í ljós, að fregn- irnar af skipsstrandinu voru upp- spuni einn. Leiðangursmenn rák- ust af hendingu á hvítmálað skip, sem mjög virtist líkjast „Girl Pat“. Og þegar betur var að gætt, þá v a r þetta einmitt skipið, sem verið var að leita að. Áhöfnin öll var sett í varðhald og þarmeð var ævintýrinu lokið. Nvi brjóta menn um það heilann, hver hafi verið hinn eiginlegi tilgangur ferðalagsins. Var hann aðeins sá að leita að fjársjóði stórmógúlsins, eða hugð- ist skipstjórinn að feta í fótspor sjóræningjans Philipp3 Avery? Forsaga þessa máls nær 200 ár aftur í tímann og yfir henni hvil- ir leyndardómur, sem engum hefir enn tekist að gægjast á bak við. Austur-Asíu-fjelagið í London á mikið handritasafn, þar sem alt er skráð, sem náðst hefir í viðvíkj- andi fjársjóði þessum, og þaðan er tekin hin furðulega saga, er hjer fer á eftir. — Furoksir stórmógúl ætlar að bæta fyrir syndir sínar. uroksir, afkomandi Timurs hins mikla Mongólahöfð- ingja, var orðinn stórmógúl í Hindustan. Byltingar, blóðvíg og eitunnorð voru baráttuaðferðir lians til valda. Það var því ekki að ástæðulausu, að hinn voldugi stórmógúl ráðge] i að fara píla- grímsför til Mekka og fá fyrir- gefningu synda sinna hjá drotn- anda heimsins. Árið 1715 bjó hann indverskt barkskip til sjóferðar og hlóð það öllu því dýrmætasta úr fjárhirslum sínum. Þar voru fágæt gull- og silfurdjásn, dýrmætar ábreiður en það sem mest var um vert, voru 58 gimsteinar og aðrir eðalsteinar úr liinni frægu Golkonda-námu. Þeir voru sjerstök gjöf stórmó- gúlsins til uppheimanna. Og auk þessa sendi hann gjafvaxta dótt- ur sína. ^ Skipið lagði nú niður Indus- fljót og úr mynni þess tók það stefnu á strendur Arabíu. Til von- ar og vara hafði stórmógúlinn einnig látið mikið af ómótuðu gulli í hið íburðarmikla skip sitt, þannig, að dóttir lians og ýms skyldmenni væru ekki fjelaus þeg- ar til Arabíu kæmi. Sjóræningjar verða á leið skipsins. inmitt í þennan mund varp- aði breskt skip akkerum í spænsku hafnarborginni Coruna. Á því voru 20 fallbyssur og höfðu Spánverjar tekið skip þetta til leigu af Bristolbúum. Því var ætl- að að ráða niðurlögum smyglara og annars óþjóðalýðs. Skip þetta bjet „Jupiter“ og skipstjórinn Gibson. Gibson var dugandi sjó- maður, en vínlineigður úr hófi fram. Var hann jafnan ölvaður og Ijek háseta oft grátt með ýmsum hrekkjum. Stundum fekk hann reiðiköst, og olli þetta hvað með öðru, að hann var óvinsæll mjög meðal skipverja. Eitt sinn er skipstjóri var að sofa úr sjer drykkjuvímuna, not- uðu skipverjar tækifærið og gerðu uppreisn og tóku skipstjórn ina í sínar liendur. Völdu þeir síðan Philipp Avery, 1. stýrimann sem fyrirliða sinn og varð hann nú skipstjóri. Þegar Gibson vaknaði til lífsins, var skip ið komið út á rúmsjó. Skipverj- ar gei'ðu sjer nú hæg heimatökin og settu Gibson ásamt nokkrum fylgifiskum hans í bátkænu og ljetu þá sigla sinn sjó. Philipp Avery sigldi í suðurátt fyrir Góðrarvonarhöfða og tók loks land á eyjunni Madagaskar, sem um þessar mundir viar aðal- athvarf allra sjóræningja Ind- landshafs. Jiafnskjótt og akker- um hafði verið varpað, hófust drykkjulæti mikil og fögnuður. Sjóræningjarnir og aðrir synda- selir hvaðanæfa að bundust þarna vináttuböndum. „Júpíter", sem var vel útbúið að vopnum og vist- um, var kjörið forystuskip sjó- ræningja, og Philipp Avery liðs- foringi alls flotans. Að loknum þessum mannfögn- uði ljetti flotinn akkerum. I far- arbroddi var „Júpíter“; í kjölfar hans fóru tvö minni skip, en síðan kom adur floti sjóræningjanna. Var nú siglt þvert yfir Indlands- haf, og eftir nokkra hrakninga báru örlögin flotann að mynni Indusar. En _ einmitt þann sama dag var skip stórmógúlsins að láta þaðan í haf. Var það tæplega komið úr landsýn, er floti Averys liðsforingja, er sigldi undir ensk- um fána, rjeðist á það og tók það herskildi. Hjer var dæmafátt herfang: gull, silfur, kvenfólk, þrælar, og síðast en ekki síst sandelviðariaskj- an full .af leiftrandi gimsteinum. Glaðir og reifir sigldu ræningjarn- ir aftur heim til Madagaskar. Nú kom að því að skifta ráns- fengnum. Gullinu og silfrinu var auðvelt að skifta þannig, að allir voru ánægðir. Hinsvegar olli

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.