Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1937, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1937, Blaðsíða 2
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 234 á síðustu áratugum 19. aldarinn- ar ágerist hún aftur, og varð það til þess að reist var sjerstakt sjúkrahiis fyrir þetta fólk, — það var Laugarnesspítalinn. Árin 1894—95 ferðaðist hjer um land danskur holdsveikissjerfræð- ingur, dr. Edw. Ehlers — og er hann, að mínu áliti, sá maður danskur, sem mest mannúðar- og menningarafrek hefir unnið í þágu okkar Islendinga, fyr og síðar. — Iljer safnaði hann skýrslum um holdsveikt fólk og fjekk því til vegar komið, að danska deild Odd- fellowreglunnar ljet reisa holds- veikraspítala á íslandi, gegn trygg ingu frá stjórnarvöldum, að það sjúkrahús yrði rekið af opinberu fje. Samkomulag náðist um þetta og tók spítalinn til starfa 1. okt. 1898. Síðan hafa dvalið hjer, lengri og skemri tíma. um 220 sjúklingar — og sem stendur eru lijer 19. — Hvenær búist þjer við, að holdsveikin verði til fulls útdauð hjer á landif — Þess verðnr skamt að bíða — mjög >kamt. Eða það vonar mað- ur. Jeg gæti ímyndað mjer að næstu tíu árin 'muni ef til vill koma einhver örfá ný „tilfelli“ — og svo varla eftir það. — Er holdsveikin ættgeng? — Nei, biðjið þjer guð fyrir yður. Það er hún ekki — og meira að segja virðist hún vera mjiig seinsmitandi. Fólk hefir bara hald- ið að holdsveikin væri ættgeng vegna þess að fjölskyldusýking- ar hafa verið töluvert algengar. Ættingjum er eðlilega jafnan mest hætta búin. — Þekkja menn holdsveikis-sýk- ilinnf — Já, hann fann norski lækn- irinn Armauer Hansen laust eftir miðja síðustu öld. * •— Ganga ekki ýmsar tröllasög- itr utn svipi og afturgöngur í þessu húsi ? — Aldrei hefi jeg orðið þess var. Lítur ekki heimilisfólkið hjer tilveruna heldur svörtum augumf — Ja, maður skyldi álíta, að þetta fólk hefði öðrum fremur á- stæðu til að vera bölsýnt, en svo er venjulega ekki. Margir eru nið- urbeygðir og daprir fyrst eftir að þeir koma hingað — en svo venst fólk þessu furðanlega — öllum vonum betur. Enda er hjer nú ekki aðeins sjúkrahús, í þess. orðs eiginlegu merkingu, heldur einnig heimili hinna sjúku — þeirra eig- in heimili — þar sem hver og einn er frjáls ferða sinna eftir því, sem kraftar hans leyfa. Iljer er t. d. livorki lögboðinn legutími nje háttamál. * LÆKNIRINN býðst til að ganga með okkur um her- bergi þessa heimilis. Við staðnæm- um-t framan við stofuhúsið nr. 1, og drepum þar á d^’r. Kom inn! kallar einhver hvellum rómi, og þegar við opnum hurðina sjáum við á bakið á gamalli konu, er situr í rauðum stól framan við uppbúið rúm. Hún snýr sjer að rúminu, styður olnboganum á brýkina og felur andlitið í hönd- um sjer, eins og hún lægi á bæn. Hún tekur kveðju okkar fremur stuttaralega, hrevfir sig ekki á stólnum og svarar ekki nema á liana sje yrt. Eftir margar spurn- ingar upplýsir hún okknr um þetta: — Jeg er kölluð Dí>a og ættuð norðan úr Svarfaðardal. Svai’fað- ardalur er fegursta sveit á landi lijer. Ef þú hefir aldrei þangað komið, áttu mikið eftir! Tuttugu og fjögra ára varð jeg að vfirgefa æskustöðvar mínar og fara hingað suður. Suður í þetta hús. Síðan hefi jeg aldrei farið neitt, hvorki austur nje vestur, suður eða norður — aldrei norð- ur! Hjer er jeg búin að vera í 32 ár, og fvrir 19 árum misti jeg sjónina. Annars er ekkert að mjer — ekki núna. En um leið og sjón- in hvarf tapaði jeg loks öllum á- huga fvrir þessu lífi. — í 19 ár hefi jeg hugsað um það, sem koma skal. Skyldi svo ekkert konta ? Fj’rstu árin fjekk jeg stundum brjef heiman úr „minni sveit“ —• en nú er langt, langt, laiigt síð- an jeg hefi fengið þaðan brjef — ekki síðan jeg hætti að sjá. En altaf hefi jeg jafn gaman af því að frjetta þaðan, þó jeg þekki Maggi Júl. Magnúss. þar nú orðið fáa. Söm er sveitin. Stundum koma kunningjar mín- ir í Reykjavík til mín — það er gaman! Jeg kalla þá kunningja mína og vini, sem vilja tala við mig og segja mjer eitthvað. Þeir vita svo mikið, sem sjá og mega koma og fara, þar sem þeir vilja Jeg laga hjer í stofunni minni og prjóna dálítið. Annars hefi jeg ekkert fyrir stafni. Og á sumrin, meðan jeg finn sólina blessaða skína hjerna inn um gluggana mína, líða dagarnir furðanlega. En svo kemur veturinn — og kann ske kemur aftur sumar. Hver veit ? Hjer hefi jeg fengið að vera ein á þessari stofu síðan 1930. Jeg get ekki búið með öðrum — af og frá“. * F litast er um í herbergi Dísu gömlu, er þrent þar eftir- tektarverðast. Yfir miðju rúminu hanga þrjár myndir — nýjar myndir. Þær hanga í röð hver upp af annari. Efst er mynd af ungri og fríðri nútímakonu, ásamt lítilli, glóbjartri telpuhnyðju. — Neðan við þessa mynd er ljós- mynd í póstkortsstærð af eim* skipinu „Brúarfoss" — og neðst er Kristsmynd, í sömu stærð. Jeg spurði hvaða ánægjit hún gæti haft af þessum myndum, þeg* ar hún sæi þær ekki. ,,Þessi kona var mjer skelfing góð —• en sVo fór hún til „útlands- ins“ á þessu skipi. Neðst er sVo mynd af frelsarau*

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.