Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1936, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1936, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 227 skiftin" gimsteinanna ræningjun- um mikilla heilabrota, enda vissu þeir ekki verðmæti þeirra. Avery kom þá fram með þá uppástungu, að gimsteinarnir yrðu látnir kyrrir. í sandelviðaröskjunni. Síðan skyldi hún innsigluð í viðurvist allra skipstjóranna á flotanum og geymd um horð í „Júpíter1-, sem væri öruggasta skipið, þar til færi gæfist á að fá rjettmætt mat á steinunum, en það væri vitaskuld skilyrði „rjettlátrar" skiftingar. Þessu voru allir samþykkir og varð það því úr, að askjan var flutt yfir í „Júpíter“ og gevmd þar sem helgur dómur. Kænskubragð Avery’s. n nú var ágirndin vöknuð í Avery og hugði hann gott ti! glóðarinnar að haf'a steinana á sínu valdi. Og eitt sinn, er sjó- ræningjarnir sátu að sumbli í landi, notaði hann tækifærið og ljetti akkerum. Þegar ræningjarn- ir voru orðnir algáðir, var 'Júpí- ter“ löngu horfinn. Rán þetta á fjársjóði stórmó- gúlsins, sem framið var undir enskum vináttufána, kom af stað mikilli ólgu. Stórmógúlinn hafði í hótunum um að hann myndi jafna öllum eignum Austur-Asíu- fjelagsins við jörðu, en hirða það, sem þar fyndist verðmætt, til þess að bæta sjer skaðann. Á tímabili var ófriðarblika á lofti og fjöld' diplomata þurftu á allri sinni kænsku að halda, til þess að vand ræðum yrði afstýrt. Á meðan á öllu þessu gekk sigldi „Júpíter“ hraðbyri í vest- urátt, sigldi enn fyrir Góðrarvon,- arhöfða og síðan til eyjunnar Providence í Bahamaeyjaklasan- um við Ameríku. Þarna var það að sundrung kom upp á meðal skipverja. Þeir óttuðust, að Av- ery mvndi leika á þá á sama hátt og hann hafði skotið fjelögum sínum á Madagaskar ref fyrir rass. Avery tókst nú að selja „Jvipíter“ og síðan keypti hann litla skonnortu. f henni laumaðist hann brott ásamf fáeinum liand- gengnum mönnum: Oskju stórmó- gúlsins hafði hann meðferðis. En skamt frá eylandinu Inagua varð skonnortan að lenda sakir vatnsskorts. Þetta var á litlu rifi, sem var tæplega þrjár míl- ur í þvermál. Þarna gróf Avery fjársjóðinn í jörðu, á meðan fje- lagar hans voru að leita að vatni. En nú hafði gæfan snúið bakinu við Avery. Skipverjar af „Júpí- ter“, sem hann hafði svikið í trygðum, veittu honum eftirför og fundu hann þarna á eynni. Drápu þeir liann og menn hans alla umsvifalaust. Þannig lauk þá æfi sjóræningja-liðsforingjans Philipps Avery. Enginn vissi hvar liann faldi fjársjóðinn. Hann tók það leyndarmál með sjer í gröf- ina. Fregnir af þessu bárust til Eng- lands, ásamt ófuHkomnu korti af svæðinu, þar sem f jársjóðurinn átti að vera fólginn. Og í tvö hundruð ár hafa æfintýramenn hætt lífi sínu til þess að finna gimsteina stórmógúlsins, enda seg- ir sagan, að sá sem minst hafi verðmætið af þessum 58 steinum sje 4 þús. sterlingspunda virði, en sá dýrmætasti 120 þús. punda (rúml. 21/4 milj. krónur). 175 fórnardýr fjársjóðsins. rá árinu 1715 og þar til nú hafa verið farnar 175 ferðir út í óvissuna í leit að fjársjóðn- um. Áfangastaðurinn hefir jafn- an verið litla rifið í Exumasundi. En allir leiðangrar hafa endað með skelfingu og tæplega nokkur maður hefir komist heilu og höldnu til baka. Og nfi hefir einn- ig leiðangur „Girl Pat“ mishepn- ast. En stöðugt verður handrita- safn Austur-Asíu-fjelagsins, sem um fjársjóð stórmógúlsins fjallar, stærra og þykkara.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.