Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1936, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1936, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 229 r til Agústs H. Bjarnasonar, prófessors. DRAUMA-JÓI, ljúkast upp á sama hátt og þá er fólkið kom inn. Fanst mjer fólkið ^ggja af stað í suðurátt, og um leið hvart' húsið sjónum mínum. Mjer fanst jeg vera nú miklu sælli en í byrjun draumsins. Jeg klauf loftið niður á við. Fyrst sá jeg ekkert til jarðarinnar. En að lokum kom jeg á sömu „sjónar- hæðina“ aftur. Þá fór jeg að hugsa uin stefnuna heim, en við það vaknaði jeg og þá var draumnum lokið. Þenna draum segi jeg meira mjer til gamans, en jeg búist við, að hann hafi nokk- urt vísindalegt gildi. — Hjer set jeg þrjár lykla-sögur, eftir Kristínu Jósefsdóttur, v.eit- ingakonu: ORIÐ 1935 týndist lykill að borðstofu í húsi mínu hjer í Þórshöfn. Að lyklinum var leit- að með miklum mannsöfnuði, en alt kom fyrir ekki, lykillinn fanst hvergi. Jeg fer til Drauma-Jóa eftir 2 daga og bið hann að láta sig dreyma um lykilinn, og tekur karl því vel. Svo líður nokkur tími, þar til Jóhannes kemur að morgunlagi og segir, að lykillinn hafi slæðst út með mottunni. Nú fer jeg að *pyrja fósturdóttur mína, hvort hún hafi farið iit með mottuna þetta kvöld, sein lykillinn liafi glatast, og segir hún að mott urnar liafi verið dustaðar þetta kvöld, sökum þess, að þær hafi verið óvenjulega skítugar um kvöldið. Þá segir Jóhannes; „Kom ið, lömbin, og leitið þið undir rauða húsinu“. (Það er bygging, sem er áföst við hús mitt). Þar tókum við lykilinn upp, og vtar mikið af sandi og rusli ofan á honum. f fyrrahaust týndi jeg stórri lykla kippu með flestum mínum lyklum á. Nú er leitað dun- um og dynkjum og ekki finnast lyklarnir. Jeg fer til Drauma- Jóa. Hann segist verða að reyna Jietta. Þurkatíð hafði gengið, áð- ur en jeg týndi lyklunum, en með því kvöldi. sem lyklarnir týndust, gekk í stórrigningar, svo víða komu pollar. Jeg á hlöðu og ali- fuglahús nokkra leið frá húsi mínu. Snemma morguns kemur Jóhannes til mín og segir, að lyklarnir sjeu í polli skammt frá hlöðunni. Nú förum við af stað. Jóhannes veður út í pollinn og potar með staf sínum í allar átt- ir. Eftir einar 3—4 inínút- ur kemur karl með lyklakippuna á stafnum. Áður en karl hóf leit- ina og óð út í pollinn segir hann: „Hjerna eiga þeir að vera“. NÚ í vetur leyfði jeg manni að sofa í borðstofu minni. Maðurinn fór með skipi um nóttina suður á land. Um mprguninn vantaði lykilinn að stofunni. Nú var jeg hrædd um, að maðurinn hefði farið með lykilinn í ógáti, og fer til Jóa á ný. Þá segir Jóhannes: ,,Mjer er nú farin að leiðast þessi lyklarella. Það er best fyrir þig að sanma lyklana við þig, lambið mitt“. Það verður svo að sam- komulagi milli okkar Jóa, að liann lofar að reyna að segja mjer, hvort lykillinn sje heima eða suður á landi. Eftir nokkurn tíma kemur Jóhannes, fer inn í stofu, er liggur inn af borðstof- unni, og tekur lykilinn þar úr kortaskál. „Þrjár áðurgreindar lyklasög- ur eru rjett hermdar. Kristín Jósefsdóttir (veitingakona). Steinþór Pálsson (vinnumaður í veitingahúsinu). » Man vel eftir þessu öllu. Drauma-J ói. Ú fyrirgefur svo ah þetta rugl mitt. Get sent þjer meira, ef þjer líkar þetta. Brjefritari minn liggur í rúminu, þegar hann skrif ar þetta, með töluverðum hita, og biður hann afsökunar á setninga- skipun og zetunum, og þar sem aflaga fer móðurmálið. Yonast eft- ir línum frá þjer fljótlega. Vertu svo Guði falinn af þínum oinlægum vini Drauma-Jóa. Þegar Mozart var 6 ára var hann látinn leika fyrir Franz keis- ara I. í Vín. Keisarinn gekk til hans og ætlaði að fletta nótna- blöðunum fyrir hann. — Láttu vera, sagði drengurinn söngstjórinn getur gert það, og hann hefir miklu meira yit á því en þú.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.