Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1936, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1936, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 231 Heimkoma konungs úr Islandsförinni. Myndin er tekin við komu Kristjáns X. og Alexendrine drottningar til Kaupmannahafnar úr för þeirra til Færeyja og ísland*. Annar frá h. á myndinni er Friðrik ríkiserfingi. Símon Dalaskáld • eins og hann var Kr. Gíslason kaupmaður á Sauðárkróki sendi blaðinu þessia mynd af Símoni Dala- skáldi og ljet þau*orð fylgja, að myndin væri mjög lík því, sem Símon hefði verið hversdagslega. En margir munu hafa gaman af að kynnast sem best hvernig þettia einkennilega alþýðuskáld leit út. Eitt af sjerkennum Símonar var hið frábæra minni hans, ekki síst á alt það, er hann sjálfur orti, er ekki var sem vandaðast, enda runnu kvæðin frumort iaf vörum hans, oft viðstöðulaust. Þar sem Símon var gestkom- andi hafði hann oft þann sið að yrkja sína vísuna um hvern heim- ilismann — svo sem í stiað nætur- greiða. Kristján segir frá þessu dæmi um minni Símonar; Þegar Kristján var 4 ára gam- all, var Símon nætursakir á bernskuheimili hans. Þá orti Sím- on vísu um Kristján, sem var „óttalegt bull“. En Kristján hjelt vísunni til hiaga, er hann óx upj). Og 23 árum seinna spurði Krist- ján Símon að því, hvort bann myndi vísu þessa. Ekki hafði Sím- on vísuna á hraðbergi, en undir eins og Kristján minti hann á til- r Símon Dalaskáld. drög vísunnar, rann þetta 23 ára gamla bull upp fyrir Símoni. Slíkt stál var í minni hans.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.