Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1937, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1937, Qupperneq 8
176 LESBÓK moröunblaðsins Fjórburakálfar eru jafn sjaldgæfir og fimmburafæðingar meðal manna. Þessir fjórbi rakálfar komu nýlega í heiminn á bóndabæ nálægt Breslau í Þvskalandi. Gömlu hjónin dóu sama dag. IVínarborg ljetust um daginn háoldruð hjón, María og Jó- sep Reismann, sama daginn. Mað- urinn, sem var 106 ára gamall, ljest skyndilega um morguninn, án þess að hafa þjáðst af nokkrum sjerstökum sjúkdómi áður. Og konan dó um kvöldið úr sorg yfir að hafa mist manninn sinn. Jósep og María áttu heima í ByÖngyös í Ungverjalandi og áttu 75 ára hjúskaparafmæli fyrir nokkru. Við það tækifæri voru mörg börn þeirra og 43 barnabörn við- stödd. Blaðamaður einn, sem var í veislunni, spurði Jósep gamla, hverju liann jiakkaði það aðal- lega, að hann hefði náð svoua hárri elii. Hann svaraði, að sín skoðun væri sú, að þau hjónin hefði átt svona marga og góða Hfdaga vegna þess, að þau hefðu lifað eftir hans kenningu, en hún væri á þessa leið: Að iifa reglulegu lífi. Vera alt- af í góðu skapi og láta ekki hug- fallast, þó á móti bljesi. Og — reykja gott tóbak! Lífshætta í baðherberginu. Forstjóri eius stærsta trygging. arfjelags í Euglandi ljet svo ummælt í ræðu um daginn, að heimilið væri einn hættulegasti staður á jarðríki, sjerstaklega gæti fólki verið bráður bani bú- inn í baðherberginn. Hált gólfið, djúpt baðkerið með fljótandi sápuvatni á botninum, votar hendur og fætur — alt þetta orsakaði oft og tíðum stórslys. I baðherberginu, segir hann enn fremur, kemur það oft fyrir, að fólk skaðbrennir sig. Margir gleyma að gæta að því, hve vatn- ið er heitt, áður en t'arið er í liað Það kemur líka'fyrir, að menn, sem ern að baða sig, falli í ómeg- in og renni niður undir yfirborð vatnsins. Flestir ranka þó við sjer, en þó á druknun sjer stund- um stað undir þessum kringum- stæðum. Htundum kemur það fyrir, að fólk fær í sig rafmagnsstraum í tiaðherberginu, vegna þess, að raf- magnsleiðslurnar eyðileggjast í vatnsgufunni. Sumir fara líka svo óvarlega, að þeir koma við slökkv ara og kveikja með votri hönd, meðan þeir standa ofan í vatn- inu. — Ætli jeg gæti farið í bað á meðan þjer borðið morgunverð. — Já, þjer gætið bara vel að n?- > ^ því að sletta ekki á matinn hjá I - ■ . mjer.' Tilvonaudi tengdafaðir: Ef jeg gef dóttur minni stóran heiman- mund, hvað látið þjer þá í stað- inn 1 Tilvonandi tengdasonur: Kvitt- un! * — Rakið þjer eins vel og þjer sápið 1 — Já, ábyggilega, herra minn. — Lánið mjer þá hníf, svo jeg geti varið mig. Samkvæmt dómi vísindanna er rauðspettan sá fiskur, er mest hef ir að geyma af fjörgandi vítamíni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.