Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1937, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1937, Blaðsíða 1
JWorgMwW&lteiji® 34. tölublað. Sunnudaginn 29. ágúst 1937. XII. árgangur. ÍMfitliMrprruliMlljt k/. í síldarbragga á Siglufirði. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini Sfldarstúlknrnar á Siglufirði búa fáai' í íbúðarhúsum — heldur í sumarskýlum, sem ,,braggar“ eru uefnd. „Braggar“ l>essir eru flestir hverjir stór, skúrlöguð timburhús og standa sumir á staurum yfir sjó. Bragg- arnir eru venjulega tvílyftir og rúma tugi og jafnvel hundruð manna, því þjett og þröngt er búið. Þeir eru vanalega nefudir , eftir eigandanum, eða þeim, sem einu sinni átti þá. Ibúðarherbergi bragganna eru jafnau aflöng. Rúmaraðir standa með þiljum fram, beggja vegna í herberginu, og háarúm eru víða. Þau virðast þó látin mæta af- gangi. Braggalífinu er viðbrugðið fyr- ir gauragang ýmsan og gleðilæti, og stúlkur, sem einu sinni hafa dvalið sumarlangt í bragga, kváðu ávalt langa þangað aftur — öll sumur, alt til dauðans. Því þar hafi þær fyrst „lifað lífinu“, segja ]>ær á banasænginni í hárri elli! .Teg hafði ímvndað mjer bragg- ana ekki ósvipaða skúrum vega- gerðarmanna — liriplekar fleka- hallir, allar af göflunum gengn- ar. En þessu er annan veg farið. Að sönnu eru braggarnir eng- ar ljómandi draumahallir, „en hjer líður fólki vel og gæti liðið enn betur, ef það gætti ögn skár hvíldartímans og peninganna sinna“, sagði braggakona ein í ltálfgerðum vandlætingarróm. sem sennilega átti rót sína að rekja til þess, að hún bjó í bragga með manninum sínum! Iljónabönd eru dálítið þvingandi bönd á Siglu- firði, segja margjr. I hverjum bragga er eitt eða fleiri eldhús, og þar elda „bragga- systurnar“ til eigin þarfa, hver fvrir sig. Samsuða er þó óhjá- kvæmileg, ef allar þær, sem hafa aðgang að sama eldhúsi, eiga að geta notið eldavjelarinnar að jöfnu. * Það er gaman að gægjast of- an í þessa samsuðupotta, Ungar stúlkur sjóða t. d. kartöflur í sama potti. Ein er bruðlsöm og hefir keypt sjer nýjar, þrældýrar kartöflur — en önnur er aðsjál og lætur sjer nægja gamlar og ó- dýrar kartöflur. Nú er enginn vandi að þekkja sundur nýjar og gainlar kartöflur í sama potti — en þegar þrjár stúlkur eiga nýj- ar kartöflur og aorar þrjár gaml- ar kartöflur í saina sjóðandi vatn inu. fer málið að vandast. En til að fyrirbyggja ait misrjetti í þess ari vandasömu l'jelagssuðu, hefir liver stúlka hverrar suðudeildar sitt lögákveðna kartöflumark. Ein skora í eiula, skora í báða enda, tvær skorur á hlið o. s. frv. eru algengustu merkin. Pislc- stykki og kjötbita þarf og að auð- kenna í suðunni, og eru til þess notaðir margvíslegir bindingar og gegnumdrættir á spottum. Stundum hafa kunnugar og sam Ivndar stúlkur með sjer samsuðu án nákvæmrar sundurgreiningar eftirá. Súpa af nýju kjöti þykir heppileg til slíkrar fjelagsneyslu, og kvað gefast vel! Annars virtist mjer síldarstúlk urnar í bröggunum lifa í sáft og samlyndi — en þó varð jeg þess allvíða var, að sumar stríddu sum Um, og sumar þoldu það illa . . . Og hreinskilnar stúlkur trúðu mjer fyrir því, að stundum rif- ust sumar stúlkur þangað til tenn- ur og hnefar rjeðu úrslitum deilu- málanna — því hjer bæri margt til ósamlyndis og öfundar, Og því skyldu ekki síldarstúlkur mega berjast einar fvrir sig í bröggum inni, rneðan karlmenn láta sjer sæma að slást á götum úti, við góðar undirtektir áhorfenda? I síldarbröggunum eru stúlkur á ýmsum aldri, stúlkur frá ólík- um beimkynnum og stúlkur með lífsreynslu. Hjer eru konur, sem viltust af sólvallagötu lífsins — konur, sem loks leituðu sjer skjóls og friðar undir panelþilj- um síldarbragganna. Hjer eru ungar stúlknr, sem sjá sólgylt draumalöndin blika gegnum mist-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.