Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1937, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1937, Blaðsíða 4
180 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r f? Isafoldarprent 1877-1937. smiðjan hafði skapað sjer sess í Isafoldarprentsmiðja er talin hafa tekið til starfa 12. júní 1877. En 16. jnní kom út „ísafold“ prentuð í fyrsta sinn í eigin prent- smiðju, ísafoldarprentsmiðju. — Björn Jónsson hafði þá gefið út ísafold síðan í september 1874 og hafði blaðið verið prentað í prent- smiðju Einars Þórðarsonar. Þegar Björn rjeðist í að stofna ísafold- arprentsmiðju mun hann fyrst og fremst hafa haft í huga að geta prentað þar „ísafold“. Prentsmiðj- an kom hingað 7. júní með póst- skipinu „Phönix“ og var sett upp í svonefndu Doktorshúsi (í Vest- úrbænum). Ekki var prentsmiðjan stór: „Alt prentverkið rúmaðist í einni stofu. Þar voru fyrst og fremst handsetjarar; á setningu byrjuðu allir lærlingar, og unnu aðallega að henni allan námstím- ann. Þegar setningu var lokið, var bvrjað á prentun; unnu að henni tveir menn; var annar nefndur „bullari“, hann bar svertuna á letrið, var það erfitt verk krapta- litlum unglingum, því ,,bullan“, sí- valningur úr gúmmí, var þung fyrir, einkum er henni var strokið um svertuborðið. til að drekka í sig svertuna. Hinn var sjálfur „þrvkkjarinn“; hann lagði örkina í pressuna, og þrýsti síðan efri plötunni niður á letrið, og tók hana úr pressunni aftur. Talið var, að alvanur og duglegur prent- ari gæti prentað 2ó0 eintök á klukkutíma. Það þurfti mikið átak til að framkvæma sjálfa prentun- ina í handpressunum“. (Ur 50 ára minningarriti prentsmiðjunnar). Ekki hefir tekist að fá upplýs- ingar um það hve margir menn hafi unnið í prentsmiðjunni þessi fyrstu ár. Jeg lield þó að [)eir hafi tæplega getað verið fleiri en 5—6. Tíu árum síðar, þegar prent- iðnaðarlífi bæjarins og var flutt í ný húsakynni stærri og rúm- betri, voru starfsmenn hennar ekki fleiri en átta. * annig hóf Isafoldarprent- smiðja göngu síua fyrir sex- tiu árum. Þótt byrjunarárin hafi verið erfið, þá hefir prentsmiðjan þó vaxið frá öndverðu og sigr- ast á örðugleikunum, þegar í móti hefir blásið. Tveim árum eftir stofnun hennar keypti hún fyrstu hraðpressuna, sein flutt var hing- að til lands. Breyttust þá vinnu- brögð nokkuð. „Þessi pressa var enn knúin með mannafli, með hjóli er snúið var. Var það auðvitað mikill ljettir frá því sem áður var. Nú gátu tveir efldir menn snviið eða stigið undir 600 eintökum eða örkum á klukkutíma, í þessu var hraðinn fólginn". * Fyrstu tvö árin var ísafoldar- prentsmiðja í Doktorshúsinu, en sama árið og hraðpressan var kevpt flutti hún í Lækjargötu í Uunnar jianaisson framkvæmdastjóri síðan 1929. húseign Þorsteins Tómassonar járnsiniðs. Árið 1886 flutti hún síðan í húseign þá við Austur- stræti, sem hún er í ennþá, og eftir því sem prentsmiðjan hefir stækkað hefir verið bætt við hana útbyggiugum. # m sama leyti og prentsmiðj- an flutti í hin nýju húsa- kynni, árið 1886, jók Björn Jóns- son starfssvið sitt og stofnaði bók- band í sambandi við prentsmiðj- una. Ilafði Þórarinn B. Þorláks- son verkstjórn á hendi í bókband- Úr prentvjelasal ísafoldarprentsmiðju.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.