Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1937, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1937, Blaðsíða 6
182 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Úr bókbandsvinnustofunni. asta er sjálfvirk. Hún er vjelkún- in með rafmagni og leggur í sig pappírinn sjálf, án þess að manns- hönd komi þar nærri. Þessi vjel getur prentað 2 þúsund eintök á klukkustund. Aðra vjel á prent- smiðjan sjálfvirka, en hinar sjö eru allar vjelknúnar, þótt ekki sjeu þær sjálfvirkar. Eins og nærri má geta hafa af- köst prentsmiðjunnar aukist stór- um við það að fengnar voru til hennar þrjár setningarvjelar. En auk vjelsetjara starfa í prent- smiðjunni fjölmargir liandsetjar- ar. Bókbandsvinnustofa prentsmiðj- unnar hefir einnig tekið miklum stakkaskiftum, einkum hin siðari árin. Um eitt skeið voru þar ekki aðrar vjelar en hnífur og pressa. Nú eru þar brotvjelar, heftivjelar, innsaumsvjel, rafknúnir hnífar og fleira. * Til marks um hinn mikla vöxt prentsmiðjunnar má loks geta þess að við hana starfa nú 52 manns. * að var stórhugur Björns Jóns- sonar, að keppa að því að prenta blað sitt í eigin prent- smiðju, sem hrinti prentsmiðju- stofnuninni af stað árið 1877. Björn var þá rúmlega þrítugur. Næstu 30 ár veitti Björn prent- smiðjunni forstöðu sjálfur nær ó- slitið, jók hana og umbætti. Jafn- framt hafði hann á hendi ritstjórn ísafoldar og önnur störf og sýnir það hve mikill starfsmaður hann var. Prentsmiðjustofnunin ber vott um framsýni hans. * Þegar Björn varð ráðherra 1909 tók sonur hans Ólafur Björnsson við prentsmiðjunni, eignaumráðum og stjórn hennar og jafnframt við blaðinu Isafold. Ólafs naut við skamma stund, aðeins 10 ár, en þessi ár urðu enn miklar breyt- ingar á prentsmiðjunni í fram- faraátt, einkum eftir að hann, á- samt Vilhjálmi Finsen, stofnaði Morgunblaðið árið 1913. Frá því 1916 fól Ólafur Herbert Sig- mundssyni framkvæmdastjórn í sjálfri prentsmiðjunni og gaf sig þá meir að öðrum störfum við- víkjandi prentsmiðjunni og blöð- unum, ísafold og Morgunblaðinu. En eftir það lifði Ólafur aðeins 3 ár, þar til 1910. * Herbert Sigmundsson hafði starfað í prentsmiðjunni frá því 1905. Hann var sonur Sigmundar Guðmundssonar, sem var verk- stjóri hjá Birni Jónssyni fyrstu árin eftir að Isafoldarprentsmiðja var stofnuð, og aðal stuðningur hans. Þegar Ólafur Björnsson fell frá varð Herbert Sigmundsson prent- smiðjustjóri. Isafoldarprentsmiðju var um þetta levti breytt í hluta- fjelag, en hlutirnir voru og eru enn allir í höndum skyldmenna Ólafs. Fyrsti form. hlutafjelagsins var Sveinn Björnsson sendiherra, en síðan Ágúst Flygenring um nokk- ur ár, en síð'ustu árin hefir Ólafur Johnson stórkaupmaður, mágur frú Borghildur Björnsson, ekkju Ólafs, verið formaður þess. * Herbert Siginundsson stofnaði eigin prentsmiðju árið 1929. Var þá ráðinn nýr framkvæmdastjóri, Gunnar Einarsson, sem starfað hefir í prentsmiðjunni í meir en 25 ár. Gunnar er framúrskarandi ötull maður og hefir rekið prent- smiðjuna af miklum dugnaði þau 8 ár, sem hann hefir verið fram- kvæmdastjóri hennar. * Ymsir þjóðkunnir menn hafa starfað í ísafoldarprentsmiðju um lengri eða skemri tíma. Elstir starfsmenn hennar núlifandi, sem einhvern hluta æfiskeiðs síns hafa starfað þar, eru Ágúst Sigurðsson, nú prentsmiðjueigandi, Ágúst Jó- sefsson heilbrigðisfulltrúi, Bjarni Jóhannesson prentsmiðjueigandi, Guðbrandur Magnússon forstjóri, Guðjón Einarsson, Friðfinnur Guð- jónsson leikari, Einar Kr. Auðuns- son, Einar Hermannsson, Gunn- laugur O. Bjarnason, Sveinbjörn Oddsson, Þórður Bjarnason o. fl. Elstu starfsmenn Isafoldarprent- smiðju, sem enn staffa J)ar, eru Gísli Guðmundsson, Þórður Magn- ússon og Einfríður Guðjónsdóttir. Þau hafa öll starfað þar í ein 40 ár. I setningarsai eru elstn starfs- menn Sigfús Valdimarsson, Karl A. Jónasson, Ásgeir Guðmundsson og Sveinn Ásmundsson, en Guðjón Ó. Guðjónsson í vjelasal.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.