Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1937, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1937, Blaðsíða 7
Lesbók morgunblaðsins 183 Fyrsta blaðamannafjelag íslands. Eftir Þorstein Gíslason. Isambandi við 60 ára afmæli ísa- foldarprentsmiðju hefir Morg- unblaðið beðið mig að segja eitt- hvað frá kynningu minni við Björn Jónsson ritstjóra. Jeg ætla þá að segja nokkuð frá fyrsta blaðamannafjelagi Islands. — Jeg kyntist Birni Jónssyni fyrst persónulega er jeg kom heim frá háskólanum í Khöfn sumarið 1896 og tók, skömmu síðar, að gefa út blaðið „lsland“. Björn var þá um fimtugt og var alment tal- inn mikilhæfasti blaðamaður lands- ins. „ísafold" var þá stærsta blað- ið hjer, og Einar H. Kvaran hafði um nokkurt skeið verið samverka- maður Björns við ritstjórnina. Við hin blöðin unnu aðeins ritstjórarn- ir einir, og var „Þjóðólfur“ stærst þeirra og mun hafa haft álíka út- breiðslu og „ísafold“. Hin blöðin voru „Fjallkonan", blað Valdi- mars Asmundssonar, og „Dag- skrá“, sem Einar skáld Benedikts- son var þá nýlega farinn að gefa út. Svo bættist „ísland“ í þennan hóp í ársbyrjun 1897. Annar þektasti blaðamaðurinn frá fyrri árum, Jón Ólafsson, kom heim frá Ameríku vorið 1897, eftir nokkurra ára dvöl vestra, og sett- ist hjer að. Eftir þinglokin 1897 varð hann ritstjóri að blaði, sem hjet „Nýja öldin“ og var gefið út af forsprökkum kaupfjelaganna. Þeir Björn og Jón voru vinir frá æskuárum, sambekkingar í skóla, að mig minnir. Og þetta haust höfðu þeir forgöngu í því, að hjer var þá stofnað fyrsta blaðamanna- fjelagið. Þeir komu báðir heim til mín nokkrum sinnum til þess að tala um þetta og jeg fjelst bráð- lega á það, að v^-a með í fjelags- skapnum. Vissa var þá fengin fyr- ir því, að þau Valdimar Ásmunds- son og frú Bríet Bjarnhjeðinsdótt- ir, sem gaf út „Kvennablaðið“, yrðu bæði með. Jóni Ólafssyni var svo falið að tala við Hannes Þor- steinsson, ritstjóra „Þjóðólfs", en mjer við Einar Benediktsson. En hvorugur þeirra var fáanlegur til þess að vera með. * essir blaðamenn urðu þá stofn- endur fjelagsins: Björn Jóns- son og Einar H. Kvaran, Valdimar Ásmundsson og frú Bríet Bjarn- hjeðinsdóttir, Jón Ólafsson og Jón Jacobson, sem var útgáfustjóri „Nýju aldarinnar“, og jeg. Fje- lagsstofnunin var gott verk og nytsamlegt. Með henni átti bæði að vernda sameiginleg hagsmuna- mál þeirra, sem við blaðamensku fengust, og líka að bæta viðræðu- tón blaðanna hvers gegn öðru. Þetta var hugsunin. Og fj'rstfram- an af var besta samkomulag í fje- laginu. Fundir voru haldnir viku- lega, altaf á kvöldin. Þeir voru haldnir í veitingahúsi, og Björn, Jón og jeg borðuðum altaf kvöld- verð á fundarstaðnum áður en fundir hófust, og sumir hinna einnig öðru hvoru. Oft var setið lengi fram eftir kvöldum og kaffi drukkið. Einkum %roru það við þrír, Björn, Jón og jeg, sem venju- lega vorum þaulsætnir þarna og sátum stundum fram á miðjar nætur. Bar þá margt á góma og jeg hafði mikla skemtun af sam- tali og sögum þeiri’a eldri mann- anna. Þeir voru kátir og ljeku á als oddi, er þeir mintust á ýmis- legt frá fyrri árum, eða sögðu sög- ur af mönnum, sem þeir hvor um sig áttu í höggi við. Það var ein- kennilegt í viðræðum þeirra, að þeir uppnefndu bæði menn og hús í bænum, og var auðheyrt, að þetta hafði verið leikur þeirra þegar þeir voru hjer saman á yngri árum. Á þessum fundum greindi þá aldrei á um neitt mál og rjeðu þeir mestu um alt, sem fram fór í fjelaginu. Þeir höfðu þá aldrei átt í persónulegum ill- deilum hvor við annan, þótt þeir hefðu auðvita stundum haldið fram ólíkum skoðunum í blöðum sínum meðan báðir voru hjer rit- stjórar á umliðnum árum. Og þeg- ar Jón fór til Ameríku gekst Björn, ásamt fleirum, fyrir kveðju- samsæti, sem honum var haldið, og flutti þar um hann mjög vin- gjarnlega og lofsamlega ræðu. Persónuleg illindi milli þeirra Björns og Jóns áttu sjer ekki stað fyrr en í deilunum, sem risu hjer upp eftir heimflutning stjórn- arinnar 1904, og voru þá báðir komnir á efri ár. En í þeim deil- um hlífði hvorugur öðrum, eins og margir hljóta enn að muna. Það mun því vera álit flestra, sem muna þær deilur, að þeir hafi veríð svarnir fjandmenn. En svo var aldrei í raun og veru. Það var altaf einhver taug af eldri vináttu lifandi hjá báðum. Eitt dæmi get jeg sagt um þetta. * Skömmu eftir að Björn varð ráðherra, sumarið 1909, sá jeg þá tvo einn morgun ganga lengi hlið við hlið um Lækjargötu og nærliggjandi götur og voru þeir að sjá mjög svo bræðralegir. Og eftir gönguna urðu þeir sam- ferða upp í stjórnarráð. Jeg mætti Jóni síðar um daginn og spurði hann í spaugi, hvort hann væri nú að verða stjórnarmaður, kvaðst hafa sjeð þá Björn á göngu um morguninn, og síðan hefðu þeir leiðst upp í stjórnarráð. Jón sagði, að þeir hefðu verið að rifja upp gamlan kunningskap. Björn hefði talað um, að hann væri nú orðinn of gamall til þess að gegna ráð- herraembættinu, en að liann hefði haft gaman að því, ef hann hefði verið svo sem 20 árum yngri. Um ferðina upp í stjórnarráðið sagði Jón mjer þetta: Hann hafði ný- lega gefið út bók, sem hann nefndi „Móðurmálsbókina“, og hafði sent Birni hana að gjöf. Hún lá nú á skrifborði hans í stjórnarráðinu og kvaðst Björn hafa lesið hana og Ijet mjög vel yfir. „Svona verk eiga að launast af opinberu fje“, sagði hann, reis svo á fætur og bað Jón að bíða sín litla stund þar inni. Hann kom svo inn aftur með nokkurra hundraða króna ávísun á landsjóð og rjetti Jóni. „Jeg vil afgreiða þetta undir eins“, sagði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.