Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1936, Síða 2
314
hljóðar svarið.
Spiridon Luis var Grikkinn,
seni da<rinn áður, við setningu
Olympiuleikanna, færði Adolf Hitl
er olíuviðarsreifr að prjöf. Olíu-
viðarsveigurinn var frá hinu helga
Olympsfjalli og var gjöf grísku
þjóðarinnar til ríkiskanslarans
þýska. Hann var tákn friðar og
einingar, — ekki aðeins milli þess-
ara tveggja þjóða, heldur á milli
allra landa og allra þjóða, sem
þátt tóku í leikunum.
Þýska þjóðin
heiðrar Luis.
Spiridon Luis, þessi fátæki
gríski bóndi — var boðsgestur
þýska ríkisins á Olympíuleikunum
í Berlín. Og það var hátiðlegt
augnablik þegar .hann við setn-
ingu leikanna kom inn um mara-
þonhliðið með olíuviðarsveiginn í
hendinni, og þó enn hátíðlegra
þegar hann stóð augliti til aug-
lits við einvaldinn þýska og biður
hann taka mót sveignum, sem
friðarósk allra landa og allra
þjóða.
En hver er Spiridon Luis og hví
er honum fengið svo mikið hlut-
verk í hendur?
Það er einn einasti dagur, —
eitt stutt atvik úr lífi þessa manns
sem getur gefið fullnægjandi svar
við báðum þessum spurningum.
En til þess verðum við að hverfa
fjörutíu ár aftur í tímann, og
hverfa suður til Grikklands árið
1896.
Maraþonhlaupið.
Arið 1896 þegar Olympíuleikarn
ir voru endurvaktir og ákveðið
var að halda þá í Aþenu, — höf-
uðborg Grikklands, varð þjóðar-
fögnuður um endilangt Grikkland.
Hver einasti Grikki fór að hafa
áhuga fyrir íþróttum, hverrar
stjettar sem hann var og hvort
sem hann bjó í sveit eða við sjó.
Allra mestan áhuga höfðu menn
þó fyrir maraþonhlaupinu, hinu
42,2 km. langa hlaupi sem átti að
fara fram á milli Maraþon og
Aþenu og sem átti að heyja til
minja um hið frægasta allra
hlaupa, — maraþonhlaupið, þegar
hlauparinn færði Aþenubúum
fregnina um sigurinn við Maraþon.
Þetta var erfiðasta og veigamesta
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
þrautin á Olympíuleikunum og
jafnframt sú þrautin sem mest og
ákafast var barist um. Það var
meiri sigur að vinna marþonhlaup
ið eitt heldur en allar aðrar íþrótt-
ir leikanna til sainans.
Hinsvegar stóð mönnum uggur
af þessu langa hlaupi. Eini mað-
urinn sem hafði lilaupið þessa
leið síðan sögur liófust, fell niður
dauður á áfángastaðnum. Var
þetta hlaup ekki ofraun fyrir
mannlegan mátt? Voru ekki líkur
til að hlaupararnir annað hvort
gæfist upp á leiðinni eða dytti
niður dauðir við endamarkið ?
Olympíunefndin var dálítið hik-
andi þegar hún ákvað marþon-
hlaupið.
Geitnahirðirinn.
Þann 28. mars. 1896 fóru 25
menn frá ýmsuin löndum til Mara-
þon til að taka þátt í maraþon-
hlaupinu sem átti að hefjast þar
daginn eftir og enda á leikvang*
inum í Aþenu. Einn hlauparanna
helt sig altaf afsíðis, því hann
var óframfærinn og óvanur að um-
gangast menn og fanst hann ekki
eiga samstöðu með þessum frægu
hlaupurum sem voru víðfrægir um
þvera og endilanga jörðina.
Þessi óframfærni maraþonhlaup-
ari var grískur geitnasmali,
óþektur og einmana, sem öllum
stóð á sama um og enginn gat
treyst til neins. Nafn hans var
ógrískt og óvenjulegt, því hann
hjet Spiridon Luis, en þó mun ekki
nokkur Grikki hafa verið grískari
í lund heldur en einmitt hann.
Spiridon Luis var sjerstæður
meðal íþróttamanna, þeirra venju-
legu íþróttamanna, sem lifa vegna
íþróttanna og elta met. Hann var
fæddur í sveit, alinn upp í sveit
og hafði aldrei komið til nokkurs
stærri bæjar. Hann vissi bókstaf-
lega ekkert um íþróttir, hafði
aldrei horft á íþróttakappleik,
hafði aldrei hlotið neina tilsögn í
íþróttum, aldrei lesið íþróttabæk-
ur nje blöð, aldrei borið við að
æfa sig fyr en honum hafði dott-
ið í hug að taka þátt í maraþon-
hlaupinu, og hann vissi ekkert
um bætiefni, meltingu eða heilsu-
fræði og því síður um nudd eða
böð. Hann var ekkert annað en
óbreyttur hjarðsveinn uppi í sveit,
hæglátur feiminn, ómentaður og
óþektur sveitapiltur, sem gætti
geitna með frábærri samviskusemi
og frábærum dugnaði.
Er erfiðara að hlaupa
uppi menn en geitur?
Spiridon Luis hafði aldrei tekið
þátt í íþróttakappleik og aldrei
hlaupið í kapp við nokkurn mann,
en hann hafði hlaupið á eftir
geitum og oftastnær náð þeim.
Hví skyldi hann þá ekki eins geta
hlaupið á eftir mönnum? Með
þessa óhagganlegu flugu í höfðinu
byrjaði Luis að æfa undir hlaup-
ið — og æfði á mjög einkennileg-
an hátt. Með vínpela í annari
hendi en brauð og ostbita í hinni,
hljóp Luis eins og bandóð vera út
um hagann, hann át þegar hann
svengdi, drakk þegar hann þyrsti
en lagðist niður og sofnaði þegar
hann þreyttist — og svo helt
hann áfram að lilaupa þegar hann
vaknaði aftur. Þannig æfði Spiri-
don Luis lilaup.
Hinn langþráði dagur, 29. mars,
rann upp bjartur og heitur, mun
heitari en heitustu sumardagar eru
hjer á íslandi. Stundvíslega kl. 2
e. h. ríður sprettskotið af og hlaup-
ararnir 25 leggja af stað. Luis
skokkar rólegur og ánægður í miðj
um hópnum og hugsar með sjálf-
umum sjer, að allir þessir menn
sem í kring um sig eru sjeu
óþekkar geitur sem ætli sjer að
hlaupa frá honum. En það er
langt síðan að nokkur geit hefir
hlaupið Spiridon Luis af sjer, og
í dag hefir hann ákveðið að láta
það heldur ekki ske.
Hitinn vex, hann lamar hlaup-
arana og eftir fyrstu tíu rastir
hlaupsins eru margir þeirra farn
ir að dragast aftur úr svo um mun
ar. En hitinn sakar ekki Spiridon
Luis, hann er vanur hitanum,
þekkir meira að segja ekki aðra
veðráttu en hita — og aftur hita.
Hann hleypur áfram tíðum ljett-
um skrefum, áhyggjulaus og á-
nægður eins og þetta sjeu þægustu
&eitur jarðarinnar sem hann er nú
að fást við. Og hann hleypur
meira að segja á undan þeim.
Luis er fyrstur.
En svo fara „geiturnar“ að sýna