Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1937, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1937, Page 1
orðMJiírtitðstes 30. tölublað. Sunnudaginn 1. ágúst 1937. XII. árgangur. Itafuluarpr«ntaml6ja h.f. Gömul mynd af Laugarnesspítala. Laugarnsespítala. Stundum finst okkur, heilsuhraustu fólki, eins og himinn og jörð, guð og menn, hafi gert samsæri á móti okkur. En ef við gæfum okkur tíma til að at- huga erfiðleika og áhyggjur þeirra, sem vanheilir eru, verða okkar áhyggjur og erfiðleikar næsta smávægi- legir. Þegar illa liggur á okkur Reykvíkingum ættum við að ganga inn að Laugarnesspítala — ekki til að vera með meiningarlaust samúðarhjal í eyru hinna sjúku — heldur til að sannfæra okkur um, að það er óþarfi fyrir okkur að æðrast. EGAR Laugarnesspítali tók til starfa haustið 1898, varfi prófessor Sæmundur Bjarnhjeðins- son yfirlæknir spítalans og gengdi þeim starfa þangað til 1934. Síð- an hefir Maggi Júl. Magnús lækn- ir liaft á hendi vfirumsjón með spítalanum. Fer hjer á eftir stutt samtal við hann. — Hvenær varð holdsveiki fvrst vart hjer á landi? — Hún mun fvrs.t liafa gert vart við sig, eftir því, sem best verður vitað, á síðari hluta 12. aldar. Á næstu árum ágerist veik- in. Ekkert var þó gert til að hefta útbreiðslu veikinnar fyr en um miðja 17. öld. Þá var ákveðið með úrskurði Friðriks konungs 111., 10. maí 1651, að taka skyldi eina kon- ungsjörð í hverjum landsfjórðungi og reisa þar spítala fyrir holds- veikt fólk. Auðvitað voru þetta engir spítalar, heldur var sjúk- lingum hrúgað saman á þessa staði og þar látnir sem mest sjá itm sig sjálfir. Jarðirnar, sem valdar voru fyrir heilbrigðisráðstafanir þessar voru: Hörgsland í Skaftafells- sýslu, Klausturshólar í Árnessýslu, Hallbjarnareyri í Snæfellssýslu og Möðrufell í Eyjafirði -~ og skyldi biskup hafa eftirlit með rekstri þessara sjúkrahúsa, hver í sínu biskupsdæmi. Átti að heita svo, að þessi sjúkrahús — eða hverju nafni sem það skal nefna — hangi uppi í hartnær tvær aldir. Þá lognuðust þau út af, enda var veikin þá í nokkurri rjenun. En

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.