Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1937, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1937, Blaðsíða 8
184 Lesbók MORGUNBLAÐSLNÍÖ hann, „svo að það falli ekki í "leymskn. * itt af þeim málum, sem Blaða- mannafjelagið tók fyrir, var að koma á sameiginlegri stafsetu- ingu meðal sem flestra af þeim, semvið ritstörf fengust. Var Pálmi Pálsson íslenskukennari við Lat- ínuskólann fenginn til þess að flytja fvrirlestur í Blaðamanna- fjelaginu um stafsetningu, og síð- an voru, með ráði hans, samdar stafsetningarreglur þær, sem kendar liafa verið við Blaða- mannafjelagið. Samkomulagið um þetta mátti í fyrstu heita gott inn- an fjelagsins og höfðu þeir Jón Ólafsson og Björn alla forgöngu í málinu. Jeg einn hrevfði athuga- semdum við ýmsar þær reglur, sem samþvktar voru, en hinir voru að mesu leyti á einu bandi. En mjer var þetta liins vegar ekkert áhugamál og stóð nokkurn veginn á sama, hvað ofan á yrði. Þær stafsetningarreglur, sem þá tíðk- uðust iijer mest voru þrjár. Ein var kend við Sveinbjörn Egilsson, önnur ýmist við konráð Gíslason eða Halldór Kr. Friðriksson, en sxi þriðja ýmist við Guðbrand Vig- fússon eða Jón Þorkelsson fyrv. rektor. Björn M. Ólsen rektor hafði á síðari árum haldið fram fjórðu stafsetningarreglunum, en þeim fylgdu fáir. Stafsetning Hall- dórs Kr. Friðrikssonar hafði um langan aldur verið kend í Latínu- skólanum, svo að hún var langal- gengust meðal skólagenginna manna. Björn Jónsson hafði alt til þessa fvlgt skólastafsetningunni, en Jón Ólafsson fylgdi að mestu stafsetningu Jóns Þorkelssonar fyrv. rektors. Upp úr þessum tveimur stafsetningarreglum var Blaðamannafjelagsstafsetningin að mestu leyti soðin, reglurnar tekn- ar jöfnum höndum úr báðum, en þó farið nær stafsetningu Jóns Þorkelssonar. Svo voru rithöfundum og embætt- ismönnum úti um alt land send skjöl með hinum nýju stafsetning- arreglum og þeir beðnir að skrifa undir samþvkt á reglunum, ef þeir gætu fallist á þær, og loforð um, að fvlgja þeim þá framvegis. Með fáum undantekningum fjell- ust þeir, sem skjölin voru send, á reglurnar og hjetu þeim fj'lgi. Hafði Björn haft allan veg og vanda af þessu. Og nú birti hann málalokin í „ísafold“ og ljet vel yfir. En Halldór Kr. Friðriksson reis þá upp og tætti hlífðarlaust í sundur þessar nýju stafsetningar- reglur. Þar næst voru þær teknar til umræðu í Stúdentafjelaginu og þar reif Björn M. Ólsen rektor þær niður.. En Björn Jónsson rjeðst þá á stjórn Stúdentafje- lagsins í „ísafold“ og sagði, að hún hefði farið með þetta mál á bak við Jón Ólafsson, sem þar var fjelagsmaður, til þess að staf- setning Blaðamannafjelagsins ætti þar engan talsmann. Og er farið var að deila um þetta í blöðun- um, 'varð brátt úr því svo mikið hitamál að furðu gegnir. Nýr fundur var boðaður í Stúdenta- fjelaginu og varð mjög fjölmenn- ur. Þar töluðu þeir Halldór Kr. Friðriksson og Björn M. Ólsen og voru sammála um það, að rífa niður stafsetningu Blaðamannafje- lagsins, en þeir Jón Ólafsson og Pálmi Pálsson lijeldu vörnum uppi. Fundurinn var nær einróma með þeim Halldóri og Ólsen og var samþykt að gefa innleiðslu- ræður þeirra út og svo útdrátt úr umræðunum. Ekki man jeg samt, hvort úr því varð. En eftir þennan fund reis Björn Jónsson upp með miklum inóði í „Isafold“, skrifaði- fimm dálka grein um fundinn og gerði skop að þeim Halldóri og Ólsen og að fje- laginu í heild sinni. „Það urðu tíðindi í Stúdenta- fjelaginu hjerna á föstudaginn var“, sagði hann. „Ein hávirðuleg hefðarmær í þeirri samkundu, rektor Björn M. Ólsen, varð ljett- ari og ól fullburða fóstur, en ekki þar eftir fjelegt; því faðirinn kvað vera Halldór Kr. Friðriks- son fyrv. yfirkennari....Sæng- urkonan hafði verið heldur ófrísk undanfarnar vikur, einkum eftir heimkomuna úr leiðangrinum út af forntungnanáminu í Latínuskól- anum....... Ljósmóðir að króan- um var einn undirkennarinn (Þor- leifur H. Bjarnason) og lagði til að fjelagið tæki hann að sjer til fósturs.....Þá rak suma minni til annars laungetnaðar, er fje- lagið hafði fóstrað, Brennivínsbók- arinnar sælu, með Malakoffsbragn- um og öðrum leirburði af sama tagi“. o. s. frv. Björn M. Ólsen varð afarreiður þessari grein og svaraði henni með miklum þjósti í ,,Þjóðólfi“. í næstu grein B. J. í „ísafold“ er það ljóst, að hann hefir sjeð eftir því, hve óhlífinn hann var í fyrri greininni. Hann byrjar á því, að glensmæli sín hafi hitt B. M. Ó. ver en ætlunin hafi verið. „Mjer þykir það illa farið“, segir hann, „vegna þess að jeg á svo mikils góðs og ánægjulegs að minnast í okkar löngu viðkynningu, — jeg get gjarnan sagt óslitinni vináttu meiri hluta æfi okkar, eða hátt upp í 40 ár, hjer um bil frá því, er við sáumst fyrst og settumst saman á skólabekk“. En deilunni um stafsetninguna var um tíma haldið uppi í öllum blöðum hjer í bænum, ýmist með eða móti. Hafði Pálmi Pálsson sagt það í f.yrirlestri sínum í Blaða- mannafjelaginu, að deilur um staf- setningu gætu, þótt lítt trúlegt mætti virðast, orðið hið mesta hitamál, og kom það nú skýrt fram, að hann hafði haft þar rjett að mæla. Ilann kom fram í deil- unum með mestu lipurð og reyndi að miðla málum. En hjá hinum, sem deildu, var um enga miðlun að ræða. Jeg hvarf frá Blaða- mannastafsetningunni og færði fyrir því ástæður á fundi, sem mjer fanst að hinir hlytu að taka til greina. En við það var ekki komandi. Jeg varð annað hvort að fara úr fjelaginu eða halda fast við stafsetningarreglur þess. Og er jeg gerði hvorugt, fjekk Björn það knúið fram með miklu harðfylgf, að j^? var rekinn úr fjelaginu. En Blaðainannafjelags- stafsetningin hafði þegar fengið mikið fylgi, eins og fyr segir, og hefir síðan verið mjög alme.nt not- uð bæði á blöðum og bókum. En deilan um hana sýnir, hve kapps- fullur Björn Jónsson gat orðið, er hann tók að sjer að halda fram einhverju máli. Þ, G.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.