Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1937, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1937, Page 2
226 LESBÓK MORGÚNBLAÐSINS vinhallur í dómum, virti hann meira guðlegran rjett en mannvirð- ingar mun. Hann var stórgjöfull við höfðingja og ríka nienn, en jafnan veitti hann þó mesta hugg- un fátækum mönnum. I öllum hlutum helt hann ríkulega guðs boðorð, þjáði sinn líkama í mörg- um hlutum, þeim er í hans lof- legu lífi voru birtir fyrir guði, en leynt fyrir mönnum. Sýndi hann þá' ráðagérð sína, að liann bað sjer eirinai- meyjar liinnar dýrðlegustu ættar af Skotlandi og drakk brúð- hlaup til. Bjrgði hann 10 vetur hjá henni, svo að hann spilti hvorskis þeirra losta og var hreinn og flekklaHS allra saurlífissynda. Og er harin'kendi freistni á sjer, þá fór hann í kalt vatn og bað sjer fulltings af guði. Margir voru þeir hlutir aðrir og dýrðlegir mann- kostir, er hann sýndi sjálfum guði, en leyndi mennina“. Eftir dráp Magnúss jarls leið eigi á löngu, þar til ýmsar jartegm ir og kraftaverk fóru að gerast í sambandi við hajin. Þar, sem hann var veginn, var mosóttur staður og grýttur, en litlu síðar varð þar grænn völlur. Jafnan var himnesk- ur ilmur við gröf hans, og sást þar og oft ljós skína yfir. Síðan tóku menn að heita á hann, ef í háska voru staddir, og greiddist þegar þeirra mál. Sjúkir menn fengu aftur heilsu sína við gröf hans. Flestir þeir, er verið höfðu að vígi hans, fengu illan dauð- daga og herfilegan, o. s. frv. Komu brátt fram háværar kröfur um það, að bein hans væri tekin upp og skrínlögð og var það loks gert 21 vetri eftir lát hans eða 13. des. 1136. ITm líkt leyti dreymdi mann einn, að Magnús jarl kæmi til hans og bæði hann að flytja þau orð alþýðu, að skrín hans yrði flutt til Kirkjuvogs, og var það síðan gert. Nú er frá því að segja, að Rögnvaldur kali, systursonur Magnúss helga, kallaði til jarl- dóms í Orkneyjum, en Páll jarl Hákonarson hafði viðbúnað að verja honum eyjarnar, ef hann kæmi þangað. Þá hjet Rögnvaldur á Magm'is helga, að ráði föður síns, að reisa honum ,,steinmust- y.i“ í Kirkjuvogi í Orkneyjum, ef hann næði þar æðstu völdum í eyjunum, leggja þar fje til og flytja þangað biskupsstólinn. Var þetta heit bundið fastmælum. Þetta fór svo, að Páll jarl var fangaður og fluttur úr landi, en allir menn í Orkneyjum gengu tii handa Rögnvaldi jarli. „Og eigi miklu síðar var markaður grund- völlur til Magnúskirkju og aflað smiða til, og fór svo mikið fram verkinu á þeim missirum, að minna gekk á fjórum eða finun þaðan í frá“. Jarl komst í fjárþröng að ljúka smíðinni, en með ráði Kols, föður síns, sem var mestur tilsjónarmað- ur með verkinu, tókst að finna ráð til fjáröflunar. „En þaðan frá skorti eigi fje til kirkjusmíðar, og er það smíði allmjög vandað“. Það var árið 1137, sem kirkju- smíðin var hafin, og er afmæii hennar við það miðað. Rögnvald- ur jarl kali, höfuudur Magnús- kirkju, var merkur maður, íþrótta maður mikill og skáld ágætt. Hann fór mikla ferð til Jórsala og hlaut af því frægð. Hanu var veginn árið 1158 ng var af sumum talinn lielgur maður. Magnús Eyjajarl var mikið tign- aður dýrðlingur á kaþólskum sið, og enn er hann þjóðardýrðlingur Orkneyinga. En hann var ekki aðeins tignaður þar, heldur og um öll Norðurlönd og nokkuð á Bret- landseyjum. Magnusmessur Eyja- jarls standa enn í almanaki voru, hin fyrri 16. apríl (dánardagur hans), en hin síðari 13. des. (upp- tökudagur beina lians). Sam- kvæmt íslenskum annálum var síð- ari messudagur lians lögtekinn hjer á landi árið 1326, en hann hefir eflaust verið dýrkaður fyrr, því að þessa messudags er getið í elsta handriti Grágásar, Kon- ungsbók, sem rituð er litlu eftir miðja 13. öld. Magnús Eyjajarl var einkurn verndari fiskimanna, og á hann var gott að heita til gæfta og aflaí-ældar. Annars er það ljóst dæmi um dýrkun hans hjer á landi, að honum voru að sögn helgaðar 9 kirkjur. Dýrkun Magnúss Evjajarls er löngu liðin undir lok. En kirkjan stendur enn, er reist var honum til dýrðar fyrir 800 árum, og hún á eflaust eftir að standa lengi og minna á horfna tíma. Guðni Jónsson. Hún synti 60 km leið á 20 klst. Jenny Kammersgaard, danska sundkonan, sem hvað eftir ann- að hefir getið sjer frægð fyrir langsund. f fyrrasumar syndi hún á mettíma milli Langa- lands og Korsör og nú fyrir skömmu (8. júlí) reyndi hún að synda yfir Kattegat, frá Sjálandsodda til Grenaa í Jót- landi; en það er rúmlega 62 kílómetra löng leið. Jenny Kammersgaard var neydd til að hætta við þessa sundraun, er hún átti eftir 114 km. að marki. Var það læknir hennar, sem bannaði henni að halda áfram sundinu. Er hún var dregin upp í bát- inn hafði hún verið 20 klukku- stundir á sundi og synt 61 km. Fallhlífarstökkmenn í Ameríku liafá með sjer öflugan fjelagsskap. I lögum fjelagsins er fjelgasmönn- um m. a. bannað að stökkva í fall- hlíf fyrir minna en 100 krónur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.