Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1937, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1937, Síða 2
210 LESBÓK MORÓUNBLAÐSINS og voru rjett í þann veginn að velta steininum af stað, þegar einn jieirra tók til máls: ,,En hvernig förum við að vita, hvaða stefnu steinninn tekur. Ilver getur sagt okkur það“. ,,Hvað er að heyra, ekki er það svo erfitt mál“, sagði gáínaljósið, sem hafði fengið þá sujöllu hugmynd, að bera steininn upp hlíðina aftur. „Einn okkar rekur höfuðið í gegnum gatið á mylnusteininu mog veltir sjer nið- ur hlíðarnar með steininn um háls- inn“. Þetta var heilla ráð, sem allir fjellust á. Einn þeirra rak höfuðið í gegnum opið á steininum og velti sjer af stað. Við rætur fjalls- ins var djúp tjörn — og niður í hana valt steinninn og maðurinn með honum, svo að Skjaldborgar- arnir tvndu bæði manninum og steininum, og enginn skildi hvað af þeim hafði orðið. Og þeir fylt- ust reiði gegn samborgara sínum, sem farið hafði með steininn nið- ur fjallshlíðina, því að þeir þótt- ust hárvissir um það, að hann hefði læðst burtu með steininn til þess að búa að honum einn. Ljetu þeir þess vegna setja upp auglýs- ingar í öllum borgum go þorpum í nágrenninu, þar sem skrifað stóð: „Komi hingað maður með mylnustein um hálsinn ,skal farið með hann eins og þá menn sem stolið hafa eignum annara, og skal hann framseldur dómurunum“. En vesalingurinn lá steindauður í tjörninni. Ef honum hefði ekki verið varnað máls, myndi hann hafa sagt að þeir skyldu ekki láta þetta á sig fá, hann yrði fegnari en frá verði sagt ef hann gæti skilað þeim steininum aftur. Með þessu látuin við útrætt um Skjaldborgarana. Bærinn þeirra er horfinn, þeir brendu hann sjálfír, því að þeir urðu eitt sinn svo lif- andi skelfing hræddir við kött nokkurn, að þeir kveiktu í hverju húsinu af öðru, sem kötturinn kom inn í. Þeir voru hræddir um að kötturinn myndi gerast mannæta, þegar hann væri búinn að eyða öllum rottum og músum í bænum þeirra. * ið skulum heldur gera okkur ferð á hendur til Englands, sem á sína molbúa eins og aðrar þjóðir. Þar búa þeir í Ootham, skamt frá Nottingliam, en þeir hafa ekki vitkast við það. Þið skuluð bara hlýða á söguna um hjeraun, sem hraðboða. Einhverju sinni höfðu íbúarnir í Gotham gleymt að borga lands- leigu til óðalseigaudans. Þá sagði einn þeirra við kuningja simi: „Á morgun eigum við að greiða leiguna, en hvernig eigum við að fara að því að koma peningunum til óðalseigandans?“ „Jeg veiddi hjera í dag“, svar- aði hinn, „og hjerinn getur tekið peningana með sjer, því að hann er svo frár á fæti“. Þetta er ágætt ráð sögðu allir, við látum hann taka með sjer brjef og peningapyngjuna og við skulum bara segja honum hvert hann á að fara. Þegar brjefið var tilbúið og bú- ið var að setja peningana í pyngj- una, bundu þeir pyngjuna um hálsinn á hjeranum og sögðu: „Fyrst ferð þú til Lancaster og því næst til Laugbarough. Óðals- eigandinn heitir Newarke, skilaðu kveðju til hans og segðu honum að þú sjert kominn með leiguna frá okkur“. Síðan sleptu þeir hjer- anum og hann hljóp liratt út í buskann — en í þveröfuga átt við það sem þeir ætluðust til. Nokkrir í hópnum hrópuðu á eftir honum: „Þú ert að villast, þú átt að fara til Lancaster“. „Látið hjerann ráða, hann þekk- ir betur stystu leið, en bæði þú og jeg“. Og einn þeirra bætti við: „Þetta er vitur hjeri, hann vill ekki fara eftir þjóðveginum, af hræðslu við ræningja“. * I föstulok brutu Gothambúar venjulega heilann um það hvað þeir ættu að gera við allan þann ágæta fisk, sem þeir ættu eftir.' Það var bæði saltfiskur, harðfisk- ur og reyktur fiskur. „Við köstum öllum fiskinum í tjörnina“, sagði eitt gáfnaljósið, „þá klekur hann og við getum lif- að góðu lífi næsta ár“. Þetta varð að ráði. Þeir fóru út að tjörninni í stórum hóp og köstuðu öllum fiskinum í vatnið. Næsta ár fóru þeir að vitja fiskj- arins, en þeir fundu einungis einn feitau ál. „Þetta var ljóta óhappið. Nii hefir bölvaður állinn jetið upp all- an fiskinn okkar. Hvað eigum við nú að gera við þessa ófreskju?“ spurðu þeir hver annan. „Drepum hann“, sagði einn þeirra. „Skerum hann í smástykki", sagði aunar. „Nei“, sagði þá einn sem þóttist vera betur að sjer en hinir, „við skulum drekkja ófjetinu“. „Já, við skulum drekkja lion- um“, hrópuðu allir í kór. Síðan fóru þeir allir saman að annari tjörn og hentu álnum í hana. „Þarna getur þú nú dúsað“, hrópuðu allir hver í kapp við annan. „Okkur dettur ekki í hug að hjálpa þjer“. Að þessu loknu gengu þeir sína leið frá álnum, sem var að „drukna“. * Einu sinni fór maður einn frá Gotham til Nottinghain til að selja ost. Þegar hann fór niður brekkuna, sem liggur að Notting- hambrúnni datt einn osturinn úr lijólbörunum og valt niður brekk- una. „Nei, sko“, sagði ostaeigand- inn. „Jeg sje að þú ætiar að kom- ast leiðar þinnar hjálparlaust, þá er líka best að jeg sendi fjelaga þína á eftir þjer“. Síðan stöðvaði hann hjólbörurn- ar tók alla ostana og kastaði þeim niður brekkuna. Sumir runnu inn á milli runna, en aðrir fóru sömu leið og sá fyrsíi. „Við hittumst á markaðnum", kallaði náunginn og helt síðan í áttina til Nottingham. Hann gekk til markaðstorgsins og beið þar rólegur til kvölds að loka átti markaðnum. Þá gekk hann milli kunningja og vina og spurði þá hvort þeir hefðu ekki orðið varir við ostana. „Hver ætlaði að koma með þá?“ spurði einn vinur hans. „Þeir koma, þeir koma sjálfir", svaraði ostaeigandinn. „Þeir rata sjálfir“. „En þeir hafa nú samt leikið á Framh. á bls. 215.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.