Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1937, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1937, Blaðsíða 1
or<w»í>Iai>sitis 23. tölublað. Sunnudaginn 13. júní 1937. XII. árgangur. um BJÖRN JÓNSSON stofnanda Isafoldarprentsmiðju Björn Jónsson. SAMTAL VIÐ EINAR H. KVARAN Einar H. Kvaran er einn af þeim fáu mönnum sem enn eru á lífi og verið hafa samverka- menn Björns Jónssonar ísafoldar- ritstjóra. Tíðindama$Sur blaðsins hefir haft tal af Einari og hefir hann sagt ýmislegt um starfshætti þessa merka blaðamanns og samtíð hans. — Það sem einkendi Björn Jóns- son ritstjóra fyrir samtíðarmönn- um hans var hin dæmalausa starfs- orka og vinnuþrek, segir Einar H. Kvaran. Þarna sat hann í skrif- stofu sinni í Isafoldarprentsmiðju lon og don dag eftir dag. Hann átti það til að vinna 18 klukkustundir í sólarhring. Það gerði hann til dæmis er hann var að gefa út orðabókina dönsku, er síra Jónas á Hrafnagili var aðal- höfundur að. Hann hafði keypt handritið af síra Jónasi. En þegar hann var að byrja að láta prenta það, sá hann að það þurfti mikilla endurbóta við. Og þá tók hann sjer fyrir hendur ^ð endurbæta handritið undir prentun og hafa undan prenturunum. Með öðru sem hann liafði að gera varð úr því 18 klukkustunda vinna á sól- arhringnum. — Bókaforlag Björns og starf- ræksla öll var mikil á þeirra tíma mælikvarða. — Já, vissulega. Björn kom fyr- irtækjum sínum snemma vel fvrir. Hann keypti Landsprentsmiðjuna af Einari Þórðarsyni og allmikil bókaútgáfa fylgdi með í kaupun- um. Þar á meðal bækur, sem ákaf- lega mikið voru seldar, svo sem Biblíusögur síra Olafs Pálssonar og Mannkynssaga Páls Melsted, sú mijini. Mikið af starfstíma Björns fór í að hugsa uni forlagið. En hann annaðist um allar greinar fyrir- tækis síns, hafði umsjón með verki

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.