Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1937, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1937, Qupperneq 6
246 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Sherlock Holmes (frh.) Iiafa verið sú, að hann vildi losna við haim. Nenti ekki að fimia upp fleiri siifíur um hann. Ilann vildi suúa sjer að öðrum bók- mentuiu. En lesendurnjr neyddu hann til þe>s að byrja á nýjan leik. Sherlock Hplmes lifnaði við að nýju o<r afrekaði nú meiru en nokkrú sinni áður. Eftir það lifði hann jafn lenjri og Conan Doyle sjálfur. ojr í siijrum lians deyr liann ahlrei. FYRIRMYND SHERLOCK HOLMES. Asinum ynjrri árum, þejrar Conan Doyle var starfandi læknir í Southséa, og beið eftir sjúklingum, sem ekki vildu koma, stytti hann sjer stundir með því að semja fyrstu æfintýrin um Sherloek Holmes. Aðal fyrirmynd- in var hinn jrainli kennari lians við háskólann í Edinborg, dr. med. Joseph Bell. Hann var gæddur mörgum þeim liæfileikum, sem síðar gerðu Sherlock Holmes frægan. Hann gat dregið undra- verðar ályktanir og levst flókn- ustu vandamál. án þess að hreyfa sig frá skrifborði sínu. En í sög- um Conan Doyles gætir líka á- hrifa frá höfundinum Edgar All- an Poe. Holmes svipar að mörgu leyti til Dupins, aðalsöguhetjunnar í sakamálasögum hans. Fyrst í stað vöktu Sherlock Holmes sögur Conan Doyle ekki sjerlega mikla eftirtekt. Fyrstu bókina varð hann t. d. að senda til fjögra eða fimm bókaútgef- enda, áður' en hann kom henni út, og þá var hún tekin með því skil- yrði, að hún kæmi ekki iit fyr en árið eftir, 1887, og hann fengi 480 krónur fyrir hana — í eitt skifti fyrir öll. Síðan kom hún út í 20 gríðarstóruin upplögum. I Ameríku vakti bókin meiri at- hygli. Og árið 1889 kom fulltrúi frá bókaútgáfuf jelagi einu og bauð Conan Doyle og öðrum ensk- um rithöfundi til miðdegisverðar með sjer. Varð það að samkomu- lagi með þeim, að þeir skrifuðu sína bókina hvor fyrir bókaforlag í Ameríku. Hinn rithöfundurinn var Oscar Wilde, sem þá var enn lítt kunnur. SHERLOCK HOLMES VFRÐUR FRÆGUR. erulega viðurkenningu og frægð hlutu þeir Conan Doyle og Sherlock Holmes fyrst fyrir 24 smásögur, sem komu út í „Strand Magazine“ í júlí 1891, og þangað til í desember 1893. Sögur þessar voru strax þýddar á ótal mörg tungumál, og duglegur leikliússtjóri skrifaði Sherlock Holmes leikrit, sem var sýnt víða um heim. Það er eins og Conan Doyle hafi um þetta leyti verið eini mað- urinn, sem var ekkert sjerlega hrifinn af söguhetju sinni. Upphaflega fór hann að skrifa m. a. til þess að afla sjer fjár og þegar tekjurnar ukust óðum að mun, og bækurnar flugu út:, fanst honum Sherlock hafa gert skyldu sína og geta farið leiðar sinnar. En þar skjátlaðist honum. Þeir lesendur, sem einu sinni höfðu heimsótt — í lniganum — her- bergið á fyrstu hæð í Baker Street nr. 221, þar sem alt var fult af revk og rykugum skjölum, vildu halda áfram að koma þangað. Frumútgáfan af fyrstu Sherlock Holmes sögunum er nú orðin af- ar sjaldgæf og fásjeð, en þykir mesta þing. Hún er orðin slitin og máð af miklum lestri. „Enginn veit hvað átt hefir fyr en mist hefir“ sannaðist um Sherlock Holines. Asökunum og gremjuorðum rigndi yfir höf. munnlega og brjeflega. Brjefrit- ararnir heimtuðu að minsta kosti að fá að heyra til hlítar þau Sher- lock Holmes æfintýri, sem dr. Watson hafði ymprað á í þeim sögum, sem þegar voru út komn- ar. T. d. sorgarsöguna um Atkin- son bræðurna frá Trincomalee, æfintýrið um aluminiumhækjuna, söguna um Rigoletti með trjefót- inn og hina hræðilegu konu hans og margar fleiri. SHERLOCK HOLMES LIFNAR VIÐ. Loksins ljet Conan Doyle und- an þrábeiðni lesenda sinna. En hann sagði engar af þessum sögum, heldur skrifaði hann nýja skáldsögu um Sherloek Holmes „Ilundur Baskervilles“, og er það ein af allra bestu sögum lians. Hún kom sem framhaldssaga í „Strand Magazine“ árið 1901. og næsta ár lilaut hann titiiinn „Sir“ og lijet eftir það Sir Artliur. Þó var það eiginlega ekki fyr en í október 1903 að Sherlock Holmes kom aftur á sjónarsviðið. Þá kom fyrsta sagan af 13, sem út komu íStrand Magaziu. „I tóma húsinu“ er sagt frá ])ví, livernig Sherlock slapp úr greipum Mori- arty og var síðan tvö ár í Tibet. Næstu 12 smásögurnar eru hrein- ustu perlur. Síðar kom út skáld- sagan „Skelfingadalurinn“. Og síðan liafa komið út tvö bindi af Sherlock Holmes smásögum. I þeim er Sherlock Holmes farinn að draga sig í hlje frá leynilög- reglustarfseminni og farinn að fást við býflugnarækt í Surrey. I hinum enskumælandi heimi er Sherlock Holmes ekki aðeins sögupersóna í bók. Hann er raun- veruleg hetja, sjerstakur maður. Margir rithöfundar hafa ritað æfisögu hans eins og liann væri lifandi persóna, og gangskör hef- ir verið gerð að því, að finna hús- ið í Baker Street, þar sem liann og Waston bjuggu, undir umsjá bústýrunnar Mrs. Hudson. Allar upplýsingar og tilvitnanir í sög- unum, sjerstaklega sögunni „Tóma húsið“, hafa rækilega verið at- hugaðar og bornar saman, og hafa menn komist að þeirri niður- stöðu, að húsið, sem Conan Dovle hefir haft í huga, er ekki nr. 221, heldur 111. Allar lýsingar eiga við það hús. Og þó að húsið sje ekki auðkent að einu eða neinu leyti, eru ótal margir ferðamenn, sem spyrja fyrst og fremst eftir því, og fara síðan að skoða „British Museum“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.