Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1937, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1937, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 77 við Suðurheimskautið fyrir 25 árum. andi fána og festu stöngina. Slíkt hafði aldrei gerst fyrri, þetta var í fyrsta skifti, sem þvílík athöfn hafði farið fram á hinu landfræði- lega suðurheimskauti. „Hjer reis- um við þig þá fáni vor á suður- heimskautinu og tileinkum Hákoni konungi þennan stað“! Enginn af okkur, sem vorum þarna mun gleyma þessari stuttu stund. Menn venjast af lang- dregnu tilhaldi í þessum hjeruð- um — því styttra þess betra. — Hversdagslífið byrjaði strax aft- ur. Eftir að við liöfðum komið tjaldinu fyrir fór Hanssen að lóga „Helga“. Það var erfið stund fyr- ir hann að þurfa að skilja við besta vin sinn. „Helgi“ hafði verið óvenjulega skvnugur og duglegur hundur. En seinustu vikuna liafði hann gefið alveg frá sjer og þegar við komum að pólnum var ekki eftir nema skuggi af hinum gamla „Helga“. Hann hjekk bara á ak- týgjunum og gerði ekki vitund til gagns. Högg í hauskúpuna og „Helgi“ hafði lokið lífi sínu. „Eins dauði er annars brauð“ á varla nokkursstaðar betur við en um hundamáltíðir. „Helga“ var skift á staðnum og eftir einn eða tvo klukkutíma var ekkert eftir af honum nema týran yst í skottinu cg tennurnar. Þetta var annar af 13 hundum okkar, sem við mist- um. „Majorinn", sem var cinn af hinum duglegu hundum Wistings, fór frá okkur 88' °25' sbr. og kom aldrei aftur. Hann var orðinu ákaflega slitinn og hefii’ líklega læðst burtu til að deyja. Nú höfð- um við 16 hunda eftir og ætlunin var að skifta þeim jafnt í tvo sleðahópa, þeirra Hansens og Wistings, enda ákváðum við að taka saka sleða Bjaalands aftur í notkun. Auðvitað var mikið um dýrðir í tjaldinu þetta kvöld — ekki svo Roald Amundsen kemur heim þil Noregs. að skilja að heyrst hafi hvellir í kampavínstöppum eða vínið flotið í straumum. Yið ljetum okkur nægja dálítinn selketsbita hver. Það var besti matur, og okkur varð gott af honum. Úti fyrir heyrðum við flaggið slást þar sem það blakti á stönginni. Auðvitað hvarflaði hugurinn til þeirra sem heima biðu. Alt sem við höfðum með okkur átti nú að merkjast „Suðurheim- skautið“ dagur og ártal, til þess að verða seinna minjagripir. Það kom í ljós að Wisting var fyrir- taks leturgrafari og það voru ekki fáir hlutir sem hann varð að merkja. Tóbak — það er að segja reyk- tóbak — hafði hingað til aldrei sjest í tjaldinu. Jeg hafði við og við sjeð einstaka af fjelögum mín- um fá sjer eina tölu af .munntó- baki, nú átti að breyta þessu. Jeg hafði sem sje haft með mjer gamla reykjarpípu, sem á voru ýmsar áletranir frá mörgum stöð- um í heimskautalöndunum og nú vildi jeg líka láta merkja „Suð- urheimskautið“ á hana. Þegar jeg kom nú með pípu mína til að láta merkja hana fjekk jeg alt í einu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.