Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1937, Qupperneq 1
Frá Magnúsi helga
Orkneyjajarli.
Eftir nokkra daga verður haldin 800 ára minningarhátíð Magnús-
kirkju helga í Kirkjuvogi í Orkne.yjum. Hefir Alþing'i verið boðið að senda
fulltrúa á hátíðina og fór forseti Sameinaðs þings, Jón Baldvinsson, þang-
að. Er það sæmd íslendingum, að Alþingi skuli vera heiðrað með boði þessu.
En vegna þess að margir lesendur Lesbókar kunna að vera lítt fróð-
ir um Orkneyja-jarlinn, þó um hann sje skráð í Orkneyingasögu, er grein
þessi rituð.
Eftir Guðna Jónsson magister.
Seint í þessum mánuði
fara fram hátíðahöld
mikil í Orkneyjum í minn-
ingu þess, að þá eru liðin
800 ár, síðan Magnúskirkja
var reist í Kirkjuvogi þar í
eyjum. í tilefni af þessu
merkisafmæli hefir Alþingi
Islendinga verið boðið að
senda fulltrúa á hátíðina.
Hin veprlep:a steinkirkja í Kirkju
vojj-i, sem stendur enn í dagr, var
reist til minningrar um Magnús
Orkneyjajarl Erlendsson, en þá
þóttu fullgildar sannanir vera
fengnar fvrir lielgi lians, og helg-
ur dómur hans þangað fluttur. Frá
Magnúsi helga, jarðtegnum eftir
dauða hans og kirkjubyggingunni
er sagt í Orkneyinga sögu, sem
að líkindum er rituð undir hand-
leiðslu Oddaverja í upphafi 13.
aldar. Eu h'vernig sem það er, þá
er það víst, að hún er alíslensk
heimild, og eiga því Orkneyingar
íslendingum að þakka svo að kalla
alt, sem þeir vita um sína sögu
fram á 13. öld.
Magnús helgi var sonur Erlends
jarls Þorfinnssonar, en kona Er-
lends jarls var Þóra Sumariiða-
dóttir, Ospakssonar. Móðir Óspaks
var Þórdís, dóttir Halls af Síðu.
Var Magniis þannig í móðurætt
af íslensku bergi brotinn, fimti
maður frá Síðu-Halli. Magnús fekk
þegar í uppvexti sínum orð fvrir
guðrækni og hreinan lifnað. Eftir
að hann hafði dvalist við hirð
Noregs-konungs og farið síðan til
Skotlands og Englands, gerðist
hann jarl á Katanesi, og síðan
gorði Evsteinn konungur Magnús-
son hann að jarli vfir þeim hluta
Orkneyja, sem faðir hans hafði
ráðið fyrir. Fyrir liinum hluta
eyjanna rjeði Hákon Pálsson jarl,
og voru þeir Magnús jarl bræðra-
synir. Hákon var yfirgangssamur
og drotnunargjarn og vildi ráða
einn fvrir Öllum eyjunum. Gekk
því á ýmsu með þeim frændum,
en svo lauk, að Hákon sveik
Magnús í trygðum, er þeir höfðu
lagt með sjer sáttafund, og ljet
höggva hann. Sá atburður gerðist
þann 16. apríl árið 1116, sam-
kvæmt tali íslenskra annála (lík-
lega rjettara 1115). Hafði hann
þá verið 7 vetur jarl yfir eyjunum
með Hákoni, frænda sínum.
Magnúsi jarli er svo lýst: „Hinn
heilagi Magnús Eyjajarl var hinn
ágætasti maður, mikill að vexti,
drengilegur og skýrlegur að yfir-
litum, siðgóður í háttum, sigur-
sæll í orustum, spekingur að viti,
máísnjall og ríklundaður, ör af
fje og stórlyndur, ráðsvinnur og
hverjum manni vinsælli, blíður og
góður viðmælis við spaka menn
og góða, en harður og óeirinn við
ránsmenn og víkinga; ljet drepa
mjög þá menn, er herjuðu á bænd-
ur og landsmenn, ljet hann taka
morðingja og þjófa og refsaði svo
ríkum sem óríkum rán og þýfsk-
ur og öll óknjdti. Eigi var hann